Tónlistarborgin Alexandra Briem skrifar 21. febrúar 2022 14:30 Fyrsta stefnumótunin sem ég fór fyrir var að skrifa stefnu um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík til 2030, með góðu liðssinni bæði borgarfulltrúa og starfsfólks á skóla- og frístundasviði. Það sem var strax augljóst var að það vantar meira framboð á tónlistarkennslu, það þarf að jafna tækifæri barna til að stunda tónlistarnám, draga úr kostnaðarþátttöku foreldra og það þarf að stuðla að jafnari dreifingu tónlistarkennslu milli borgarhluta. Annað sem var augljóst var Reykjavík býr í dag að ákveðnu fjöreggi sem við viljum ekki glata. Tónlistarskólar og skólahljómsveitir eru að skila mjög öflugu og góðu starfi, sem er ekki bara gott fyrir þau sem fá að njóta þess sjálf, heldur stuðlar líka að því að við hin búum í borg sem hefur af að státa öflugu tónlistarfólki á heimsmælikvarða. Hljómsveitum, einstöku tónlistarfólki, og líka höfundum tónlistar og öðrum sem leggja frekar fyrir sig útsetningu eða hljóðblöndun. Þetta er mikill menningarauður sem ég vil ekki hugsa til að missa. Stefnan miðar að því að efla tækifæri barna til tónlistarnáms, búa til hvata til þess að nýta frekar möguleika samspils og hópkennslu, og nýta betur tæknina. Á sama tíma þarf að fjölga plássum, bæði í tónlistarskólum og í skólahljómsveitum borgarinnar. Það er óheppilegt að stefnumótunin sem fór í gang á vissum uppgangstíma árið 2019, við gengum stórhuga til leiks. En þegar vinnunni lauk 2021 var einfaldlega allt önnur tíð. Mikið tekjufall, fjölgun á fjárhagsaðstoð og óvissa um framtíðina. Það svigrúm sem við höfðum fór í að efla velferðarþjónustu, bregðast við í skólaþjónustu og fara í framkvæmdir til að sporna gegn atvinnuleysi. Það var því erfitt að geta ekki farið eins kröftuglega af stað og lagt hafði verið upp með. Núna er yfirstandandi gerð aðgerðaáætlunar til að innleiða áherslur stefnunnar. Við náðum að koma tveimur áherslum til framkvæmdar í fjárhagsáætlun ársins 2022, en það eru annars vegar tilraunaverkefni um stofnun hverfiskóra í tveimur hverfum. Hitt tilraunaverkefnið snýst um fría hópkennslu í hljóðfæraleik. Þessi verkefni eru þannig að með þeim næst mikill árangur tiltölulega hratt án þess að þarfnast mikils kostnaðar í upphafi. En það skiptir gífurlega miklu máli að þessi stefna gleymist ekki, að innleiðingin fari í gang af krafti þegar svigrúm eykst. Við viljum áfram búa í öflugri tónlistarborg. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og frambjóðandi í prófkjöri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Reykjavík Skóla - og menntamál Tónlist Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Píratar Tónlistarnám Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrsta stefnumótunin sem ég fór fyrir var að skrifa stefnu um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík til 2030, með góðu liðssinni bæði borgarfulltrúa og starfsfólks á skóla- og frístundasviði. Það sem var strax augljóst var að það vantar meira framboð á tónlistarkennslu, það þarf að jafna tækifæri barna til að stunda tónlistarnám, draga úr kostnaðarþátttöku foreldra og það þarf að stuðla að jafnari dreifingu tónlistarkennslu milli borgarhluta. Annað sem var augljóst var Reykjavík býr í dag að ákveðnu fjöreggi sem við viljum ekki glata. Tónlistarskólar og skólahljómsveitir eru að skila mjög öflugu og góðu starfi, sem er ekki bara gott fyrir þau sem fá að njóta þess sjálf, heldur stuðlar líka að því að við hin búum í borg sem hefur af að státa öflugu tónlistarfólki á heimsmælikvarða. Hljómsveitum, einstöku tónlistarfólki, og líka höfundum tónlistar og öðrum sem leggja frekar fyrir sig útsetningu eða hljóðblöndun. Þetta er mikill menningarauður sem ég vil ekki hugsa til að missa. Stefnan miðar að því að efla tækifæri barna til tónlistarnáms, búa til hvata til þess að nýta frekar möguleika samspils og hópkennslu, og nýta betur tæknina. Á sama tíma þarf að fjölga plássum, bæði í tónlistarskólum og í skólahljómsveitum borgarinnar. Það er óheppilegt að stefnumótunin sem fór í gang á vissum uppgangstíma árið 2019, við gengum stórhuga til leiks. En þegar vinnunni lauk 2021 var einfaldlega allt önnur tíð. Mikið tekjufall, fjölgun á fjárhagsaðstoð og óvissa um framtíðina. Það svigrúm sem við höfðum fór í að efla velferðarþjónustu, bregðast við í skólaþjónustu og fara í framkvæmdir til að sporna gegn atvinnuleysi. Það var því erfitt að geta ekki farið eins kröftuglega af stað og lagt hafði verið upp með. Núna er yfirstandandi gerð aðgerðaáætlunar til að innleiða áherslur stefnunnar. Við náðum að koma tveimur áherslum til framkvæmdar í fjárhagsáætlun ársins 2022, en það eru annars vegar tilraunaverkefni um stofnun hverfiskóra í tveimur hverfum. Hitt tilraunaverkefnið snýst um fría hópkennslu í hljóðfæraleik. Þessi verkefni eru þannig að með þeim næst mikill árangur tiltölulega hratt án þess að þarfnast mikils kostnaðar í upphafi. En það skiptir gífurlega miklu máli að þessi stefna gleymist ekki, að innleiðingin fari í gang af krafti þegar svigrúm eykst. Við viljum áfram búa í öflugri tónlistarborg. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og frambjóðandi í prófkjöri.
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar