Ágúst hættur hjá KKÍ í ljósi umræðu síðustu daga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. febrúar 2022 15:57 Ágúst er einn reynslumesti þjálfari landsins í körfubolta. Vísir/Bára Dröfn Ágúst S. Björgvinsson er hættur störfum fyrir Körfuknattleikssamband Íslands að eigin ósk. Þetta kemur fram í yfirlýsingu hjá Körfuknattleikssambandi Íslands. Ágúst hafði sinnt fjölbreyttum verkefnum hjá sambandinu undanfarin sex ár. „Í ljósi umræðu síðustu daga hefur þjálfarinn að eigin ósk látið af störfum hjá sambandinu,“ segir í yfirlýsingu KKÍ. Fyrr í þessum mánuði stigu forráðamenn Aþenu fram í myndbandi og kröfðust aðgerða af hálfu KKÍ vegna kynbundins ofbeldis, meðal annars til að konur og stúlkur gætu stundað körfubolta án þess að eiga á hættu að vera áreittar kynferðislega. Sagt upp sökum trúnaðarbrests KKÍ svaraði umfjölluninni í yfirlýsingu í dag, vísaði á bug fullyrðingum um þöggun og aðgerðarleysi, en tók jafnframt fram að breytingar hefðu orðið í starfshópnum nýlega og ýmislegt yrði gert öðruvísi í dag. Ágústi var sagt upp störfum sem þjálfari kvennalandsliðsins árið 2009. Var ástæðan sögð trúnaðarbrestur. „Ég vil halda því á milli mín og stjórnar KKÍ að svo stöddu. Ég kýs ekki að tjá mig um það,“ sagði Ágúst í viðtali við Vísi fyrir þrettán árum. KKÍ vísaði til þess á sínum tíma að um væri að ræða viðkvæmt og leiðinlegt mál. Hann var svo ráðinn aftur til sambandsins árið 2015 til að stýra þjálfaramenntun hjá KKÍ. Auk þess hefur hann þjálfað yngri landslið Íslands undanfarin ár, síðast sextán ára landslið karla. Ekki náðist í Ágúst Björgvinsson við vinnslu fréttarinnar. Ósátt við að ekki sé greint frá ástæðu brottrekstrar Aþena gagnrýndi að ástæðu brottrekstursins árið 2009 hefði verið haldið leyndri. Sömu sögu væri að segja um Leif Garðarsson, reyndan dómara og skólastjóra, sem var gert að hætta að dæma körfuboltaleiki hér á landi árið 2020. „Formaður KKÍ telur að líkt og önnur fyrirtæki þá ætti hreyfingin ekki greina frá því þegar ástæða uppsagnar landsliðsþjálfara eða dómara er kynferðisleg áreitni. Augljóst er að landsþjálfari eða dómari er ekki venjulegur starfsmaður í fyrirtæki,“ sagði í yfirlýsingu Aþenu. KKÍ segist hafa sagt dómaranum upp störfum árið 2020 eftir að þolandi leitaði til forystu KKÍ með upplýsingar um ósæmileg samskipti við leikmenn á samfélagsmiðlum. Tæpu ári eftir uppsögnina fluttu fjölmiðlar fréttir af uppsögninni en keppni í körfubolta hafði legið niðri stóran hluta ársins 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. Þá segir KKÍ að sambandið hefði í dag brugðist öðruvísi við en að velja karlmann, sem hlotið hafði dóm og afplánað fyrir nauðgun, aftur í landsliðið nokkrum árum síðar. Um er að ræða Sigurð Þorvaldsson sem spilaði tvo leiki fyrir Íslands hönd árið 2014 eftir að hafa hlotið dóm árið 2010. Fimm stúlkur sem spila með Aþenu hafa verið valdar í æfingahóp yngri landsliða í vetur. Fjórar þeirra hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér í æfingarnar en sú fimmta er enn í æfingahópnum samkvæmt upplýsingum frá KKÍ. Íslenski körfuboltinn MeToo Íþróttir barna Tengdar fréttir KKÍ vísar öllum ásökunum Aþenu á bug Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana Aþenu um þöggun og aðgerðarleysi vegna kynbundins ofbeldis innan körfuboltahreyfingarinnar á Íslandi. 23. febrúar 2022 12:08 Segja KKÍ vilja þagga kynbundið ofbeldi Aþena íþróttafélag krefst aðgerða af hálfu Körfuknattleikssambands Íslands. Forráðamenn félagsins telja stöðuna óásættanlega og stúlkur ekki öruggar innan vébanda sambandsins vegna óuppgerðra mála og aðgerðarleysis varðandi kynbundið ofbeldi. 15. febrúar 2022 14:18 Mest lesið Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - Fram 33-36 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
„Í ljósi umræðu síðustu daga hefur þjálfarinn að eigin ósk látið af störfum hjá sambandinu,“ segir í yfirlýsingu KKÍ. Fyrr í þessum mánuði stigu forráðamenn Aþenu fram í myndbandi og kröfðust aðgerða af hálfu KKÍ vegna kynbundins ofbeldis, meðal annars til að konur og stúlkur gætu stundað körfubolta án þess að eiga á hættu að vera áreittar kynferðislega. Sagt upp sökum trúnaðarbrests KKÍ svaraði umfjölluninni í yfirlýsingu í dag, vísaði á bug fullyrðingum um þöggun og aðgerðarleysi, en tók jafnframt fram að breytingar hefðu orðið í starfshópnum nýlega og ýmislegt yrði gert öðruvísi í dag. Ágústi var sagt upp störfum sem þjálfari kvennalandsliðsins árið 2009. Var ástæðan sögð trúnaðarbrestur. „Ég vil halda því á milli mín og stjórnar KKÍ að svo stöddu. Ég kýs ekki að tjá mig um það,“ sagði Ágúst í viðtali við Vísi fyrir þrettán árum. KKÍ vísaði til þess á sínum tíma að um væri að ræða viðkvæmt og leiðinlegt mál. Hann var svo ráðinn aftur til sambandsins árið 2015 til að stýra þjálfaramenntun hjá KKÍ. Auk þess hefur hann þjálfað yngri landslið Íslands undanfarin ár, síðast sextán ára landslið karla. Ekki náðist í Ágúst Björgvinsson við vinnslu fréttarinnar. Ósátt við að ekki sé greint frá ástæðu brottrekstrar Aþena gagnrýndi að ástæðu brottrekstursins árið 2009 hefði verið haldið leyndri. Sömu sögu væri að segja um Leif Garðarsson, reyndan dómara og skólastjóra, sem var gert að hætta að dæma körfuboltaleiki hér á landi árið 2020. „Formaður KKÍ telur að líkt og önnur fyrirtæki þá ætti hreyfingin ekki greina frá því þegar ástæða uppsagnar landsliðsþjálfara eða dómara er kynferðisleg áreitni. Augljóst er að landsþjálfari eða dómari er ekki venjulegur starfsmaður í fyrirtæki,“ sagði í yfirlýsingu Aþenu. KKÍ segist hafa sagt dómaranum upp störfum árið 2020 eftir að þolandi leitaði til forystu KKÍ með upplýsingar um ósæmileg samskipti við leikmenn á samfélagsmiðlum. Tæpu ári eftir uppsögnina fluttu fjölmiðlar fréttir af uppsögninni en keppni í körfubolta hafði legið niðri stóran hluta ársins 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. Þá segir KKÍ að sambandið hefði í dag brugðist öðruvísi við en að velja karlmann, sem hlotið hafði dóm og afplánað fyrir nauðgun, aftur í landsliðið nokkrum árum síðar. Um er að ræða Sigurð Þorvaldsson sem spilaði tvo leiki fyrir Íslands hönd árið 2014 eftir að hafa hlotið dóm árið 2010. Fimm stúlkur sem spila með Aþenu hafa verið valdar í æfingahóp yngri landsliða í vetur. Fjórar þeirra hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér í æfingarnar en sú fimmta er enn í æfingahópnum samkvæmt upplýsingum frá KKÍ.
Íslenski körfuboltinn MeToo Íþróttir barna Tengdar fréttir KKÍ vísar öllum ásökunum Aþenu á bug Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana Aþenu um þöggun og aðgerðarleysi vegna kynbundins ofbeldis innan körfuboltahreyfingarinnar á Íslandi. 23. febrúar 2022 12:08 Segja KKÍ vilja þagga kynbundið ofbeldi Aþena íþróttafélag krefst aðgerða af hálfu Körfuknattleikssambands Íslands. Forráðamenn félagsins telja stöðuna óásættanlega og stúlkur ekki öruggar innan vébanda sambandsins vegna óuppgerðra mála og aðgerðarleysis varðandi kynbundið ofbeldi. 15. febrúar 2022 14:18 Mest lesið Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - Fram 33-36 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
KKÍ vísar öllum ásökunum Aþenu á bug Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana Aþenu um þöggun og aðgerðarleysi vegna kynbundins ofbeldis innan körfuboltahreyfingarinnar á Íslandi. 23. febrúar 2022 12:08
Segja KKÍ vilja þagga kynbundið ofbeldi Aþena íþróttafélag krefst aðgerða af hálfu Körfuknattleikssambands Íslands. Forráðamenn félagsins telja stöðuna óásættanlega og stúlkur ekki öruggar innan vébanda sambandsins vegna óuppgerðra mála og aðgerðarleysis varðandi kynbundið ofbeldi. 15. febrúar 2022 14:18
Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn