Búið að losa flesta bílana sem festust á heiðinni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. febrúar 2022 22:44 Fjöldi bíla sat fastur á Þrengslavegi og á Hellisheiði. Vísir/Vilhelm Vel hefur gengið að moka snjó frá þeim bílum sem festust í Þrengslunum og á Hellisheiði í gær. Björgunarsveitir unnu að því í dag og í kvöld að losa fjölda bifreiða sem setið hafa fastar. Þetta segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við fréttastofu. Vegna veðurofsans sem reið yfir landið í gær sat fjöldi fólks fastur í bílum sínum á Þrengslaveginum og á Hellisheiði. Fjöldahjálparstöðvar voru opnaðar í grunnskólanum á Þorlákshöfn og í Hellisheiðarvirkjun, þangað sem fólk var flutt eftir að hafa fest bíla sína. Í dag hafa síðan skapast skilyrði til þess að grafa snjó undan og frá bílunum, sem gerði eigendum þeirra kleift að sækja þá. „Þetta voru rúmlega 70 bílar í Þrengslunum og á Hellisheiði sem björgunarsveitir unnu að því að moka frá og ferja ökumenn frá Reykjavík og að bílunum, og aðstoða við að komast í burtu. Þetta er búið að vera bara eðalbras í allan dag,“ segir Davíð. Hann gerir ráð fyrir að um hundrað björgunarsveitarmenn hafi unnið að þessu í dag. „Það var mjög mikið af bílum og það þurfti að vinna þetta skipulega til að koma þeim í burtu, þar sem þeir voru allir hvor fyrir öðrum, sem tafði að hægt væri að moka veginn til að opna hann,“ segir Davíð. Búið sé að koma flestum bílunum í burtu, en einhverjir bílar hafi bilað. Þá þurfi að sækja með dráttarbíl. Hann segir samstarf björgunarsveita og Vegagerðarinnar hafa gengið vel. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar verða vegirnir um Þrengslin og Hellisheiði ekki opnaðir fyrr en á morgun. Davíð segir þá að nokkuð rólegt hafi verið hjá björgunarsveitum í kvöld, ef miðað er við sólarhringinn á undan. „Þetta kláraðist nú að miklu leyti eftir hádegi í dag, einhver verkefni enn á Norðurlandi seinni partinn, en ekki mörg útköll í kvöld. Það er bara verið að klára að vinda ofan af þessum verkefnum sem bárust okkur í gær í þessu veðri.“ Ölfus Björgunarsveitir Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Samgöngur Veður Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Sjá meira
Þetta segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við fréttastofu. Vegna veðurofsans sem reið yfir landið í gær sat fjöldi fólks fastur í bílum sínum á Þrengslaveginum og á Hellisheiði. Fjöldahjálparstöðvar voru opnaðar í grunnskólanum á Þorlákshöfn og í Hellisheiðarvirkjun, þangað sem fólk var flutt eftir að hafa fest bíla sína. Í dag hafa síðan skapast skilyrði til þess að grafa snjó undan og frá bílunum, sem gerði eigendum þeirra kleift að sækja þá. „Þetta voru rúmlega 70 bílar í Þrengslunum og á Hellisheiði sem björgunarsveitir unnu að því að moka frá og ferja ökumenn frá Reykjavík og að bílunum, og aðstoða við að komast í burtu. Þetta er búið að vera bara eðalbras í allan dag,“ segir Davíð. Hann gerir ráð fyrir að um hundrað björgunarsveitarmenn hafi unnið að þessu í dag. „Það var mjög mikið af bílum og það þurfti að vinna þetta skipulega til að koma þeim í burtu, þar sem þeir voru allir hvor fyrir öðrum, sem tafði að hægt væri að moka veginn til að opna hann,“ segir Davíð. Búið sé að koma flestum bílunum í burtu, en einhverjir bílar hafi bilað. Þá þurfi að sækja með dráttarbíl. Hann segir samstarf björgunarsveita og Vegagerðarinnar hafa gengið vel. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar verða vegirnir um Þrengslin og Hellisheiði ekki opnaðir fyrr en á morgun. Davíð segir þá að nokkuð rólegt hafi verið hjá björgunarsveitum í kvöld, ef miðað er við sólarhringinn á undan. „Þetta kláraðist nú að miklu leyti eftir hádegi í dag, einhver verkefni enn á Norðurlandi seinni partinn, en ekki mörg útköll í kvöld. Það er bara verið að klára að vinda ofan af þessum verkefnum sem bárust okkur í gær í þessu veðri.“
Ölfus Björgunarsveitir Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Samgöngur Veður Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Sjá meira