„Óveður af verri gerðinni“ og jafnvel rauð viðvörun strax á mánudag Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. febrúar 2022 15:36 Frá óveðrinu 7. febrúar þegar rauð viðvörun var sett á. Vísir/vilhelm Veður er víða tekið að versna verulega en gular og appelsínugular viðvaranir Veðurstofu eru í gildi fyrir landið vestan og suðvestanvert frá því um hádegi og um landið suðaustanvert seinni partinn. „Það verður verst syðst á landinu með suðurströndinni, þar verður bæði snjókoma með köflum og svo mjög mikill vindur, 23-28 m/s í meðalvindi. Þar eru í gildi appelsínugular viðvaranir í kvöld og fram á morgundaginn,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofunni. Færð er þegar tekin að spillast en veginum frá Skógum að Vík í Mýrdal hefur verið lokað vegna veðurs og þá hefur veginum frá Markarfljóti að Vík einnig verið lokað. Óvissustig er á báðum vegum til klukkan sex síðdegis á morgun. Þá hafa björgunarsveitur á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi og Suðurlandi verið kallaðar út það sem af er degi til að losa fasta bíla vegna ófærðar. Stutt stund milli stríða Veðrið gangi að mestu niður seinni part á morgun en á mánudag er svo jafnvel útlit fyrir svipað óveður og 7. febrúar, og rauð viðvörun mögulega í kortunum. „Næsta lægð nálgast okkur síðan óðfluga síðdegis á mánudaginn og þá hvessir ört og þá er útlit fyrir óveður af verri gerðinni á landinu á mánudagskvöldið og aðfaranótt þriðjudags,“ segir Teitur. „Eins og spáin er núna virðist það slaga í að verða jafnvont og veðrið sem var 7. febrúar síðastliðinn. En við fylgjumst vel með spánum sem verða nákvæmari eftir því sem nær dregur og setjum út viðvaranir við hæfi.“ Þannig að það gæti stefnt í rauða viðvörun? „Hún verður væntanlega annað hvort appelsínugul eða rauð, það kemur í ljós þegar spárnar skýrast betur.“ Veður Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
„Það verður verst syðst á landinu með suðurströndinni, þar verður bæði snjókoma með köflum og svo mjög mikill vindur, 23-28 m/s í meðalvindi. Þar eru í gildi appelsínugular viðvaranir í kvöld og fram á morgundaginn,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofunni. Færð er þegar tekin að spillast en veginum frá Skógum að Vík í Mýrdal hefur verið lokað vegna veðurs og þá hefur veginum frá Markarfljóti að Vík einnig verið lokað. Óvissustig er á báðum vegum til klukkan sex síðdegis á morgun. Þá hafa björgunarsveitur á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi og Suðurlandi verið kallaðar út það sem af er degi til að losa fasta bíla vegna ófærðar. Stutt stund milli stríða Veðrið gangi að mestu niður seinni part á morgun en á mánudag er svo jafnvel útlit fyrir svipað óveður og 7. febrúar, og rauð viðvörun mögulega í kortunum. „Næsta lægð nálgast okkur síðan óðfluga síðdegis á mánudaginn og þá hvessir ört og þá er útlit fyrir óveður af verri gerðinni á landinu á mánudagskvöldið og aðfaranótt þriðjudags,“ segir Teitur. „Eins og spáin er núna virðist það slaga í að verða jafnvont og veðrið sem var 7. febrúar síðastliðinn. En við fylgjumst vel með spánum sem verða nákvæmari eftir því sem nær dregur og setjum út viðvaranir við hæfi.“ Þannig að það gæti stefnt í rauða viðvörun? „Hún verður væntanlega annað hvort appelsínugul eða rauð, það kemur í ljós þegar spárnar skýrast betur.“
Veður Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira