KSÍ í dauðafæri Magnús Orri Marínarson Schram skrifar 22. febrúar 2022 07:31 Vanda Sigurgeirsdóttir var kölluð til starfa hjá KSÍ þegar sambandið logaði stafnanna á milli. Hreyfingin búin að missa allan trúverðugleika, og stuðningsfólk og styrktaraðilar kröfðust aðgerða. Reynslumiklum leiðtogi með mikla þekkingu á stjórnun og áratuga alhliða reynslu úr fótboltaheiminum var skipt inná. Vöndu hefur sannarlega tekist að skapa ró og sátt hjá sambandinu eftir stormasaman tíma. Nú nokkrum mánuðum síðar er komið að ársþingi KSÍ þar sem kjósa skal formann til tveggja ára. Þá stíga strákarnir fram - enda er þetta orðið ágætt. Konan er búin að taka til eftir „vesenið“. Fyrstu 74 árin var formaðurinn KSÍ karl úr KR eða Val. Svo kom kona að norðan. Í fjóra mánuði. Það yrði meiriháttar skandall fyrir knattspyrnuhreyfinguna ef þar ætti að láta staðar numið. Það er nefnilega þörf á nýjum áherslum til þess að bæta menningu fótboltans til framtíðar. Ef í vafa - spyrjið kvennalið Þróttar. Þriðjungur iðkenda innan KSÍ eru konur og þar er helsti vaxtarbroddur hreyfingarinnar. Framundan er að auka hlut kvenna í þjálfun og stjórnun félaganna. Á sama tíma upplifum við stórkostlega breytingu í jafnréttismálum og jöfn staða kynjanna verður mál málanna næstu misserin. Þar er fótboltinn ekki undanskilinn. Gamlar lausnir duga ekki á nýjan veruleika. Vanda kom og tók til. Kona með yfirgripsmikla reynslu og þekkingu til að takast á við margþættar áskoranir sem framundan eru hjá KSÍ. Þekkir hreyfinguna sem leikmaður og þjálfari, og með bakgrunn í æskulýðs- og menntunarmálum. Er einmitt með þær áherslur sem þarf til að bæta menningu knattspyrnunnar varanlega – með áherslu á fjölbreytni og að við öll tilheyrum. Það yrði íslenskri knattspyrnu mikil lyftistöng ef KSÍ, sem var fyrst knattspyrnusambanda í Evrópu til að kjósa konu sem formann, myndi veita henni brautargengi áfram. Það yrðu frábær skilaboð inní hreyfinguna, til foreldra og sjálfboðaliða, inní íslenskt samfélagið og ekki síður fyrir fótboltann í heiminum. Vonandi nýtir hreyfingin þetta dauðafæri. Höfundur er knattspyrnuunnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fótbolti KSÍ Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Vanda Sigurgeirsdóttir var kölluð til starfa hjá KSÍ þegar sambandið logaði stafnanna á milli. Hreyfingin búin að missa allan trúverðugleika, og stuðningsfólk og styrktaraðilar kröfðust aðgerða. Reynslumiklum leiðtogi með mikla þekkingu á stjórnun og áratuga alhliða reynslu úr fótboltaheiminum var skipt inná. Vöndu hefur sannarlega tekist að skapa ró og sátt hjá sambandinu eftir stormasaman tíma. Nú nokkrum mánuðum síðar er komið að ársþingi KSÍ þar sem kjósa skal formann til tveggja ára. Þá stíga strákarnir fram - enda er þetta orðið ágætt. Konan er búin að taka til eftir „vesenið“. Fyrstu 74 árin var formaðurinn KSÍ karl úr KR eða Val. Svo kom kona að norðan. Í fjóra mánuði. Það yrði meiriháttar skandall fyrir knattspyrnuhreyfinguna ef þar ætti að láta staðar numið. Það er nefnilega þörf á nýjum áherslum til þess að bæta menningu fótboltans til framtíðar. Ef í vafa - spyrjið kvennalið Þróttar. Þriðjungur iðkenda innan KSÍ eru konur og þar er helsti vaxtarbroddur hreyfingarinnar. Framundan er að auka hlut kvenna í þjálfun og stjórnun félaganna. Á sama tíma upplifum við stórkostlega breytingu í jafnréttismálum og jöfn staða kynjanna verður mál málanna næstu misserin. Þar er fótboltinn ekki undanskilinn. Gamlar lausnir duga ekki á nýjan veruleika. Vanda kom og tók til. Kona með yfirgripsmikla reynslu og þekkingu til að takast á við margþættar áskoranir sem framundan eru hjá KSÍ. Þekkir hreyfinguna sem leikmaður og þjálfari, og með bakgrunn í æskulýðs- og menntunarmálum. Er einmitt með þær áherslur sem þarf til að bæta menningu knattspyrnunnar varanlega – með áherslu á fjölbreytni og að við öll tilheyrum. Það yrði íslenskri knattspyrnu mikil lyftistöng ef KSÍ, sem var fyrst knattspyrnusambanda í Evrópu til að kjósa konu sem formann, myndi veita henni brautargengi áfram. Það yrðu frábær skilaboð inní hreyfinguna, til foreldra og sjálfboðaliða, inní íslenskt samfélagið og ekki síður fyrir fótboltann í heiminum. Vonandi nýtir hreyfingin þetta dauðafæri. Höfundur er knattspyrnuunnandi.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar