Sólveig Anna vill stjórnarskipti sem fyrst Heimir Már Pétursson skrifar 16. febrúar 2022 12:51 Sólveig Anna Jónsdóttirvonar að starfsfólk skrifstofunnar sýni því fólki sem nú hafi fengið umboð félagsfólks til að leiða félagið þá virðingu sem það eigi skilið. Tíminn leiði í ljós hvernig samskiptin verði milli hennar og starfsfólksins. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sólveig Anna Jónsdóttir ný endurkjörin formaður Eflingar telur eðlilegt að boðað verði sem fyrst til aukaaðalfundar í félaginu þannig að hún og það fólk sem kosið var með henni í stjórn félagsins geti sem fyrst einhent sér í að móta kröfugerð fyrir komandi kjarasamninga. B-listi Sólveigar Önnu vann öruggan sigur í formanns- og stjórnarkjöri Eflingar með 52 prósentum atkvæða. A-listi uppstillingarnefndar félagsins með Ólöfu Helgu Adolfsdóttur starfandi varaformann í framboði til formanns hlaut 37 prósent atkvæða og C-listi Guðmundar Baldurssonar stjórnarmanns í Eflingu fékk 8 prósent. Sólveig Anna segist hafa búist við sigri í kosningunum. Sólveig Anna Jónsdóttir, Ólöf Helga Adolfsdóttir og Guðmundur J. Baldursson frambjóðendur til formanns í Eflingu ræddu málefni félagsins í Pallborðinu daginn áður en kosningar hófust..Vísir/Vilhelm „Ég og félagar mínir á Baráttulistanum vorum mjög sigurviss vegna þess að að það fólk sem við vorum í samskiptum við, þeir félagsmenn sem við áttum samtal við, vildu liðsinna okkur í þessari baráttu. Þannig að já, við bjuggumst við því að vinna,“ segir Sólveig Anna. Kjörsókn var rétt rúmlega fimmtán prósent en hún var um svipuð þegar Sólveig Anna var fyrst kjörin formaður árið 2018. Hún fagnar því að félagsfólk hafi í annað sinn í sögu félagsins fengið tækifæri til að kjósa um forystu í félaginu og hafa þannig áhrif á hver leiði kjarabaráttu þess og getað valið um þrjá lista. Staðan innan félagsins að undanförnu gæti hafa haft áhrif á kjörsóknina. „Væntanlega útskýrist aukin kjörsókn af því að fólk hefur áhuga á hvað er að gerast í félaginu þeirra. Vill beita sér og taka þátt. Það er gott,“ segir nýendurkjörinn formaður. Ekki liggur fyrir hvenær stjórnarskipti geta átt sér stað á aðalfundi sem fyrirhugað er að halda öðru hvoru megin við páska í apríl. Sólveig Anna segir hana og félaga hennar bíða eftir ákvörðun trúnaðarráðs hvað þetta varði en séu þegar byrjuð að undirbúa sig. Hins vegar væri mikilvægt að halda aðalfund sem fyrst. „Það er heimild til þess í lögum að halda aukaaðalfund sé brýn ástæða til þess. Ég held að þetta geti sannanlega flokkast sem brýn ástæða. Þannig að ég vona að það verði niðurstaðan. En ég auðvitað bara bíð sæmilega róleg eftir því að fá að heyra hvað gerist,“ segir Sólveig Anna. Mikilvægst væri að ný forysta geti sem allra fyrst byrjað að móta kröfugerð fyrir komandi kjarasamninga. Hvernig muntu nálgast starfsfólk þegar þu kemur aftur inn á skrifstofuna? „Já, þetta er bara áhugaverð spurning. Á þessum tímapunkti tel ég náttúrlega kannski nær að spyrja hvernig starfsfólk hafi hugsað sér að nálgast nýkjörinn formann. Sem kemur þarna með lýðræðislegt umboð félagsfólks til að stýra félaginu. Þannig að viðskulum bara sjá hvað setur,“ segir Sólveig Anna. Treystir Viðari til góðra starfa Sólveig Anna sagði af sér formennsku í Eflingu í lok október þegar starfsfólk skrifstofu félagsins varð ekki við ósk hennar um stuðningsyfirlýsingu. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri félagsins sagði strax eftir það upp störfum hjá félaginu. Sólveig Anna segir það ekki hennar að ákveða hvort Viðar komi aftur til starfa. „Það er stjórnar að ákveða hvaða fólk er ráðið til að gegna mikilvægum störfum á vettvangi félagsins,“ segir hún. Muntu leggja það til? „Ég treysti Viðari mjög vel. Hann er minn góði félagi. Hefur sýnt það og sannað í kjarabaráttu verka- og láglaunafólks að hann er lykilmaður í henni. Ég treysti Viðari en aftur segi ég að það er ekki mitt að svara því hér á þessum tímapunkti heldur er það stjórnar að ákveða hvað gerist,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir. Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Starfsfólk Eflingar átti samverustund í morgun Starfsmenn á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni kom saman til fundar í morgun klukkan 8:15. Framkvæmdastjóri stéttarfélagsins segir fundinn hafa verið rólega samverustund þar sem fólk hafi minnt sig á það mikilvæga starf sem fólk sinni fyrir félagsmenn sína. 16. febrúar 2022 09:10 Stefna Eflingu vegna kjarasamningsbrota og framkomu stjórnenda Þrír fyrrverandi starfsmenn Eflingar stéttarfélags hafa stefnt félaginu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna meintra kjarasamningsbrota og ámælisverðrar framkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur, nýendurkjörins formanns, og Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, sem gert er ráð fyrir að taki aftur við störfum á næstunni. 16. febrúar 2022 06:56 Sólveig Anna aftur kjörin formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld með yfir helmingi atkvæða. Tekur hún því við formannsstól verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar. 15. febrúar 2022 22:55 Kjörkassi í Hveragerði ræður úrslitum um hvenær niðurstaða verður kynnt Stjórnarkosning í Eflingu lýkur klukkan 20 í kvöld og segist Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ og formaður kjörstjórnar, vona að hægt verði að kynna niðurstöðu um klukkan 21:30. 15. febrúar 2022 11:13 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
B-listi Sólveigar Önnu vann öruggan sigur í formanns- og stjórnarkjöri Eflingar með 52 prósentum atkvæða. A-listi uppstillingarnefndar félagsins með Ólöfu Helgu Adolfsdóttur starfandi varaformann í framboði til formanns hlaut 37 prósent atkvæða og C-listi Guðmundar Baldurssonar stjórnarmanns í Eflingu fékk 8 prósent. Sólveig Anna segist hafa búist við sigri í kosningunum. Sólveig Anna Jónsdóttir, Ólöf Helga Adolfsdóttir og Guðmundur J. Baldursson frambjóðendur til formanns í Eflingu ræddu málefni félagsins í Pallborðinu daginn áður en kosningar hófust..Vísir/Vilhelm „Ég og félagar mínir á Baráttulistanum vorum mjög sigurviss vegna þess að að það fólk sem við vorum í samskiptum við, þeir félagsmenn sem við áttum samtal við, vildu liðsinna okkur í þessari baráttu. Þannig að já, við bjuggumst við því að vinna,“ segir Sólveig Anna. Kjörsókn var rétt rúmlega fimmtán prósent en hún var um svipuð þegar Sólveig Anna var fyrst kjörin formaður árið 2018. Hún fagnar því að félagsfólk hafi í annað sinn í sögu félagsins fengið tækifæri til að kjósa um forystu í félaginu og hafa þannig áhrif á hver leiði kjarabaráttu þess og getað valið um þrjá lista. Staðan innan félagsins að undanförnu gæti hafa haft áhrif á kjörsóknina. „Væntanlega útskýrist aukin kjörsókn af því að fólk hefur áhuga á hvað er að gerast í félaginu þeirra. Vill beita sér og taka þátt. Það er gott,“ segir nýendurkjörinn formaður. Ekki liggur fyrir hvenær stjórnarskipti geta átt sér stað á aðalfundi sem fyrirhugað er að halda öðru hvoru megin við páska í apríl. Sólveig Anna segir hana og félaga hennar bíða eftir ákvörðun trúnaðarráðs hvað þetta varði en séu þegar byrjuð að undirbúa sig. Hins vegar væri mikilvægt að halda aðalfund sem fyrst. „Það er heimild til þess í lögum að halda aukaaðalfund sé brýn ástæða til þess. Ég held að þetta geti sannanlega flokkast sem brýn ástæða. Þannig að ég vona að það verði niðurstaðan. En ég auðvitað bara bíð sæmilega róleg eftir því að fá að heyra hvað gerist,“ segir Sólveig Anna. Mikilvægst væri að ný forysta geti sem allra fyrst byrjað að móta kröfugerð fyrir komandi kjarasamninga. Hvernig muntu nálgast starfsfólk þegar þu kemur aftur inn á skrifstofuna? „Já, þetta er bara áhugaverð spurning. Á þessum tímapunkti tel ég náttúrlega kannski nær að spyrja hvernig starfsfólk hafi hugsað sér að nálgast nýkjörinn formann. Sem kemur þarna með lýðræðislegt umboð félagsfólks til að stýra félaginu. Þannig að viðskulum bara sjá hvað setur,“ segir Sólveig Anna. Treystir Viðari til góðra starfa Sólveig Anna sagði af sér formennsku í Eflingu í lok október þegar starfsfólk skrifstofu félagsins varð ekki við ósk hennar um stuðningsyfirlýsingu. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri félagsins sagði strax eftir það upp störfum hjá félaginu. Sólveig Anna segir það ekki hennar að ákveða hvort Viðar komi aftur til starfa. „Það er stjórnar að ákveða hvaða fólk er ráðið til að gegna mikilvægum störfum á vettvangi félagsins,“ segir hún. Muntu leggja það til? „Ég treysti Viðari mjög vel. Hann er minn góði félagi. Hefur sýnt það og sannað í kjarabaráttu verka- og láglaunafólks að hann er lykilmaður í henni. Ég treysti Viðari en aftur segi ég að það er ekki mitt að svara því hér á þessum tímapunkti heldur er það stjórnar að ákveða hvað gerist,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir.
Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Starfsfólk Eflingar átti samverustund í morgun Starfsmenn á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni kom saman til fundar í morgun klukkan 8:15. Framkvæmdastjóri stéttarfélagsins segir fundinn hafa verið rólega samverustund þar sem fólk hafi minnt sig á það mikilvæga starf sem fólk sinni fyrir félagsmenn sína. 16. febrúar 2022 09:10 Stefna Eflingu vegna kjarasamningsbrota og framkomu stjórnenda Þrír fyrrverandi starfsmenn Eflingar stéttarfélags hafa stefnt félaginu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna meintra kjarasamningsbrota og ámælisverðrar framkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur, nýendurkjörins formanns, og Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, sem gert er ráð fyrir að taki aftur við störfum á næstunni. 16. febrúar 2022 06:56 Sólveig Anna aftur kjörin formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld með yfir helmingi atkvæða. Tekur hún því við formannsstól verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar. 15. febrúar 2022 22:55 Kjörkassi í Hveragerði ræður úrslitum um hvenær niðurstaða verður kynnt Stjórnarkosning í Eflingu lýkur klukkan 20 í kvöld og segist Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ og formaður kjörstjórnar, vona að hægt verði að kynna niðurstöðu um klukkan 21:30. 15. febrúar 2022 11:13 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Starfsfólk Eflingar átti samverustund í morgun Starfsmenn á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni kom saman til fundar í morgun klukkan 8:15. Framkvæmdastjóri stéttarfélagsins segir fundinn hafa verið rólega samverustund þar sem fólk hafi minnt sig á það mikilvæga starf sem fólk sinni fyrir félagsmenn sína. 16. febrúar 2022 09:10
Stefna Eflingu vegna kjarasamningsbrota og framkomu stjórnenda Þrír fyrrverandi starfsmenn Eflingar stéttarfélags hafa stefnt félaginu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna meintra kjarasamningsbrota og ámælisverðrar framkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur, nýendurkjörins formanns, og Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, sem gert er ráð fyrir að taki aftur við störfum á næstunni. 16. febrúar 2022 06:56
Sólveig Anna aftur kjörin formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld með yfir helmingi atkvæða. Tekur hún því við formannsstól verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar. 15. febrúar 2022 22:55
Kjörkassi í Hveragerði ræður úrslitum um hvenær niðurstaða verður kynnt Stjórnarkosning í Eflingu lýkur klukkan 20 í kvöld og segist Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ og formaður kjörstjórnar, vona að hægt verði að kynna niðurstöðu um klukkan 21:30. 15. febrúar 2022 11:13