Sveitarfélög rekin með 6,4 milljarða halla á árinu Atli Ísleifsson skrifar 22. febrúar 2022 07:23 Af þeim 67 sveitarfélögum sem samantektin náði til reikna 32 þeirra með rekstrarhalla á árinu 2022 en 35 með afgangi. Vísir/Vilhelm Samantekt sem nær til 67 sveitarfélaga, þar sem í búa 99,9 prósent landsmanna, sýnir að þau verði rekin með 6,4 milljarða halla á yfirstandandi ári, eða sem nemur 1,5 prósent af tekjum. Útkomuspár benda sömuleiðis til að rekstrarhalli hafi numið þrjú prósent af tekjum á síðasta ári, en fjárhagsáætlanir gerðu ráð fyrir halla upp á 5,8 prósent. Frá þessu segir í nýrri samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga sem nær til til A-hluta sveitarfélaga, það er þeirrar starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð af skatttekjum. 35 gera ráð fyrir afgangi Á heimasíðu sambandsins má sjá að af þessum 67 sveitarfélögum reikna 32 þeirra með rekstrarhalla á árinu 2022 en 35 með afgangi. Til samanburðar sýnir útkomuspá að 27 sveitarfélög voru rekin með afgangi og 42 með halla árið 2021. Gert er ráð fyrir að skuldir og skuldbindingar sveitarfélaga verði 493 milljarðar króna í árslok 2022 sem er 117 prósent af áætluðum tekjum. Skuldahlutfallið hafi farið hækkandi undanfarin ár, verið 103 prósent árið 2017 og bendir útkomuspá til að það hafi verið 115 prósent árið 2021. Launatengd gjöld hækka Einnig segir að launatengd gjöld hafi hækkað umtalsvert umfram hækkun tekna sveitarfélaga. „Fyrir 10 árum síðan, árið 2012, námu launa og tengd gjöld réttum helmingi af tekjum. Samkvæmt fjárhagsáætlunum fyrir 2022 er gert ráð fyrir að hlutfallið verði 57%, en í útkomuspá fyrir 2021 er reiknað með 58,4%. Samkvæmt fjárhagsáætlunum er gert ráð fyrir að veltufé frá rekstri muni nema um 4% af tekjum, sem bera má saman við útkomuspá 2021 sem sýnir veltufé upp á 2,7% af tekjum. Áætlanir sveitarfélaga gera ráð fyrir að þau muni verja tæplega 70 ma.kr. til fjárfestinga árið 2022 sem er 16,5% af tekjum. Það er nokkur hækkun frá útkomuspá fyrir 2021 sem bendir til að sveitarfélög hafi varið um 15% af tekjum til fjárfestinga. Til að fjármagna fjárfestingar gera sveitarfélögin ráð fyrir að taka ný langtímalán í ár sem nemur 55 ma.kr. Á móti verða afborganir langtímalána um 19 ma.kr.,“ segir í samantektinni, en nánar má lesa um hana á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarstjórnarmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Útkomuspár benda sömuleiðis til að rekstrarhalli hafi numið þrjú prósent af tekjum á síðasta ári, en fjárhagsáætlanir gerðu ráð fyrir halla upp á 5,8 prósent. Frá þessu segir í nýrri samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga sem nær til til A-hluta sveitarfélaga, það er þeirrar starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð af skatttekjum. 35 gera ráð fyrir afgangi Á heimasíðu sambandsins má sjá að af þessum 67 sveitarfélögum reikna 32 þeirra með rekstrarhalla á árinu 2022 en 35 með afgangi. Til samanburðar sýnir útkomuspá að 27 sveitarfélög voru rekin með afgangi og 42 með halla árið 2021. Gert er ráð fyrir að skuldir og skuldbindingar sveitarfélaga verði 493 milljarðar króna í árslok 2022 sem er 117 prósent af áætluðum tekjum. Skuldahlutfallið hafi farið hækkandi undanfarin ár, verið 103 prósent árið 2017 og bendir útkomuspá til að það hafi verið 115 prósent árið 2021. Launatengd gjöld hækka Einnig segir að launatengd gjöld hafi hækkað umtalsvert umfram hækkun tekna sveitarfélaga. „Fyrir 10 árum síðan, árið 2012, námu launa og tengd gjöld réttum helmingi af tekjum. Samkvæmt fjárhagsáætlunum fyrir 2022 er gert ráð fyrir að hlutfallið verði 57%, en í útkomuspá fyrir 2021 er reiknað með 58,4%. Samkvæmt fjárhagsáætlunum er gert ráð fyrir að veltufé frá rekstri muni nema um 4% af tekjum, sem bera má saman við útkomuspá 2021 sem sýnir veltufé upp á 2,7% af tekjum. Áætlanir sveitarfélaga gera ráð fyrir að þau muni verja tæplega 70 ma.kr. til fjárfestinga árið 2022 sem er 16,5% af tekjum. Það er nokkur hækkun frá útkomuspá fyrir 2021 sem bendir til að sveitarfélög hafi varið um 15% af tekjum til fjárfestinga. Til að fjármagna fjárfestingar gera sveitarfélögin ráð fyrir að taka ný langtímalán í ár sem nemur 55 ma.kr. Á móti verða afborganir langtímalána um 19 ma.kr.,“ segir í samantektinni, en nánar má lesa um hana á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira