Þrumuræða Kristins um rannsókn á blaðamönnum: „Gallsúrt íslenskt afbrigði af fasisma“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. febrúar 2022 15:50 Kristinn Hrafnsson tók síðastur til máls á mótmælafundinum á Austurvelli í dag. vísir/óttar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, tók til máls á mótmælafundi sem haldinn var á Austurvelli í dag. Þar var rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á fjórum blaðamönnum mótmælt og var Kristni nokkuð heitt í hamsi. Þar fór hann um víðan völl og gagnrýndi harðlega ýmsa sem hafa komið að málinu, þá sérstaklega Sjálfstæðismenn. Líkti hann meðal annars Brynjari Níelssyni, aðstoðarmanni dómsmálaráðherra, við tjóðraðan hund sem urraði og gelti að öllum. „Og ég ætla nú ekki einu sinni að nefna með nafni aðstoðarmann hans [dómsmálaráðherra] sem þótti ekki einu sinni nógu góður af flokknum til að starfa á þingi og hefur nú verið tjóðraður við staur í túnfæti dómsmálaráðuneytisins hvar hann urrar og geltir að gestum og gangandi eins og vitfirringur,“ sagði Kristinn. Fréttastofa var viðstödd mótmælafundinn og náði þar meðal annars allri þrumuræðu Kristins á mynd. Hana er hægt að horfa á í heild sinni hér að neðan: Sambærileg mótmæli voru haldin á Akureyri í dag en báðir mótmælafundirnir voru skipulagðir að frumkvæði ungliðahreyfingar Sósíalistaflokksins en með henni stóðu að fundinum ungliðahreyfingar Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar. Frá mótmælunum á Akureyri í dag.Júlíus Freyr Theodórsson Mótmæltu vegna yfirheyrslna Mótmæli þessi voru haldin í kjölfar þess að fjórir blaðamenn voru boðaðir til yfirheyrslu hjá lögreglu vegna umfjöllunar þeirra um hina svokölluðu „skæruliðadeild“ Samherja. Yfirheyrslurnar áttu að fara fram í dag en yfirheyrslu yfir Aðalsteini Kjartanssyni, blaðamanni Stundarinnar var frestað í dag á meðan kæra frá honum um lögmæti aðgerða lögreglustjórans fer fyrir héraðsdóm. Sjá einnig: Yfirheyrslu Aðalsteins frestað Eins og segir í umfjöllun Vísis frá því fyrr í vikunni má í raun rekja málið aftur til nóvembermánaðar 2019 þegar Kveikur á RÚV fjallaði ítarlega um umsvif sjávarútvegsfélagsins Samherja í Namibíu - þar á meðal grun um mútugreiðslur, skattasniðgöngu og peningaþvætti. Umfjöllunin kollvarpaði íslensku samfélagi um stund og hafði miklar afleiðingar í för með sér fyrir Samherja sjálfan, sérstaklega á erlendri grundu. Í maí síðastliðnum birtust svo fréttir um skilaboðasendingar milli meðlima „skæruliðadeildarinnar“ í Kjarnanum og Stundinni, sem ritaðar voru af Þórði Snæ Júlíussyni ritstjóra Kjarnans og Arnari Þór Ingólfssyni blaðamanni á Kjarnanum og Aðalsteini Kjartanssyni blaðamanni á Stundinni. Fjölmiðlar Reykjavík Akureyri Lögreglumál Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira
Þar fór hann um víðan völl og gagnrýndi harðlega ýmsa sem hafa komið að málinu, þá sérstaklega Sjálfstæðismenn. Líkti hann meðal annars Brynjari Níelssyni, aðstoðarmanni dómsmálaráðherra, við tjóðraðan hund sem urraði og gelti að öllum. „Og ég ætla nú ekki einu sinni að nefna með nafni aðstoðarmann hans [dómsmálaráðherra] sem þótti ekki einu sinni nógu góður af flokknum til að starfa á þingi og hefur nú verið tjóðraður við staur í túnfæti dómsmálaráðuneytisins hvar hann urrar og geltir að gestum og gangandi eins og vitfirringur,“ sagði Kristinn. Fréttastofa var viðstödd mótmælafundinn og náði þar meðal annars allri þrumuræðu Kristins á mynd. Hana er hægt að horfa á í heild sinni hér að neðan: Sambærileg mótmæli voru haldin á Akureyri í dag en báðir mótmælafundirnir voru skipulagðir að frumkvæði ungliðahreyfingar Sósíalistaflokksins en með henni stóðu að fundinum ungliðahreyfingar Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar. Frá mótmælunum á Akureyri í dag.Júlíus Freyr Theodórsson Mótmæltu vegna yfirheyrslna Mótmæli þessi voru haldin í kjölfar þess að fjórir blaðamenn voru boðaðir til yfirheyrslu hjá lögreglu vegna umfjöllunar þeirra um hina svokölluðu „skæruliðadeild“ Samherja. Yfirheyrslurnar áttu að fara fram í dag en yfirheyrslu yfir Aðalsteini Kjartanssyni, blaðamanni Stundarinnar var frestað í dag á meðan kæra frá honum um lögmæti aðgerða lögreglustjórans fer fyrir héraðsdóm. Sjá einnig: Yfirheyrslu Aðalsteins frestað Eins og segir í umfjöllun Vísis frá því fyrr í vikunni má í raun rekja málið aftur til nóvembermánaðar 2019 þegar Kveikur á RÚV fjallaði ítarlega um umsvif sjávarútvegsfélagsins Samherja í Namibíu - þar á meðal grun um mútugreiðslur, skattasniðgöngu og peningaþvætti. Umfjöllunin kollvarpaði íslensku samfélagi um stund og hafði miklar afleiðingar í för með sér fyrir Samherja sjálfan, sérstaklega á erlendri grundu. Í maí síðastliðnum birtust svo fréttir um skilaboðasendingar milli meðlima „skæruliðadeildarinnar“ í Kjarnanum og Stundinni, sem ritaðar voru af Þórði Snæ Júlíussyni ritstjóra Kjarnans og Arnari Þór Ingólfssyni blaðamanni á Kjarnanum og Aðalsteini Kjartanssyni blaðamanni á Stundinni.
Fjölmiðlar Reykjavík Akureyri Lögreglumál Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira