Þurfi að þola að lögreglan rannsaki mál þar sem grunur sé um lögbrot Eiður Þór Árnason skrifar 17. febrúar 2022 19:20 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gefur lítið fyrir viðbrögð stéttarfélaga blaðamanna við fyrri ummælum hans. Hann segir enn margt óljóst í máli fjögurra blaðamanna sem hafi verið boðaðir til yfirheyrslu í tengslum við umfjöllun um svokallaða skæruliðadeild Samherja. Á þriðjudag gagnrýndi Bjarni fréttaflutning um málið og spurði hvernig það gæti talist alvarlegt að lögregla óski eftir því að umræddir einstaklingar gefi skýrslu. Þá varpaði hann því fram hvort fjölmiðlamenn væru of góðir til að mæta og svara spurningum lögreglu eins og almennir borgarar. Í sameiginlegri yfirlýsingu sem var send frá Blaðamannafélagi Íslands og Félagi fréttamanna í gær var brugðist við þessum vangaveltum. Þar kemur meðal annars fram að þó blaða- og fréttamenn séu sem einstaklingar jafnir að lögum, gildi annað um störf þeirra. „Í yfirlýsingu félaganna er flutt málsvörn fyrir fréttamenn og rakin lögfræði sem er mér ágætlega kunn og breytir engu um það sem ég var að benda á. Í fyrsta lagi hefur ekkert gerst annað en að einstaklingar hafa verið boðaðir í skýrslutöku og hafa þar réttarstöðu sakborninga. Hvaðan hafa félögin upplýsingar um að þessir fréttamenn verði í næstu viku krafðir svara um heimildamenn sína? Hefur það komi fram einhvers staðar?“ spyr Bjarni í færslu á Facebook-síðu sinni. Byggði á einkaskilaboðum og tölvupóstum Fjármálaráðherra gerði á upphaflega athugasemdir við fréttaflutning um málið og sagði að engar fréttir hafi verið fluttar af því hvað lögreglan kunni að hafa undir höndum sem gefi tilefni til rannsóknar. Umfjöllun Kjarnans og Stundarinnar um skæruliðadeildina svokölluðu byggði meðal annars á skilaboðum og tölvupóstum sem meðlimir hennar sendu sín á milli. Fram hefur komið að sakarefnið sé brot á ákvæðum laga um friðhelgi einkalífsins. Í yfirlýsingu Blaðamannafélagsins og Félags fréttamanna kemur fram að nauðsynlegt geti verið fyrir að blaða- og fréttamenn að nota gögn sem hafi ekki verið aflað með lögmætum hætti. Dómstólar hafi þó staðfest að notkun blaðamanna á slíkum gögnum geti samræmst hlutverki þeirra ef upplýsingarnar eru taldar eiga erindi við almenning. Þar að auki sé blaðamönnum bannað að rjúfa trúnað við heimildarmenn sína, samkvæmt lögum, hafi þeir óskað nafnleyndar. Fréttamenn verði að þola að lögreglan sinni skyldu sinni Bjarni vekur máls á því að það hafi eflaust auðveldað vinnslu sameiginlegu yfirlýsingarinnar að Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, og Sigríður Hagalín Björnsdóttir, formaður Félags fréttamanna, starfi báðar hjá RÚV. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, og Sigríður Hagalín Björnsdóttir, formaður Félags fréttamanna.Samsett „Þetta er allt eins og framhald fréttaflutnings Ríkisútvarpsins, nema undir öðrum hatti. Hver er svo sem munurinn þegar formenn beggja félaga starfa á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Jú, það má svo sem segja að þegar fleiri úr stjórninni koma saman þá geta fleiri sjónarmið heyrst. Með Sigríði Dögg Auðunsdóttur í stjórn Blaðamannafélagsins situr til dæmis Aðalsteinn Kjartansson, einn þeirra sem lögreglan hefur boðað til skýrslutöku og hefur fengið réttarstöðu sakbornings,“ segir Bjarni. Eftir standi að fréttamenn verði að þola að lögreglan sinni þeirri skyldu að rannsaka mál þar sem grunur sé um brot á lögum. „Og það skýtur skökku við að fréttamenn því sem næst yfirtaki fréttatíma með málflutning sinn. Áhorfendur horfa á fréttamenn taka viðtöl við fréttamenn um mikilvægi fréttamanna og þeirra kenningar um tilgang lögreglunnar með rannsókn máls - án þess að haldbær gögn styðji þær kenningar. „Það getur ekki talist alvarlegt að taka lögregluskýrslu undir rannsókn máls, þar sem rökstuddur grunur er um brot, jafnvel þótt blaðamenn eigi í hlut. Þetta gildir óháð öllu því sem sagt hefur verið um rétt blaðamanna til að sinna störfum sínum, vernd heimildarmanna og fjölmiðlafrelsi,“ skrifar Bjarni. Það er óvenjuleg upplifun að formaður flokks/ráðherra og dagblað taki sig saman og gefi í skyn að maður sé mögulega þjófur. Glæpamaður. Fjármálaráðherra til upplýsingar þá veit ég hvað mér er gefið að sök. Ég spurði. Lögregla staðfesti það i yfirlýsingu: Að skrifa fréttir. pic.twitter.com/okreGU3Hvd— Þórður Snær Júlíusson (@thordursnaer) February 16, 2022 Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans og einn þeirra sem hefur verið boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglu, hefur gagnrýnt málflutning fjármálaráðherra og sagt að Bjarni hafi gefið í skyn að Þórður sé þjófur. Bjarni hefur hafnað þessari túlkun. Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Byrlunar- og símastuldarmálið Tengdar fréttir Bjarni hafnar því að hann þjófkenni Þórð Snæ Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans hnýtir í Facebookfærslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra þess efnis að ekkert sé óeðilegt við að blaðamenn séu kallaðir til yfirheyrslu í sakamáli; að Bjarni gefi í skyn að hann sé þjófur. Bjarni telur þetta fráleita túlkun. 16. febrúar 2022 11:31 Svör við spurningum Bjarna að finna í löggjöfinni Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamannahvetja valdhafa til að standa vörð um frjálsa fjölmiðlun á Íslandi frekar en að freistast til að ráðast gegn henni. 16. febrúar 2022 20:01 Spyr hvort fréttamenn séu of góðir til að svara spurningum lögreglu Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra spyr hvernig það geti talist alvarlegt mál að lögregla óski eftir því að blaðamenn mæti í skýrslutöku líkt og almennir borgarar. 15. febrúar 2022 22:03 Skæruliðadeildin sem nú vill ná vopnum sínum Fjórir íslenskir blaðamenn hafa verið boðaðir til yfirheyrslu af lögreglu vegna umfjöllunar þeirra um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. En hver er þessi deild, hvað gerði hún og hvers vegna er málið nú til rannsóknar hjá lögreglu? 15. febrúar 2022 15:31 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Sjá meira
Á þriðjudag gagnrýndi Bjarni fréttaflutning um málið og spurði hvernig það gæti talist alvarlegt að lögregla óski eftir því að umræddir einstaklingar gefi skýrslu. Þá varpaði hann því fram hvort fjölmiðlamenn væru of góðir til að mæta og svara spurningum lögreglu eins og almennir borgarar. Í sameiginlegri yfirlýsingu sem var send frá Blaðamannafélagi Íslands og Félagi fréttamanna í gær var brugðist við þessum vangaveltum. Þar kemur meðal annars fram að þó blaða- og fréttamenn séu sem einstaklingar jafnir að lögum, gildi annað um störf þeirra. „Í yfirlýsingu félaganna er flutt málsvörn fyrir fréttamenn og rakin lögfræði sem er mér ágætlega kunn og breytir engu um það sem ég var að benda á. Í fyrsta lagi hefur ekkert gerst annað en að einstaklingar hafa verið boðaðir í skýrslutöku og hafa þar réttarstöðu sakborninga. Hvaðan hafa félögin upplýsingar um að þessir fréttamenn verði í næstu viku krafðir svara um heimildamenn sína? Hefur það komi fram einhvers staðar?“ spyr Bjarni í færslu á Facebook-síðu sinni. Byggði á einkaskilaboðum og tölvupóstum Fjármálaráðherra gerði á upphaflega athugasemdir við fréttaflutning um málið og sagði að engar fréttir hafi verið fluttar af því hvað lögreglan kunni að hafa undir höndum sem gefi tilefni til rannsóknar. Umfjöllun Kjarnans og Stundarinnar um skæruliðadeildina svokölluðu byggði meðal annars á skilaboðum og tölvupóstum sem meðlimir hennar sendu sín á milli. Fram hefur komið að sakarefnið sé brot á ákvæðum laga um friðhelgi einkalífsins. Í yfirlýsingu Blaðamannafélagsins og Félags fréttamanna kemur fram að nauðsynlegt geti verið fyrir að blaða- og fréttamenn að nota gögn sem hafi ekki verið aflað með lögmætum hætti. Dómstólar hafi þó staðfest að notkun blaðamanna á slíkum gögnum geti samræmst hlutverki þeirra ef upplýsingarnar eru taldar eiga erindi við almenning. Þar að auki sé blaðamönnum bannað að rjúfa trúnað við heimildarmenn sína, samkvæmt lögum, hafi þeir óskað nafnleyndar. Fréttamenn verði að þola að lögreglan sinni skyldu sinni Bjarni vekur máls á því að það hafi eflaust auðveldað vinnslu sameiginlegu yfirlýsingarinnar að Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, og Sigríður Hagalín Björnsdóttir, formaður Félags fréttamanna, starfi báðar hjá RÚV. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, og Sigríður Hagalín Björnsdóttir, formaður Félags fréttamanna.Samsett „Þetta er allt eins og framhald fréttaflutnings Ríkisútvarpsins, nema undir öðrum hatti. Hver er svo sem munurinn þegar formenn beggja félaga starfa á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Jú, það má svo sem segja að þegar fleiri úr stjórninni koma saman þá geta fleiri sjónarmið heyrst. Með Sigríði Dögg Auðunsdóttur í stjórn Blaðamannafélagsins situr til dæmis Aðalsteinn Kjartansson, einn þeirra sem lögreglan hefur boðað til skýrslutöku og hefur fengið réttarstöðu sakbornings,“ segir Bjarni. Eftir standi að fréttamenn verði að þola að lögreglan sinni þeirri skyldu að rannsaka mál þar sem grunur sé um brot á lögum. „Og það skýtur skökku við að fréttamenn því sem næst yfirtaki fréttatíma með málflutning sinn. Áhorfendur horfa á fréttamenn taka viðtöl við fréttamenn um mikilvægi fréttamanna og þeirra kenningar um tilgang lögreglunnar með rannsókn máls - án þess að haldbær gögn styðji þær kenningar. „Það getur ekki talist alvarlegt að taka lögregluskýrslu undir rannsókn máls, þar sem rökstuddur grunur er um brot, jafnvel þótt blaðamenn eigi í hlut. Þetta gildir óháð öllu því sem sagt hefur verið um rétt blaðamanna til að sinna störfum sínum, vernd heimildarmanna og fjölmiðlafrelsi,“ skrifar Bjarni. Það er óvenjuleg upplifun að formaður flokks/ráðherra og dagblað taki sig saman og gefi í skyn að maður sé mögulega þjófur. Glæpamaður. Fjármálaráðherra til upplýsingar þá veit ég hvað mér er gefið að sök. Ég spurði. Lögregla staðfesti það i yfirlýsingu: Að skrifa fréttir. pic.twitter.com/okreGU3Hvd— Þórður Snær Júlíusson (@thordursnaer) February 16, 2022 Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans og einn þeirra sem hefur verið boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglu, hefur gagnrýnt málflutning fjármálaráðherra og sagt að Bjarni hafi gefið í skyn að Þórður sé þjófur. Bjarni hefur hafnað þessari túlkun.
Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Byrlunar- og símastuldarmálið Tengdar fréttir Bjarni hafnar því að hann þjófkenni Þórð Snæ Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans hnýtir í Facebookfærslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra þess efnis að ekkert sé óeðilegt við að blaðamenn séu kallaðir til yfirheyrslu í sakamáli; að Bjarni gefi í skyn að hann sé þjófur. Bjarni telur þetta fráleita túlkun. 16. febrúar 2022 11:31 Svör við spurningum Bjarna að finna í löggjöfinni Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamannahvetja valdhafa til að standa vörð um frjálsa fjölmiðlun á Íslandi frekar en að freistast til að ráðast gegn henni. 16. febrúar 2022 20:01 Spyr hvort fréttamenn séu of góðir til að svara spurningum lögreglu Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra spyr hvernig það geti talist alvarlegt mál að lögregla óski eftir því að blaðamenn mæti í skýrslutöku líkt og almennir borgarar. 15. febrúar 2022 22:03 Skæruliðadeildin sem nú vill ná vopnum sínum Fjórir íslenskir blaðamenn hafa verið boðaðir til yfirheyrslu af lögreglu vegna umfjöllunar þeirra um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. En hver er þessi deild, hvað gerði hún og hvers vegna er málið nú til rannsóknar hjá lögreglu? 15. febrúar 2022 15:31 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Sjá meira
Bjarni hafnar því að hann þjófkenni Þórð Snæ Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans hnýtir í Facebookfærslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra þess efnis að ekkert sé óeðilegt við að blaðamenn séu kallaðir til yfirheyrslu í sakamáli; að Bjarni gefi í skyn að hann sé þjófur. Bjarni telur þetta fráleita túlkun. 16. febrúar 2022 11:31
Svör við spurningum Bjarna að finna í löggjöfinni Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamannahvetja valdhafa til að standa vörð um frjálsa fjölmiðlun á Íslandi frekar en að freistast til að ráðast gegn henni. 16. febrúar 2022 20:01
Spyr hvort fréttamenn séu of góðir til að svara spurningum lögreglu Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra spyr hvernig það geti talist alvarlegt mál að lögregla óski eftir því að blaðamenn mæti í skýrslutöku líkt og almennir borgarar. 15. febrúar 2022 22:03
Skæruliðadeildin sem nú vill ná vopnum sínum Fjórir íslenskir blaðamenn hafa verið boðaðir til yfirheyrslu af lögreglu vegna umfjöllunar þeirra um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. En hver er þessi deild, hvað gerði hún og hvers vegna er málið nú til rannsóknar hjá lögreglu? 15. febrúar 2022 15:31