Lögreglan á Suðurlandi varar við þessu og biður fólk að hafa í huga þegar farið er um sveitir landsins. Reyndar er fólki ráðið frá því að vera á ferð um Suðurlandið í kvöld og fram á nótt þegar rauð veðurviðvörun tekur gildi á svæðinu.
Rauðu viðvaranirnar, sem eru þær alvarlegustu í viðvaranakerfi Veðurstofunnar, taka allar gildi klukkan 19 í kvöld, samkvæmt vef Veðurstofunnar. Þær gilda til 22:30 á höfuðborgarsvæðinu, 23 á Suðurlandi og 00:30 á Faxaflóa. Veðurfræðingur býst við miklu vatnsskemmdaveðri en annar hvellur gengur svo yfir landið strax í fyrramálið.
Þegar hafa borist tilkynningar um laus hross við Múla í Biskupstungum og um hreindýr austur undir Höfn í Hornafirði.