Byrjaði sem markaðsstönt en fór síðan út í meiri væntumþykju og vináttu Stefán Árni Pálsson skrifar 16. febrúar 2022 10:31 Gústi B er ein allra vinsælasta TikTok stjarna landsins. Hann er rétt rúmlega tvítugur en er orðinn ein stærsta TikTok stjarna landsins með yfir 35 þúsund fylgjendur. Í Íslandi í dag í gærkvöldi kynntist Sindri Sindrason Ágústi Beinteini Árnasyni, betur þekktur sem Gústi B, refnum hans Gústa junior og fengu áhorfendur að sjá skemmtileg TikTok myndböndin sem eru að slá í gegn hjá unga fólkinu og öllum hinum líka. „Ég gef bara út íslenskt efni og er að gefa út efni á hverjum einasta degi. Núna segja nýjustu tölur að um tuttugu þúsund krakkar kíki inn á síðuna mína á hverjum degi,“ segir Gústi en móðir hans starfar sem íslenskukennari. „Mamma mín myndi aldrei leyfa mér að tala ensku.“ Gústi segist hafa fengið leiklistarbakteríuna frá bróður sínum Árna Beinteini sem er að gera það gott í leiklistinni hér á landi. „Ég byrjaði snemma að koma fram á sviði, taka upp lög með cameru hérna heima. Svo fór þetta út í samfélagsmiðlana því þeir sprungu gjörsamlega út fyrir nokkrum árum og hér er ég í dag.“ Gústi útskrifaðist úr MR fyrir um einu ári. Hann skráði sig í viðskiptafræði en hætti fljótlega þar sem TikTok tók einfaldlega of mikinn tíma. Hann þénar vel á miðlinum. En hver er markhópur Gústa? „Þetta byrjaði sem 12-16 ára en núna eru svo rosalega margir komnir inn á TikTok, það eru allir og amma þeirra inn á þessu forriti. Stundum er ég til að mynda úti í búð og það kemur kannski fimmtug kona að mér og segist vera horfa á mig á TikTok. En það eru samt alltaf krakkarnir sem stjórna því hvað verður vinsælt.“ Gústi vakti mikla athygli fyrir ekki svo löngu þegar hann átti refinn Gústa junior. „Ég elska refinn og vil halda honum öruggum og þegar það var bankað hérna upp á og mér hótað sektum ef ég myndi ekki skila honum, þá stóð ég með refnum og hugsaði ekki um minn eigin fjárhag. Ég réði mér lögfræðing til að passa sem best upp á refinn. Ætli þetta hafi ekki byrjað sem markaðstönt en fór síðan út í meiri væntumþykju og vináttu.“ Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd frá Gústa af TikTok. @gustib_1 rauð viðvörun segiði svo var reyndar allt orðið eðlilegt 2 tímum seinna original sound - Gústi B @gustib_1 reyndi að finna dýrasta spilið með því að kaupa fullt af pökkum pushin P (feat. Young Thug) - Gunna & Future Ísland í dag TikTok Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Gústi B gerir upp stóra refamálið og frumsýnir tónlistarmyndband „Lagið Gústi Jr. er tilraun til þess að útkljá stóra refamálið í eitt skipti fyrir öll.Málið hefur tekið sinn toll og þrátt fyrir margt gott sem hefur komið í kjölfarið erum við nafnarnir einfaldlega búnir á því.“ 12. nóvember 2021 12:00 Dýralæknir MAST segir Gústa Jr. sýna skýr merki um streitu og telur brotið á honum Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun (MAST), segist telja þörf á því staðreyndir í máli refsins Gústa Jr. komi fram, en talsvert hefur verið fjallað um málið í fjölmiðlum að undanförnu. Hún segir það skýrt að verið sé að brjóta gegn velferð refsins. 26. október 2021 18:32 Ruddust inn með leitarheimild til að taka refinn en gripu í tómt Ágústi Beinteini Árnasyni brá heldur betur í brún þegar tveir einkennisklæddir lögreglumenn mættu að heimili hans ásamt fulltrúa Matvælastofnunar (MAST) í síðustu viku með húsleitarheimild. Markmiðið var að finna og taka af Ágústi, sem er kallaður Gústi B, ref sem hann hefur haldið síðasta eina og hálfa mánuðinn, Gústa Jr. Þeir gripu þó í tómt. 18. október 2021 12:31 Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira
Í Íslandi í dag í gærkvöldi kynntist Sindri Sindrason Ágústi Beinteini Árnasyni, betur þekktur sem Gústi B, refnum hans Gústa junior og fengu áhorfendur að sjá skemmtileg TikTok myndböndin sem eru að slá í gegn hjá unga fólkinu og öllum hinum líka. „Ég gef bara út íslenskt efni og er að gefa út efni á hverjum einasta degi. Núna segja nýjustu tölur að um tuttugu þúsund krakkar kíki inn á síðuna mína á hverjum degi,“ segir Gústi en móðir hans starfar sem íslenskukennari. „Mamma mín myndi aldrei leyfa mér að tala ensku.“ Gústi segist hafa fengið leiklistarbakteríuna frá bróður sínum Árna Beinteini sem er að gera það gott í leiklistinni hér á landi. „Ég byrjaði snemma að koma fram á sviði, taka upp lög með cameru hérna heima. Svo fór þetta út í samfélagsmiðlana því þeir sprungu gjörsamlega út fyrir nokkrum árum og hér er ég í dag.“ Gústi útskrifaðist úr MR fyrir um einu ári. Hann skráði sig í viðskiptafræði en hætti fljótlega þar sem TikTok tók einfaldlega of mikinn tíma. Hann þénar vel á miðlinum. En hver er markhópur Gústa? „Þetta byrjaði sem 12-16 ára en núna eru svo rosalega margir komnir inn á TikTok, það eru allir og amma þeirra inn á þessu forriti. Stundum er ég til að mynda úti í búð og það kemur kannski fimmtug kona að mér og segist vera horfa á mig á TikTok. En það eru samt alltaf krakkarnir sem stjórna því hvað verður vinsælt.“ Gústi vakti mikla athygli fyrir ekki svo löngu þegar hann átti refinn Gústa junior. „Ég elska refinn og vil halda honum öruggum og þegar það var bankað hérna upp á og mér hótað sektum ef ég myndi ekki skila honum, þá stóð ég með refnum og hugsaði ekki um minn eigin fjárhag. Ég réði mér lögfræðing til að passa sem best upp á refinn. Ætli þetta hafi ekki byrjað sem markaðstönt en fór síðan út í meiri væntumþykju og vináttu.“ Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd frá Gústa af TikTok. @gustib_1 rauð viðvörun segiði svo var reyndar allt orðið eðlilegt 2 tímum seinna original sound - Gústi B @gustib_1 reyndi að finna dýrasta spilið með því að kaupa fullt af pökkum pushin P (feat. Young Thug) - Gunna & Future
Ísland í dag TikTok Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Gústi B gerir upp stóra refamálið og frumsýnir tónlistarmyndband „Lagið Gústi Jr. er tilraun til þess að útkljá stóra refamálið í eitt skipti fyrir öll.Málið hefur tekið sinn toll og þrátt fyrir margt gott sem hefur komið í kjölfarið erum við nafnarnir einfaldlega búnir á því.“ 12. nóvember 2021 12:00 Dýralæknir MAST segir Gústa Jr. sýna skýr merki um streitu og telur brotið á honum Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun (MAST), segist telja þörf á því staðreyndir í máli refsins Gústa Jr. komi fram, en talsvert hefur verið fjallað um málið í fjölmiðlum að undanförnu. Hún segir það skýrt að verið sé að brjóta gegn velferð refsins. 26. október 2021 18:32 Ruddust inn með leitarheimild til að taka refinn en gripu í tómt Ágústi Beinteini Árnasyni brá heldur betur í brún þegar tveir einkennisklæddir lögreglumenn mættu að heimili hans ásamt fulltrúa Matvælastofnunar (MAST) í síðustu viku með húsleitarheimild. Markmiðið var að finna og taka af Ágústi, sem er kallaður Gústi B, ref sem hann hefur haldið síðasta eina og hálfa mánuðinn, Gústa Jr. Þeir gripu þó í tómt. 18. október 2021 12:31 Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira
Gústi B gerir upp stóra refamálið og frumsýnir tónlistarmyndband „Lagið Gústi Jr. er tilraun til þess að útkljá stóra refamálið í eitt skipti fyrir öll.Málið hefur tekið sinn toll og þrátt fyrir margt gott sem hefur komið í kjölfarið erum við nafnarnir einfaldlega búnir á því.“ 12. nóvember 2021 12:00
Dýralæknir MAST segir Gústa Jr. sýna skýr merki um streitu og telur brotið á honum Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun (MAST), segist telja þörf á því staðreyndir í máli refsins Gústa Jr. komi fram, en talsvert hefur verið fjallað um málið í fjölmiðlum að undanförnu. Hún segir það skýrt að verið sé að brjóta gegn velferð refsins. 26. október 2021 18:32
Ruddust inn með leitarheimild til að taka refinn en gripu í tómt Ágústi Beinteini Árnasyni brá heldur betur í brún þegar tveir einkennisklæddir lögreglumenn mættu að heimili hans ásamt fulltrúa Matvælastofnunar (MAST) í síðustu viku með húsleitarheimild. Markmiðið var að finna og taka af Ágústi, sem er kallaður Gústi B, ref sem hann hefur haldið síðasta eina og hálfa mánuðinn, Gústa Jr. Þeir gripu þó í tómt. 18. október 2021 12:31