Dæmdur í bann út tímabilið fyrir að slá annan þjálfara Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. febrúar 2022 13:01 Juwan Howard mun ekki stýra Michigan í fleiri leikjum í deildarkeppninni á þessu tímabili. getty/John Fisher Juwan Howard, þjálfari körfuboltaliðs Michigan háskólans, hefur verið dæmdur í bann út tímabilið fyrir að kýla aðstoðarþjálfara Wisconsin í leik liðanna um helgina. Howard var mjög ósáttur við leikhlé sem Greg Gard, þjálfari Wisconsin, tók undir lokin, þegar úrslit leiksins voru ráðin. Wisconsin vann fjórtán stiga sigur, 77-63. Eftir leikinn áttu Howard og Gard í orðaskiptum. Aðstoðarþjálfari Wisconsin, Joe Krabbenhoft, kom aðvífandi og Howard sló til hans. Þá varð fjandinn laus og mikil ólæti brutust út. Og þau drógu dilk á eftir sér. Howard var dæmdur í fimm leikja bann sem þýðir að hann getur ekki stýrt Michigan það sem eftir lifir deildarkeppninnar. Þá þarf hann að borga fjörutíu þúsund Bandaríkjadali í sekt. Gard fékk tíu þúsund Bandaríkjadala sekt og Terrence Williams og Moussa Diabate, leikmenn Michigan, og Jahcobi Neath, leikmaður Wisconsin, voru dæmdir í eins leiks bann. Howard baðst afsökunar á framferði sínu í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. „Eftir að hafa haft tíma til hugsa um allt sem gerðist sé ég hversu óásættanlegar gjörðir og orð mín voru og hversu mikil áhrif þau höfðu. Ég biðst innilegrar afsökunar,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Howards. Michigan er í 8. sæti Big Ten deildarinnar í háskólakörfuboltanum með fjórtán sigra og ellefu töp. Howard tók við Michigan 2019. Hann lék með skólanum á árunum 1991-94 og var þá hluti af hinu svokallaða Fab Five liði ásamt Chris Webber og Jalen Rose. Howard lék svo í NBA-deildinni í hartnær tvo áratugi og varð tvisvar meistari með Miami Heat. Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Sjá meira
Howard var mjög ósáttur við leikhlé sem Greg Gard, þjálfari Wisconsin, tók undir lokin, þegar úrslit leiksins voru ráðin. Wisconsin vann fjórtán stiga sigur, 77-63. Eftir leikinn áttu Howard og Gard í orðaskiptum. Aðstoðarþjálfari Wisconsin, Joe Krabbenhoft, kom aðvífandi og Howard sló til hans. Þá varð fjandinn laus og mikil ólæti brutust út. Og þau drógu dilk á eftir sér. Howard var dæmdur í fimm leikja bann sem þýðir að hann getur ekki stýrt Michigan það sem eftir lifir deildarkeppninnar. Þá þarf hann að borga fjörutíu þúsund Bandaríkjadali í sekt. Gard fékk tíu þúsund Bandaríkjadala sekt og Terrence Williams og Moussa Diabate, leikmenn Michigan, og Jahcobi Neath, leikmaður Wisconsin, voru dæmdir í eins leiks bann. Howard baðst afsökunar á framferði sínu í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. „Eftir að hafa haft tíma til hugsa um allt sem gerðist sé ég hversu óásættanlegar gjörðir og orð mín voru og hversu mikil áhrif þau höfðu. Ég biðst innilegrar afsökunar,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Howards. Michigan er í 8. sæti Big Ten deildarinnar í háskólakörfuboltanum með fjórtán sigra og ellefu töp. Howard tók við Michigan 2019. Hann lék með skólanum á árunum 1991-94 og var þá hluti af hinu svokallaða Fab Five liði ásamt Chris Webber og Jalen Rose. Howard lék svo í NBA-deildinni í hartnær tvo áratugi og varð tvisvar meistari með Miami Heat.
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Sjá meira