Blóðmerar og ímynd Íslands Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 18. febrúar 2022 14:00 Ég tók þá ákvörðun fyrir mörgum árum að fara aldrei nokkurn tímann til Sádi-Arabíu. Staða kvenna og meðferð á konum þar er óásættanleg að mínu mati. Vinkona mín ætlar ekki að fara til Ungverjalands fyrr en Ungverjar eru búnir að taka sig á varðandi stöðu og réttindi samkynhneigðra þar í landi. Nú eru farnar að berast fréttir af fólki víða um heim, sem setur spurningamerki við það að ferðast til Íslands, vegna fregna af illri meðferð á dýrum í formi blóðmerahalds. Sagan fljót að berast um heiminn Myndband frá svissnesku dýraverndunarsamtökunum Animal Welfare Foundation, sem sýnir blóðtöku úr fylfullum hryssum á Íslandi hefur farið eins og eldur í sinu um heiminn. Þar fylgir sögunni, að Ísland sé eitt af örfáum ríkjum heims sem enn leyfa þessa starfsemi. Myndbandið, sem hefur vakið upp mikinn óhug og jafnvel viðbjóð, hefur leitt til víðtækrar fjölmiðlaumfjöllunar á mörgum helstu markaðssvæðum íslenskrar ferðaþjónustu. Í Þýskalandi, svo dæmi sé tekið, hafa virtir fjölmiðlar á borð við dagblaðið Süddeutsche Zeitung og sjónvarpsstöðina ARD fjallað ítarlega um málið. Niðurstaðan af þessu öllu saman er að ímynd Íslands og ekki síður ímynd íslenska hestsins, hrossaræktunar og hestaferða hefur beðið hnekki. Rétt er að geta þess að ímynd íslenska hestsins hefur lengi verið sterk og mikil umsvif eiga sér stað í „hestahagkerfinu“ á hverju ári. Þannig voru t.d. um 3300 hestar seldir úr landi á síðasta ári fyrir rúma 2,2 milljarða króna. Ætla má að blóðmerahald hafi neikvæð áhrif á „hestahagkerfið“ hér á landi. Getur valdið miklum skaða Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa þegar kemur að ferðaþjónustu. Nú þegar hefur blóðmeramálið valdið truflunum í eftirspurn. Símtölum og fyrirspurnum hefur rignt yfir ferðaþjónustufyrirtæki bæði hér heima og erlendis. Þau koma frá fólki sem er svo ofboðið að það finnur sig knúið til að leggja orð í belg og jafnvel fullvissa sig um að blóðmerahald sé ekki landlægt á Íslandi. Það liggur fyrir að sterk og góð ímynd landa og áfangastaða er eitt mikilvægasta tækið í verkfærakistunni, þegar kemur að því að selja bæði ferðir til Íslands og ekki síður íslenskar vörur á erlendum mörkuðum. Sagan segir okkur að mál á borð við þetta - nærtækt er þar að nefna hvalveiðar Íslendinga - geta valdið miklum skaða og stefnt viðskiptahagsmunum okkar erlendis í voða. Hangir saman á ímynd Íslands Það er mjög ólíklegt að þetta mál hverfi eins og fyrir töfra af sjónarsviðinu og við getum haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Mun líklegra er, að það blási upp og valdi verulegu tjóni, þegar upp er staðið. Í þessu samhengi skiptir engu máli hvað er rétt og hvað er rangt varðandi blóðtökuna og meðferð á hryssunum. Það skiptir engu máli hvað okkur finnst. Skaðinn er skeður. Skriðan er farin af stað. Við sem samfélag þurfum nú að velta því fyrir okkur hvað sé best fyrir okkur og hvaða hagsmuna við eigum að gæta í stóra samhenginu. Það má leiða að því líkum að flestir ferðamenn, sem hafa áhuga á að koma til Íslands, fordæmi blóðmerahald og það hvernig blóðið er notað. Það sama má segja um þá sem líklegir eru til að kaupa íslenska hesta. Það má líka reikna með þetta mál muni einnig hafa áhrif á sölu matvæla á erlendum mörkuðum. Allt hangir þetta saman á ímynd Íslands. Meiri hagsmunum fórnað fyrir minni? Útflutningsverðmæti á blóði úr fylfullum hryssum eru áætluð um tveir milljarðar króna á ári. Til samanburðar eru útflutningstekjur af 7700 ferðamönnum sem sækja Ísland heim um tveir milljarðar króna. Þó að umfjöllun um blóðmerahald fæli aðeins um 7700 ferðamenn frá því að koma til landsins þá eru þessir tveir milljarðar úflutningstekna tapaðir. Reynslan af áhrifum hvalveiða á ímynd Íslands og ferðaþjónustu sýnir að það er fyllilega raunhæfur fjöldi. Verði áhrifin enn meiri en það, sem er mjög líklegt, er blóðmerahald farið að valda beinum efnahagslegum skaða. Spurningin núna hlýtur því að vera sú hvar stóru hagsmunirnir liggi. Hvort að með áframhaldandi leyfisveitingum fyrir blóðmerahald, sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Til að gera langa sögu stutta: Er blóðmerahald og útflutningur á blóði úr fylfullum merum til svínaeldis góður „bisness“ fyrir Ísland í heildarsamhenginu? Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Blóðmerahald Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég tók þá ákvörðun fyrir mörgum árum að fara aldrei nokkurn tímann til Sádi-Arabíu. Staða kvenna og meðferð á konum þar er óásættanleg að mínu mati. Vinkona mín ætlar ekki að fara til Ungverjalands fyrr en Ungverjar eru búnir að taka sig á varðandi stöðu og réttindi samkynhneigðra þar í landi. Nú eru farnar að berast fréttir af fólki víða um heim, sem setur spurningamerki við það að ferðast til Íslands, vegna fregna af illri meðferð á dýrum í formi blóðmerahalds. Sagan fljót að berast um heiminn Myndband frá svissnesku dýraverndunarsamtökunum Animal Welfare Foundation, sem sýnir blóðtöku úr fylfullum hryssum á Íslandi hefur farið eins og eldur í sinu um heiminn. Þar fylgir sögunni, að Ísland sé eitt af örfáum ríkjum heims sem enn leyfa þessa starfsemi. Myndbandið, sem hefur vakið upp mikinn óhug og jafnvel viðbjóð, hefur leitt til víðtækrar fjölmiðlaumfjöllunar á mörgum helstu markaðssvæðum íslenskrar ferðaþjónustu. Í Þýskalandi, svo dæmi sé tekið, hafa virtir fjölmiðlar á borð við dagblaðið Süddeutsche Zeitung og sjónvarpsstöðina ARD fjallað ítarlega um málið. Niðurstaðan af þessu öllu saman er að ímynd Íslands og ekki síður ímynd íslenska hestsins, hrossaræktunar og hestaferða hefur beðið hnekki. Rétt er að geta þess að ímynd íslenska hestsins hefur lengi verið sterk og mikil umsvif eiga sér stað í „hestahagkerfinu“ á hverju ári. Þannig voru t.d. um 3300 hestar seldir úr landi á síðasta ári fyrir rúma 2,2 milljarða króna. Ætla má að blóðmerahald hafi neikvæð áhrif á „hestahagkerfið“ hér á landi. Getur valdið miklum skaða Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa þegar kemur að ferðaþjónustu. Nú þegar hefur blóðmeramálið valdið truflunum í eftirspurn. Símtölum og fyrirspurnum hefur rignt yfir ferðaþjónustufyrirtæki bæði hér heima og erlendis. Þau koma frá fólki sem er svo ofboðið að það finnur sig knúið til að leggja orð í belg og jafnvel fullvissa sig um að blóðmerahald sé ekki landlægt á Íslandi. Það liggur fyrir að sterk og góð ímynd landa og áfangastaða er eitt mikilvægasta tækið í verkfærakistunni, þegar kemur að því að selja bæði ferðir til Íslands og ekki síður íslenskar vörur á erlendum mörkuðum. Sagan segir okkur að mál á borð við þetta - nærtækt er þar að nefna hvalveiðar Íslendinga - geta valdið miklum skaða og stefnt viðskiptahagsmunum okkar erlendis í voða. Hangir saman á ímynd Íslands Það er mjög ólíklegt að þetta mál hverfi eins og fyrir töfra af sjónarsviðinu og við getum haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Mun líklegra er, að það blási upp og valdi verulegu tjóni, þegar upp er staðið. Í þessu samhengi skiptir engu máli hvað er rétt og hvað er rangt varðandi blóðtökuna og meðferð á hryssunum. Það skiptir engu máli hvað okkur finnst. Skaðinn er skeður. Skriðan er farin af stað. Við sem samfélag þurfum nú að velta því fyrir okkur hvað sé best fyrir okkur og hvaða hagsmuna við eigum að gæta í stóra samhenginu. Það má leiða að því líkum að flestir ferðamenn, sem hafa áhuga á að koma til Íslands, fordæmi blóðmerahald og það hvernig blóðið er notað. Það sama má segja um þá sem líklegir eru til að kaupa íslenska hesta. Það má líka reikna með þetta mál muni einnig hafa áhrif á sölu matvæla á erlendum mörkuðum. Allt hangir þetta saman á ímynd Íslands. Meiri hagsmunum fórnað fyrir minni? Útflutningsverðmæti á blóði úr fylfullum hryssum eru áætluð um tveir milljarðar króna á ári. Til samanburðar eru útflutningstekjur af 7700 ferðamönnum sem sækja Ísland heim um tveir milljarðar króna. Þó að umfjöllun um blóðmerahald fæli aðeins um 7700 ferðamenn frá því að koma til landsins þá eru þessir tveir milljarðar úflutningstekna tapaðir. Reynslan af áhrifum hvalveiða á ímynd Íslands og ferðaþjónustu sýnir að það er fyllilega raunhæfur fjöldi. Verði áhrifin enn meiri en það, sem er mjög líklegt, er blóðmerahald farið að valda beinum efnahagslegum skaða. Spurningin núna hlýtur því að vera sú hvar stóru hagsmunirnir liggi. Hvort að með áframhaldandi leyfisveitingum fyrir blóðmerahald, sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Til að gera langa sögu stutta: Er blóðmerahald og útflutningur á blóði úr fylfullum merum til svínaeldis góður „bisness“ fyrir Ísland í heildarsamhenginu? Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun