Blöskrar að fólk leyfi sér að réttlæta ofbeldi á samfélagsmiðlum Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 21:23 Alma Björk Ástþórsdóttir. Vísir/Einar Baráttukonu fyrir réttindum barna í skólakerfinu blöskrar umræða um mál fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla sem lenti í átökum við kennara. Fólk leyfi sér að réttlæta ofbeldi gegn börnum á samfélagsmiðlum en líti fram hjá hinu raunverulega vandamáli: kerfi sem bregðist börnum í vanda. Foreldrar stúlkunnar röktu sína hlið málsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Kennara við Dalvíkurskóla var sagt upp störfum í fyrra eftir að hafa löðrungað dóttur þeirra en var í síðustu viku dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að setja þyrfti kinnhestinn í heildarsamhengi, þar sem stúlkan hefði slegið kennarann á undan. Foreldrarnir gagnrýndu sérstaklega óvægna umræðu sem dóttir þeirra hefði þurft að þola á samfélagsmiðlum - og undir þetta tekur Alma Björk Ástþórsdóttir, stofnandi hópsins Sagan okkar, sem berst fyrir réttindum barna í skólakerfinu. „Þarna er bara verið að leggja lítið barn í einelti, hún er þrettán ára þegar þetta gerist skilst mér og fjórtán ára í dag. Mynduð þið segja þetta fyrir framan fjórtán ára gamla stelpu í dag, sem er þegar í mikilli vanlíðan?“ Alltaf eitthvað undirliggjandi Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá nokkur af ummælunum sem fallið hafa við fréttir af málinu á samfélagsmiðlum. Þar er fólki tíðrætt um meint virðingarleysi af hálfu unglinga í garð til dæmis kennara og því jafnvel fagnað að kennarinn hafi slegið á móti. „Manni blöskrar að fólk geti með einhverjum hætti réttlætt ofbeldi gegn barni, því að það að slá er ekkert annað en ofbeldi“ Hún segir að svo virðist sem fólk eigi oft auðveldara með að sætta sig við ofbeldi gegn börnum í þessu samhengi en ef fullorðnir ættu í hlut. Þá gleymist oft að taka það með í reikninginn að börn sem láta illa í skóla hafi fallið milli skips og bryggju í því sem hún kallar gallað kerfi. „Við verðum líka að muna það að þegar barn sýnir óæskilega hegðun, þá er alltaf einhver undirliggjandi þáttur.“ Samfélagsmiðlar Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
Foreldrar stúlkunnar röktu sína hlið málsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Kennara við Dalvíkurskóla var sagt upp störfum í fyrra eftir að hafa löðrungað dóttur þeirra en var í síðustu viku dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að setja þyrfti kinnhestinn í heildarsamhengi, þar sem stúlkan hefði slegið kennarann á undan. Foreldrarnir gagnrýndu sérstaklega óvægna umræðu sem dóttir þeirra hefði þurft að þola á samfélagsmiðlum - og undir þetta tekur Alma Björk Ástþórsdóttir, stofnandi hópsins Sagan okkar, sem berst fyrir réttindum barna í skólakerfinu. „Þarna er bara verið að leggja lítið barn í einelti, hún er þrettán ára þegar þetta gerist skilst mér og fjórtán ára í dag. Mynduð þið segja þetta fyrir framan fjórtán ára gamla stelpu í dag, sem er þegar í mikilli vanlíðan?“ Alltaf eitthvað undirliggjandi Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá nokkur af ummælunum sem fallið hafa við fréttir af málinu á samfélagsmiðlum. Þar er fólki tíðrætt um meint virðingarleysi af hálfu unglinga í garð til dæmis kennara og því jafnvel fagnað að kennarinn hafi slegið á móti. „Manni blöskrar að fólk geti með einhverjum hætti réttlætt ofbeldi gegn barni, því að það að slá er ekkert annað en ofbeldi“ Hún segir að svo virðist sem fólk eigi oft auðveldara með að sætta sig við ofbeldi gegn börnum í þessu samhengi en ef fullorðnir ættu í hlut. Þá gleymist oft að taka það með í reikninginn að börn sem láta illa í skóla hafi fallið milli skips og bryggju í því sem hún kallar gallað kerfi. „Við verðum líka að muna það að þegar barn sýnir óæskilega hegðun, þá er alltaf einhver undirliggjandi þáttur.“
Samfélagsmiðlar Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira