Þjónusta við fjölskyldur í Garðabæ er mér hjartans mál Stella Stefánsdóttir skrifar 23. febrúar 2022 11:31 Þjónusta við fjölskyldur og velsæld barna og ungmenna er mér hjartans mál. Ég á fjórar dætur á aldrinum 15 til 23 ára sem hafa gengið í leik- og grunnskóla í Garðabær og stundað íþróttir- og frístundir í bænum. Ég þekki og skil þær áskoranir sem foreldrar barna og ungmenna standa frammi fyrir í amstri dagsins. Minnstu frávik í þjónustu geta flækt líf fólks. Áreiðanleg þjónusta við fjölskyldur Þjónusta við fjölskyldur á að vera í forgangi í Garðabæ. Fólk reiðir sig á heilstæða góða þjónustu leik- og grunnskóla, frístundaheimila og frístundabíls. Samþætting skóla og frístunda skiptir máli. Áreiðanleiki þjónustu er lykilatriði og hún þarf að vera aðgengileg, einföld og skilvirk. Það þarf að leggja kapp á að 1 árs börn komist inn á leikskóla nálægt heimili og að systkini hafi forgang í sama leikskóla. Tryggja þarf framsýni og fyrirsjáanleika við uppbyggingu og aðlögun grunnþjónustu í nýjum og vaxandi hverfum. Framsæknir skólar og leikskólar Ég tel mikilvægt að bjóða framsækna leik- og grunnskóla í Garðabæ sem laða að hæft starfsfólk. Það þarf að leita leiða til að efla starfsumhverfi skóla og leikskóla. Vellíðan nemenda og starfsfólks skiptir höfuðmáli. Skólakerfið og stuðningur á að efla nemendur til að hafa sjálfstraust í sínum verkefnum og til að takast á við framtíðina með áherslu á nýsköpun. Fjölbreytt íþrótta- og frístundastarf Garðabær á áfram að leggja metnað í að byggja upp góða íþróttaaðstöðu. Styrkja þarf áframhaldandi samstarf Garðabæjar við frjáls félagasamtök um skipulagt íþrótta- og frístundastarf. Það þarf að standa vörð um jafnrétti kynja og fylgja því markvisst eftir þegar stuðningur er veittur. Tryggja þarf framboð að fjölbreyttu íþrótta- og frístundastarfi. Brottfall er algengt hjá unglingum og það finna sig ekki öll börn í hefðbundnu íþrótta- og frístundastarfi. Leita þarf leiða til að grípa þessi ungmenni og styðja þau til virkni og félagslegrar samveru. Einnig þarf að leggja kapp á að að yngri börn geti stundað algengar íþróttagreinar og vinsælt frístundastarf að einhverju marki nálægt heimili sínu og að umfang íþróttamannvirkja vaxi í takt við fólksfjölgun. Gæðastundir í nærumhverfinu - Ég læt verkin tala Það er fátt yndislegra en gæðastundir með fjölskyldunni. Ég tel mikilvægt að fjölskyldur í Garðabæ getið upplifað menningu, útivist og bæjarbrag í nærumhverfinu. Það þarf að efla Garðatorg, hverfiskjarna, opin svæði og tækifæri til gæðastunda fjölskyldna innan Garðabæjar. Ég tel að við eigum að fá börn og ungmenni að skipulagninu á nærumhverfinu. Sem formaður stjórnar Hönnunarsafnsins á þessu kjörtímabili hef ég sýnt í verki að mér í annt um börn og ungmenni og er reiðubúin að láta til mín taka með hagsmuni barna að leiðarljósi. Það hefur verið lögð rík áhersla á að gera safnið áhugavert fyrir börn. Safnfræðsla hefur verið stórefld og Hönnunarskóli Íslands var settur á laggirnar fyrir ungmenni. Ég hef talað fyrir því að hvatningasjóður ungra listamanna verði útvikkaður þannig að ungir hönnuðir séu jafnframt gjaldgengir við úthlutun. Þetta var samþykkt í síðustu viku. Höfundur er varabæjarfulltrúi og gefur kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Stella Stefánsdóttir Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skóla - og menntamál Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Þjónusta við fjölskyldur og velsæld barna og ungmenna er mér hjartans mál. Ég á fjórar dætur á aldrinum 15 til 23 ára sem hafa gengið í leik- og grunnskóla í Garðabær og stundað íþróttir- og frístundir í bænum. Ég þekki og skil þær áskoranir sem foreldrar barna og ungmenna standa frammi fyrir í amstri dagsins. Minnstu frávik í þjónustu geta flækt líf fólks. Áreiðanleg þjónusta við fjölskyldur Þjónusta við fjölskyldur á að vera í forgangi í Garðabæ. Fólk reiðir sig á heilstæða góða þjónustu leik- og grunnskóla, frístundaheimila og frístundabíls. Samþætting skóla og frístunda skiptir máli. Áreiðanleiki þjónustu er lykilatriði og hún þarf að vera aðgengileg, einföld og skilvirk. Það þarf að leggja kapp á að 1 árs börn komist inn á leikskóla nálægt heimili og að systkini hafi forgang í sama leikskóla. Tryggja þarf framsýni og fyrirsjáanleika við uppbyggingu og aðlögun grunnþjónustu í nýjum og vaxandi hverfum. Framsæknir skólar og leikskólar Ég tel mikilvægt að bjóða framsækna leik- og grunnskóla í Garðabæ sem laða að hæft starfsfólk. Það þarf að leita leiða til að efla starfsumhverfi skóla og leikskóla. Vellíðan nemenda og starfsfólks skiptir höfuðmáli. Skólakerfið og stuðningur á að efla nemendur til að hafa sjálfstraust í sínum verkefnum og til að takast á við framtíðina með áherslu á nýsköpun. Fjölbreytt íþrótta- og frístundastarf Garðabær á áfram að leggja metnað í að byggja upp góða íþróttaaðstöðu. Styrkja þarf áframhaldandi samstarf Garðabæjar við frjáls félagasamtök um skipulagt íþrótta- og frístundastarf. Það þarf að standa vörð um jafnrétti kynja og fylgja því markvisst eftir þegar stuðningur er veittur. Tryggja þarf framboð að fjölbreyttu íþrótta- og frístundastarfi. Brottfall er algengt hjá unglingum og það finna sig ekki öll börn í hefðbundnu íþrótta- og frístundastarfi. Leita þarf leiða til að grípa þessi ungmenni og styðja þau til virkni og félagslegrar samveru. Einnig þarf að leggja kapp á að að yngri börn geti stundað algengar íþróttagreinar og vinsælt frístundastarf að einhverju marki nálægt heimili sínu og að umfang íþróttamannvirkja vaxi í takt við fólksfjölgun. Gæðastundir í nærumhverfinu - Ég læt verkin tala Það er fátt yndislegra en gæðastundir með fjölskyldunni. Ég tel mikilvægt að fjölskyldur í Garðabæ getið upplifað menningu, útivist og bæjarbrag í nærumhverfinu. Það þarf að efla Garðatorg, hverfiskjarna, opin svæði og tækifæri til gæðastunda fjölskyldna innan Garðabæjar. Ég tel að við eigum að fá börn og ungmenni að skipulagninu á nærumhverfinu. Sem formaður stjórnar Hönnunarsafnsins á þessu kjörtímabili hef ég sýnt í verki að mér í annt um börn og ungmenni og er reiðubúin að láta til mín taka með hagsmuni barna að leiðarljósi. Það hefur verið lögð rík áhersla á að gera safnið áhugavert fyrir börn. Safnfræðsla hefur verið stórefld og Hönnunarskóli Íslands var settur á laggirnar fyrir ungmenni. Ég hef talað fyrir því að hvatningasjóður ungra listamanna verði útvikkaður þannig að ungir hönnuðir séu jafnframt gjaldgengir við úthlutun. Þetta var samþykkt í síðustu viku. Höfundur er varabæjarfulltrúi og gefur kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun