Berglind: Hún skellti því í smettið á okkur og sagði bara takk kærlega Smári Jökull Jónsson skrifar 16. febrúar 2022 22:25 Það var hart barist á Ásvöllum í kvöld Vísir/Hulda Margrét Berglind Gunnarsdóttir, aðstoðarþjálfari Vals, stóð vaktina á hliðarlínunni í kvöld í fjarveru Ólafs Sigurðssonar þjálfara. Hún hafði lítið jákvætt að segja um frammistöðu Valsliðsins gegn Haukum. „Ég er nú jákvæð að eðlisfari og það er alltaf hægt að tína eitthvað til en það er kannski ekki mikið sem mér dettur í hug núna. Við skorum 71 stig sem er ekki alslsæmt,“ sagði Berglind þegar hún var spurð hvað Valsliðið gæti tekið með sér jákvætt úr leiknum í kvöld. „Við fáum á okkur 97 stig sem er auðvitað alltof mikið. Þær voru með tæplega 50% þriggja stiga nýtingu í dag og hittu vel. Stigaskorið var frekar einhæft hjá okkur sem við viljum ekki að það sé. Við eigum eftir að skoða leikinn og það er alltaf eitthvað jákvætt hægt að taka út.“ Það vantaði leikmenn í Valsliðið í dag. Dagbjörg Dögg Karlsdóttir og Guðbjörg Sverrisdóttir voru ekki með liðinu og ekki heldur Hildur Kjartansdóttir sem er að snúa til baka eftir erfið höfuðmeiðsli. „Auðvitað söknum við þeirra. Hildur er búin að vera að koma sterk inn, það er gott að hafa hana í hóp og á vellinum með reynsluna og allt sem hún kemur með. Það eru bara fimm inni á vellinum og við erum með mannskap til þess þannig að þetta er ekki nein afsökun.“ „Við eigum að geta gert mikið betur og mér fannst mikið andleysi yfir liðinu. Við lendum undir og svo einhvern veginn er erfitt að elta allan tímann. Við náum forskotinu niður í öðrum leikhluta en komum svo bara slappar inn í þriðja leikhluta. Það var einhver deyfð yfir okkur allan leikinn“ Í þriðja leikhlutanum gengu Haukar svo gott sem frá leiknum. Þær juku muninn upp í 23 stig og það var of mikið bil fyrir Valskonur að brúa. Keira Robinson skoraði 31 stig fyrir Hauka í fyrri hálfleik og lék sér að Valsvörninni. „Við vorum með ákveðið plan og ætluðum að fara undir á hindrunum á hana. Hún skellti því í smettið á okkur og sagði bara takk kærlega og setti niður fimm þrista í fyrri hálfleik. Við breyttum í hálfleik og spiluðum betri vörn á hana í seinni hálfleik.“ „Þær eru með frábæra skotmenn alls staðar og voru að setja niður stór skot í dag sem einhvern veginn drap okkur alltaf niður aftur. Þegar við spiluðum betri vörn á Keiru stigu aðrar upp. Heilt yfir var varnarleikurinn slakur og mikið andleysi. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða og gera betur,“ sagði Berglind að lokum. Subway-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Valur Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Valur 97-71 | Risasigur Hauka gegn Íslandsmeisturunum Haukar völtuðu yfir Val í Subway-deild kvenna í kvöld. Frábær þriðji leikhluti lagði grunninn að 97-71 sigri Hauka sem nálgast Val í töflunni. 16. febrúar 2022 21:54 Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
„Ég er nú jákvæð að eðlisfari og það er alltaf hægt að tína eitthvað til en það er kannski ekki mikið sem mér dettur í hug núna. Við skorum 71 stig sem er ekki alslsæmt,“ sagði Berglind þegar hún var spurð hvað Valsliðið gæti tekið með sér jákvætt úr leiknum í kvöld. „Við fáum á okkur 97 stig sem er auðvitað alltof mikið. Þær voru með tæplega 50% þriggja stiga nýtingu í dag og hittu vel. Stigaskorið var frekar einhæft hjá okkur sem við viljum ekki að það sé. Við eigum eftir að skoða leikinn og það er alltaf eitthvað jákvætt hægt að taka út.“ Það vantaði leikmenn í Valsliðið í dag. Dagbjörg Dögg Karlsdóttir og Guðbjörg Sverrisdóttir voru ekki með liðinu og ekki heldur Hildur Kjartansdóttir sem er að snúa til baka eftir erfið höfuðmeiðsli. „Auðvitað söknum við þeirra. Hildur er búin að vera að koma sterk inn, það er gott að hafa hana í hóp og á vellinum með reynsluna og allt sem hún kemur með. Það eru bara fimm inni á vellinum og við erum með mannskap til þess þannig að þetta er ekki nein afsökun.“ „Við eigum að geta gert mikið betur og mér fannst mikið andleysi yfir liðinu. Við lendum undir og svo einhvern veginn er erfitt að elta allan tímann. Við náum forskotinu niður í öðrum leikhluta en komum svo bara slappar inn í þriðja leikhluta. Það var einhver deyfð yfir okkur allan leikinn“ Í þriðja leikhlutanum gengu Haukar svo gott sem frá leiknum. Þær juku muninn upp í 23 stig og það var of mikið bil fyrir Valskonur að brúa. Keira Robinson skoraði 31 stig fyrir Hauka í fyrri hálfleik og lék sér að Valsvörninni. „Við vorum með ákveðið plan og ætluðum að fara undir á hindrunum á hana. Hún skellti því í smettið á okkur og sagði bara takk kærlega og setti niður fimm þrista í fyrri hálfleik. Við breyttum í hálfleik og spiluðum betri vörn á hana í seinni hálfleik.“ „Þær eru með frábæra skotmenn alls staðar og voru að setja niður stór skot í dag sem einhvern veginn drap okkur alltaf niður aftur. Þegar við spiluðum betri vörn á Keiru stigu aðrar upp. Heilt yfir var varnarleikurinn slakur og mikið andleysi. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða og gera betur,“ sagði Berglind að lokum.
Subway-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Valur Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Valur 97-71 | Risasigur Hauka gegn Íslandsmeisturunum Haukar völtuðu yfir Val í Subway-deild kvenna í kvöld. Frábær þriðji leikhluti lagði grunninn að 97-71 sigri Hauka sem nálgast Val í töflunni. 16. febrúar 2022 21:54 Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Valur 97-71 | Risasigur Hauka gegn Íslandsmeisturunum Haukar völtuðu yfir Val í Subway-deild kvenna í kvöld. Frábær þriðji leikhluti lagði grunninn að 97-71 sigri Hauka sem nálgast Val í töflunni. 16. febrúar 2022 21:54