Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavanda Helga María Guðmundsdóttir skrifar 18. febrúar 2022 13:31 Í gegnum tímann hafa félagasamtök stofnað hina ýmsu heilbrigðisþjónustu sem nauðsynleg er en var ekki búið að koma á lagnirnar. Sem dæmi má nefna SÁÁ sem eins og í nafninu gefur til kynna er samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavanda. SÁÁ var stofnað árið 1977 þegar þekking á áfengis- og fíknisjúkdómum var ekki mikil. Ég er mjög þakklát fyrir frumkvöðlana sem stóðu í ströngu til að stofna samtökin en í dag er þetta viðurkenndur sjúkdómur og mun meiri þekking á honum. Allir eru sammála því að það þarf sérfræðinga til að veita meðferð og því ætti þessi meðferð að vera undir heilbrigðiskefinu. Með því á að vera hægt að fjölga rýmum og stytta biðlista. Ekki bara það heldur þarf að samtvinna meðferðina á áfengis- og vímuefnavanda við rót vandans og því þarf mun betra utanumhald í meðferðinni. Vogur er afeitrun en það þarf að aðstoða fólk við að lifa án vímugjafa og eru áföll oft ástæða fyrir því að fólk verður fyrir áfengis- og vímuvanda og því þarf að vinna í áföllunum samhliða meðferðinni við sjúkdóminum. Það er enginn einstaklingur sem ætlar sér að fá sjúkdóm, þetta er ekki val. Það að eina sem stendur flestum til boða í dag sem hafa áfengis- og vímuefnasjúkdóm er að skrá sig á Vog og bíða í fleiri vikur, oft mánuði eftir meðferð. Það á ekki að vera staðan árið 2022. Áfengis- og vímuefnasjúkdómuar eru ekki einstaklingssjúkdómur heldur hefur hann áhrif á alla fjölskylduna og þessi bið getur verið hrikalega erfið. Ekki bara biðin sjálf sem maður veit ekkert hvað er löng og ekkert samband er við mann í biðinni, þegar maður fær loksins pláss eru aðeins nokkrir dagar í fyrirvara. Eftir margra mánaða bið er fólk jafnvel ekki lengur tilbúið og þá missir það af lestinni og ný bið myndast er það mætir ekki. Fyrir utan það að mér finnst agalegt hversu fá pláss eru á Vogi en þau eru aðeins 60 og einstaklingar þurfa oftast að deila herbergi með öðrum. Það nær ekki að sofa vegna þess að einstaklingurinn í sama herbergi er að hrjóta alla nóttina og það veitir ákveðið óöryggi að þurfa að deila meðferðinni með ókunnum einstaklingi. Það að hafa misst ástvin úr áfengis- og vímuefnaneyslu er erfið reynsla, maður er búinn að vera lengi að syrgja manneskjuna sem fíknin tók yfir og síðan sigrar fíknin og maður er eftir að spyrja sig hvað ef. Ég vil ekki spyrja aftur hvað ef, heldur hvað þarf til. Hvað þarf til að minnka innlagnalistann og fá betri aðstöðu? Hvenær ætar ríkið að taka yfir þessari mikilvægu heilbrigðisþjónustu? Höfundur er hjúkrunar- og fjölmiðlafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Heilbrigðismál Áfengi og tóbak Félagasamtök Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í gegnum tímann hafa félagasamtök stofnað hina ýmsu heilbrigðisþjónustu sem nauðsynleg er en var ekki búið að koma á lagnirnar. Sem dæmi má nefna SÁÁ sem eins og í nafninu gefur til kynna er samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavanda. SÁÁ var stofnað árið 1977 þegar þekking á áfengis- og fíknisjúkdómum var ekki mikil. Ég er mjög þakklát fyrir frumkvöðlana sem stóðu í ströngu til að stofna samtökin en í dag er þetta viðurkenndur sjúkdómur og mun meiri þekking á honum. Allir eru sammála því að það þarf sérfræðinga til að veita meðferð og því ætti þessi meðferð að vera undir heilbrigðiskefinu. Með því á að vera hægt að fjölga rýmum og stytta biðlista. Ekki bara það heldur þarf að samtvinna meðferðina á áfengis- og vímuefnavanda við rót vandans og því þarf mun betra utanumhald í meðferðinni. Vogur er afeitrun en það þarf að aðstoða fólk við að lifa án vímugjafa og eru áföll oft ástæða fyrir því að fólk verður fyrir áfengis- og vímuvanda og því þarf að vinna í áföllunum samhliða meðferðinni við sjúkdóminum. Það er enginn einstaklingur sem ætlar sér að fá sjúkdóm, þetta er ekki val. Það að eina sem stendur flestum til boða í dag sem hafa áfengis- og vímuefnasjúkdóm er að skrá sig á Vog og bíða í fleiri vikur, oft mánuði eftir meðferð. Það á ekki að vera staðan árið 2022. Áfengis- og vímuefnasjúkdómuar eru ekki einstaklingssjúkdómur heldur hefur hann áhrif á alla fjölskylduna og þessi bið getur verið hrikalega erfið. Ekki bara biðin sjálf sem maður veit ekkert hvað er löng og ekkert samband er við mann í biðinni, þegar maður fær loksins pláss eru aðeins nokkrir dagar í fyrirvara. Eftir margra mánaða bið er fólk jafnvel ekki lengur tilbúið og þá missir það af lestinni og ný bið myndast er það mætir ekki. Fyrir utan það að mér finnst agalegt hversu fá pláss eru á Vogi en þau eru aðeins 60 og einstaklingar þurfa oftast að deila herbergi með öðrum. Það nær ekki að sofa vegna þess að einstaklingurinn í sama herbergi er að hrjóta alla nóttina og það veitir ákveðið óöryggi að þurfa að deila meðferðinni með ókunnum einstaklingi. Það að hafa misst ástvin úr áfengis- og vímuefnaneyslu er erfið reynsla, maður er búinn að vera lengi að syrgja manneskjuna sem fíknin tók yfir og síðan sigrar fíknin og maður er eftir að spyrja sig hvað ef. Ég vil ekki spyrja aftur hvað ef, heldur hvað þarf til. Hvað þarf til að minnka innlagnalistann og fá betri aðstöðu? Hvenær ætar ríkið að taka yfir þessari mikilvægu heilbrigðisþjónustu? Höfundur er hjúkrunar- og fjölmiðlafræðingur.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar