Full flugvél Icelandair lent á Kúbu í tilefni stórafmælis Guðjóns í OZ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 15. febrúar 2022 22:38 Það má reikna með að einn eða tveir kokteilar verði sötraðir í ferðinni. Romm gæti komið við sögu. Getty Guðjón Már Guðjónsson, eigandi og framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins OZ, fagnar fimmtugsafmæli sínu á morgun. Guðjón Már verður að heiman á sjálfan afmælisdaginn en þó í góðra vina hópi í afmælisferð á Kúbu. Flugvél Icelandair fór í loftið frá Keflavíkurflugvelli í morgun og mikill ferðahugur í fólki. Hluti gestanna birti myndir af sér á leiðinni utan í morgun. Má meðal annars nefna Patrek Jaime, Bassa Maraj og Binna Glee úr Æði sem telja má líklegt að eigi að skemmta gestum í ferðinni. Þar voru sömuleiðis Þorsteinn Friðriksson, kenndur við Plain Vanilla, og unnusta hans Rós Kristjánsdóttir svo einhverjir séu nefndir. Patrekur Jaime úr Æði mættur um borð í flugvél Icelandair. Flugvélin millilenti í Halifax í Kanada í dag en hélt svo áfram för til Kúbu.@patrekurjaime Samkvæmt heimildum fréttastofu var flugvél Icelandair tekin á leigu fyrir afmælisferðina og gestum gefinn kostur á að kaupa sig inn í ferðina í glæsilegan pakka. Innifalið var flug, gisting á glæsilegu hóteli þar sem allt er innifalið og skemmtanahald en þess utan mun fólk hafa frjálsan tíma til að upplifa eyjuna. Guðjón vildi lítið ræða skemmtiferðina í tilefni af tímamótunum þegar fréttastofa hafði samband við hann í gær. Rós Kristjánsdóttir spennt fyrir fluginu til Kúbu.@thorsteinnf Flugvélin er sem fyrr segir á vegum Icelandair. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að um sé að ræða ein af fjölmörgum ferðum í leiguflugi sem skipulögð séu á vegum Loftleiða Icelandic, dótturfélags Icelandair, fyrir hópa og fyrirtæki. Áhöfnin sé mönnuð starfsfólki Icelandair. Flugvélin tekur um 180 manns í sæti og er þéttsetin samkvæmt upplýsingum Vísis. Ekki er aðeins um vini, ættingja og kunningja Guðjóns að ræða heldur er einnig nokkuð um að vinir vina skelltu sér með enda ekki á hverjum degi sem gefst færi á að heimsækja Kúbu. Flogið verður heim að fimm dögum liðnum og verður fróðlegt að fylgjast með tæplega tvö hundruð Íslendingum mála Kúbu rauða næstu dagana. Flugvélin lenti á Kúbu um tíuleytið í kvöld en flogið verður aftur heim á leið á sunnudaginn. Tímamót Icelandair Íslendingar erlendis Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira
Flugvél Icelandair fór í loftið frá Keflavíkurflugvelli í morgun og mikill ferðahugur í fólki. Hluti gestanna birti myndir af sér á leiðinni utan í morgun. Má meðal annars nefna Patrek Jaime, Bassa Maraj og Binna Glee úr Æði sem telja má líklegt að eigi að skemmta gestum í ferðinni. Þar voru sömuleiðis Þorsteinn Friðriksson, kenndur við Plain Vanilla, og unnusta hans Rós Kristjánsdóttir svo einhverjir séu nefndir. Patrekur Jaime úr Æði mættur um borð í flugvél Icelandair. Flugvélin millilenti í Halifax í Kanada í dag en hélt svo áfram för til Kúbu.@patrekurjaime Samkvæmt heimildum fréttastofu var flugvél Icelandair tekin á leigu fyrir afmælisferðina og gestum gefinn kostur á að kaupa sig inn í ferðina í glæsilegan pakka. Innifalið var flug, gisting á glæsilegu hóteli þar sem allt er innifalið og skemmtanahald en þess utan mun fólk hafa frjálsan tíma til að upplifa eyjuna. Guðjón vildi lítið ræða skemmtiferðina í tilefni af tímamótunum þegar fréttastofa hafði samband við hann í gær. Rós Kristjánsdóttir spennt fyrir fluginu til Kúbu.@thorsteinnf Flugvélin er sem fyrr segir á vegum Icelandair. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að um sé að ræða ein af fjölmörgum ferðum í leiguflugi sem skipulögð séu á vegum Loftleiða Icelandic, dótturfélags Icelandair, fyrir hópa og fyrirtæki. Áhöfnin sé mönnuð starfsfólki Icelandair. Flugvélin tekur um 180 manns í sæti og er þéttsetin samkvæmt upplýsingum Vísis. Ekki er aðeins um vini, ættingja og kunningja Guðjóns að ræða heldur er einnig nokkuð um að vinir vina skelltu sér með enda ekki á hverjum degi sem gefst færi á að heimsækja Kúbu. Flogið verður heim að fimm dögum liðnum og verður fróðlegt að fylgjast með tæplega tvö hundruð Íslendingum mála Kúbu rauða næstu dagana. Flugvélin lenti á Kúbu um tíuleytið í kvöld en flogið verður aftur heim á leið á sunnudaginn.
Tímamót Icelandair Íslendingar erlendis Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira