Davis tognaði illa á ökkla í sigurleik á Utah Jazz á miðvikudaginn og yfirgaf íþróttahúsið á hækjum.
Lakers star Anthony Davis will be out at least four weeks with foot sprain https://t.co/HVce51JWbc
— L.A. Times Sports (@latimessports) February 18, 2022
Eftir myndatöku kom í ljós að hann var ekki brotinn en illa tognaður. Læknalið Lakers ætlar að meta stöðuna eftir fjórar vikur.
Davos verður því frá í minnsta kosti fjórar vikur. Hann missti af sautján leikjum í röð frá desember til janúar en þá tognaði hann á hné.
Lakers er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og situr nú bara í níunda sæti með fjóra fleiri tapleiki en sigurleiki.
Anthony Davis had to be carried off the court after an apparent ankle injury.
— Bleacher Report (@BleacherReport) February 17, 2022
Prayers up pic.twitter.com/6My5gqXYnb
Lakers með spila níu leiki fram að 18. mars sem eru tímamörkin sem læknalið Lakers gefur sér til að meta stöðuna á Davis.
Anthony Davis er með 23,1 stig, 9,7 fráköst og 2,3 varin skot í leik í vetur en hann hefur spilað 37 leiki eða einum meira en hann náði á síðustu leiktíð þar sem hann var líka mikið meiddur.