Konur til áhrifa í sjávarútvegi Svandís Svavarsdóttir skrifar 23. febrúar 2022 19:01 Í sjávarútvegi, þessari rótgrónu atvinnugrein sem hér hefur verið stunduð um aldir, blasa við mörg tækifæri. Og þótt fiskveiðistjórnunarkerfið hafi valdið áratuga deilum er ekki hægt að líta fram hjá því hversu margt hefur gengið upp. Mörg störf hafa skapast, fjölbreytt störf, við veiðar, vinnslu, markaðssetningu, tækni, alþjóðaviðskipti og stjórnun svo eitthvað sé nefnt. Það er þó ekki svo langt síðan að nær einungis karlar sinntu þessum störfum. Þetta var karllægur heimur og er það að mörgu leyti enn. En hvað getum við fullyrt um slíkt? Jafnréttismál í forgrunni ákvarðanatöku Félag kvenna í sjávarútvegi (KIS) hefur nú í annað sinn haft forgöngu um rannsókn meðal æðstu stjórnenda fyrirtækja með það að markmiði að afla betri upplýsinga um stöðu kvenna innan þessarar mikilvægu greinar. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í dag í opnu streymi á síðu KIS og ég fékk þann heiður að flytja ávarp. Þetta er mikilvægt framtak hjá KIS því rannsóknir styðja við ákvarðanir okkar stjórnmálamanna. Þessi rannsókn rímar afar vel við þá áherslu ríkisstjórnarinnar að hafa jafnréttismál áfram í forgrunni við ákvarðanatöku. Þetta styður við mín feminísku markmið í starfi og í lífinu öllu og ég mun að sjálfsögðu leggja mikla áherslu á að vinna að auknu jafnrétti innan sjávarútvegs og tengdra greina í nýju ráðuneyti matvæla. Þessi rannsókn nýtist mér sem tól í því verkefni. Byggja þarf á traustum gögnum til að auka jafnrétti Þótt enn eimi eftir af karllægri slagsíðu í sjávarútvegi þá sjáum við konur hasla sér völl í greininni í auknum mæli. En betur má ef duga skal og eitt af þeim verkefnum sem ég mun leggja áherslu á er að bæta enn frekar gögn og upplýsingar um stöðu kvenna innan greinarinnar. Því ef það á að ráðast í aðgerðir til að bæta stöðu kvenna þá er nauðsynlegt að byggja þær á góðum og traustum grunni. Það kann að virðast snúið að meta áhrif frumvarps - um til að mynda sandkola á jafnrétti. En til þess að gera það, þarf að setja upp félagsleg gleraugu, kynjagleraugu. Hvaða áhrif hefur þetta á atvinnu? Hvaða áhrif hefur ákvörðun á félagslega stöðu kvenna víða um land? Með því að setja upp félagsleg gleraugu jafnréttis má horfa á öll mál í nýju ljósi. Það hef ég tamið mér í mínum störfum hingað til og það mun gera áfram. Niðurstöður rannsóknar sem kynntar voru í morgun eru mikilvægar fyrir okkur öll. Við þurfum að vita á hvaða grunni við stöndum til að greina betur í hvaða átt við viljum stefna. Við þurfum að vita hvar við stöndum höllum fæti svo við getum greint betur sóknarfærin. Í rannsókninni koma fram mjög áhugaverðar niðurstöður. Það kemur t.d. í ljós, þótt það komi því miður ekki á óvart, að of mörg fyrirtæki á sviði sjávarútvegs hafa enga konu í stjórnendateyminu. Fjölbreyttir vinnustaðir eru betri vinnustaðir Þetta skiptir máli, því það er mikilvægt og dýrmætt fyrir okkur í öllum kimum samfélagsins að fagna fjölbreytileikanum og mismuna aldrei fólki. Það er nauðsynlegt að brjóta upp kynjakerfi sem er skaðlegt fyrir stöðu, tækifæri og þátttöku fyrir okkur öll, hvort sem við erum karl, kona eða kynsegin. Ef við brjótum niður þessi heimatilbúnu kerfi okkar verða vinnustaðir líka betri og eftirsóttari og ef orðspor vinnustaðarins er gott, gengur betur að laða til sín gott fólk. Verkefnið fram undan er að auka verðmæti auðlindanna enn frekar og tryggja það að við getum áfram nýtt auðlindir hafsins með sjálfbærum hætti og nýtt hugmyndaauðgi karla og kvenna til frekari framþróunar á þessu sviði. Ég óska félagi kvenna í sjávarútvegi til hamingju með áhugaverða rannsókn og þá forgöngu sem félagið hefur haft um að auka skilning og afla gagna um stöðu kvenna innan atvinnugreinarinnar. Það veitir mér innblástur að skynja þennan kraft kvenna í matvælatengdri starfsemi. