Einangrun verði ekki lengur skylda og smitrakningu hætt í vikunni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. febrúar 2022 23:46 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kynnti áætlunina á blaðamannafundi í dag. AP/Tolga Akmen Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti þinginu í dag að frá og með 1. apríl næstkomandi verði öllum takmörkunum vegna Covid aflétt í landinu. Stór skref verða sömuleiðis tekin til afléttingar síðar í vikunni. Johnson kynnti áætlun um næstu skref í faraldrinum í dag en hann sagði nauðsynlegt að fólk lærði að lifa með faraldrinum þar sem veiran væri ekki að fara neitt. Hann vísaði þó til þess að hápunkti ómíkron bylgjunnar virðist hafa verið náð þar sem færri eru nú að greinast í Bretlandi og færri leggjast inn. Nú væri tíminn til að koma hlutunum aftur í eðlilegt horf en vera viðbúin til að bregðast við ófyrirsjáanlegum aðstæðum sem kunna að koma upp síðar í faraldrinum. British Prime Minister Boris Johnson ends all COVID-19 restrictions in England including mandatory self-isolation for those infected and free testing https://t.co/fh6UzpW055 pic.twitter.com/5a6SJc2nNS— Reuters (@Reuters) February 21, 2022 Frá og með næstkomandi fimmtudegi, 24. febrúar, munu til að mynda þeir sem hafa greinst með Covid ekki þurfa að fara í einangrun samkvæmt lögum. Áfram verður þó ráðlagt að fólk haldi sig heima og forðist samneyti við aðra í að minnsta kosti fimm sólarhringa. Þá verður smitrakningu hætt og þurfa þeir sem hafa verið í nánvígi við smitaðan einstakling ekki að taka próf daglega í sjö daga, líkt og nú kveður á um í lögum, eða fara í sóttkví. Frá og með fyrsta apríl verður síðan hætt að bjóða upp á fríar sýnatökur til almennings en áfram verður boðið upp á sýnatökur fyrir viðkvæmustu hópana. Þeir sem greinast með Covid verða beðnir um að sýna áfram persónulega ábyrgð þegar þeir ákveða hvort þeir verða heima eða ekki. Að lokum mun ríkisstjórnin ekki lengur mæla með notkun svokallaðra Covid-passa, sem fólk hefur þurft að framvísa til að sækja sér ýmsa þjónustu eða viðburði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Stefna á að aflétta öllum takmörkunum síðar í mánuðinum Mögulegt er að öllum takmörkunum vegna Covid verði aflétt síðar í þessum mánuði að sögn Boris Johnsons, forsætisráðherra Bretlands, en það er mánuði á undan áætlun. Þannig yrði meðal annars einangrun vegna Covid smits afnumin. 9. febrúar 2022 13:25 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Johnson kynnti áætlun um næstu skref í faraldrinum í dag en hann sagði nauðsynlegt að fólk lærði að lifa með faraldrinum þar sem veiran væri ekki að fara neitt. Hann vísaði þó til þess að hápunkti ómíkron bylgjunnar virðist hafa verið náð þar sem færri eru nú að greinast í Bretlandi og færri leggjast inn. Nú væri tíminn til að koma hlutunum aftur í eðlilegt horf en vera viðbúin til að bregðast við ófyrirsjáanlegum aðstæðum sem kunna að koma upp síðar í faraldrinum. British Prime Minister Boris Johnson ends all COVID-19 restrictions in England including mandatory self-isolation for those infected and free testing https://t.co/fh6UzpW055 pic.twitter.com/5a6SJc2nNS— Reuters (@Reuters) February 21, 2022 Frá og með næstkomandi fimmtudegi, 24. febrúar, munu til að mynda þeir sem hafa greinst með Covid ekki þurfa að fara í einangrun samkvæmt lögum. Áfram verður þó ráðlagt að fólk haldi sig heima og forðist samneyti við aðra í að minnsta kosti fimm sólarhringa. Þá verður smitrakningu hætt og þurfa þeir sem hafa verið í nánvígi við smitaðan einstakling ekki að taka próf daglega í sjö daga, líkt og nú kveður á um í lögum, eða fara í sóttkví. Frá og með fyrsta apríl verður síðan hætt að bjóða upp á fríar sýnatökur til almennings en áfram verður boðið upp á sýnatökur fyrir viðkvæmustu hópana. Þeir sem greinast með Covid verða beðnir um að sýna áfram persónulega ábyrgð þegar þeir ákveða hvort þeir verða heima eða ekki. Að lokum mun ríkisstjórnin ekki lengur mæla með notkun svokallaðra Covid-passa, sem fólk hefur þurft að framvísa til að sækja sér ýmsa þjónustu eða viðburði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Stefna á að aflétta öllum takmörkunum síðar í mánuðinum Mögulegt er að öllum takmörkunum vegna Covid verði aflétt síðar í þessum mánuði að sögn Boris Johnsons, forsætisráðherra Bretlands, en það er mánuði á undan áætlun. Þannig yrði meðal annars einangrun vegna Covid smits afnumin. 9. febrúar 2022 13:25 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Stefna á að aflétta öllum takmörkunum síðar í mánuðinum Mögulegt er að öllum takmörkunum vegna Covid verði aflétt síðar í þessum mánuði að sögn Boris Johnsons, forsætisráðherra Bretlands, en það er mánuði á undan áætlun. Þannig yrði meðal annars einangrun vegna Covid smits afnumin. 9. febrúar 2022 13:25