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Sjávarútvegur Jafnréttismál Vinstri græn Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í sjávarútvegi, þessari rótgrónu atvinnugrein sem hér hefur verið stunduð um aldir, blasa við mörg tækifæri. Og þótt fiskveiðistjórnunarkerfið hafi valdið áratuga deilum er ekki hægt að líta fram hjá því hversu margt hefur gengið upp. Mörg störf hafa skapast, fjölbreytt störf, við veiðar, vinnslu, markaðssetningu, tækni, alþjóðaviðskipti og stjórnun svo eitthvað sé nefnt. Það er þó ekki svo langt síðan að nær einungis karlar sinntu þessum störfum. Þetta var karllægur heimur og er það að mörgu leyti enn. En hvað getum við fullyrt um slíkt? Jafnréttismál í forgrunni ákvarðanatöku Félag kvenna í sjávarútvegi (KIS) hefur nú í annað sinn haft forgöngu um rannsókn meðal æðstu stjórnenda fyrirtækja með það að markmiði að afla betri upplýsinga um stöðu kvenna innan þessarar mikilvægu greinar. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í dag í opnu streymi á síðu KIS og ég fékk þann heiður að flytja ávarp. Þetta er mikilvægt framtak hjá KIS því rannsóknir styðja við ákvarðanir okkar stjórnmálamanna. Þessi rannsókn rímar afar vel við þá áherslu ríkisstjórnarinnar að hafa jafnréttismál áfram í forgrunni við ákvarðanatöku. Þetta styður við mín feminísku markmið í starfi og í lífinu öllu og ég mun að sjálfsögðu leggja mikla áherslu á að vinna að auknu jafnrétti innan sjávarútvegs og tengdra greina í nýju ráðuneyti matvæla. Þessi rannsókn nýtist mér sem tól í því verkefni. Byggja þarf á traustum gögnum til að auka jafnrétti Þótt enn eimi eftir af karllægri slagsíðu í sjávarútvegi þá sjáum við konur hasla sér völl í greininni í auknum mæli. En betur má ef duga skal og eitt af þeim verkefnum sem ég mun leggja áherslu á er að bæta enn frekar gögn og upplýsingar um stöðu kvenna innan greinarinnar. Því ef það á að ráðast í aðgerðir til að bæta stöðu kvenna þá er nauðsynlegt að byggja þær á góðum og traustum grunni. Það kann að virðast snúið að meta áhrif frumvarps - um til að mynda sandkola á jafnrétti. En til þess að gera það, þarf að setja upp félagsleg gleraugu, kynjagleraugu. Hvaða áhrif hefur þetta á atvinnu? Hvaða áhrif hefur ákvörðun á félagslega stöðu kvenna víða um land? Með því að setja upp félagsleg gleraugu jafnréttis má horfa á öll mál í nýju ljósi. Það hef ég tamið mér í mínum störfum hingað til og það mun gera áfram. Niðurstöður rannsóknar sem kynntar voru í morgun eru mikilvægar fyrir okkur öll. Við þurfum að vita á hvaða grunni við stöndum til að greina betur í hvaða átt við viljum stefna. Við þurfum að vita hvar við stöndum höllum fæti svo við getum greint betur sóknarfærin. Í rannsókninni koma fram mjög áhugaverðar niðurstöður. Það kemur t.d. í ljós, þótt það komi því miður ekki á óvart, að of mörg fyrirtæki á sviði sjávarútvegs hafa enga konu í stjórnendateyminu. Fjölbreyttir vinnustaðir eru betri vinnustaðir Þetta skiptir máli, því það er mikilvægt og dýrmætt fyrir okkur í öllum kimum samfélagsins að fagna fjölbreytileikanum og mismuna aldrei fólki. Það er nauðsynlegt að brjóta upp kynjakerfi sem er skaðlegt fyrir stöðu, tækifæri og þátttöku fyrir okkur öll, hvort sem við erum karl, kona eða kynsegin. Ef við brjótum niður þessi heimatilbúnu kerfi okkar verða vinnustaðir líka betri og eftirsóttari og ef orðspor vinnustaðarins er gott, gengur betur að laða til sín gott fólk. Verkefnið fram undan er að auka verðmæti auðlindanna enn frekar og tryggja það að við getum áfram nýtt auðlindir hafsins með sjálfbærum hætti og nýtt hugmyndaauðgi karla og kvenna til frekari framþróunar á þessu sviði. Ég óska félagi kvenna í sjávarútvegi til hamingju með áhugaverða rannsókn og þá forgöngu sem félagið hefur haft um að auka skilning og afla gagna um stöðu kvenna innan atvinnugreinarinnar. Það veitir mér innblástur að skynja þennan kraft kvenna í matvælatengdri starfsemi. Höfundur er matvælaráðherra.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun