Innlent

Grunaðar um þjófnað úr verslun í verslunar­mið­stöð

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla stöðvaði í tvígang ökumenn sem grunaðir eru um ölvun við akstur.
Lögregla stöðvaði í tvígang ökumenn sem grunaðir eru um ölvun við akstur. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um þjófnað í verslun í verslunarmiðstöð í hverfi 103 í Reykjavík upp úr klukkan 18:30 í gærkvöldi. Tvær konur eru þar grunaðar um að hafa stolið vörum að verðmæti 60 þúsund króna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Þar segir að önnur konan sé einnig grunuð um vörslu ólöglegra fíkniefna og lyfja. Málið er afgreitt með vettvangsskýrslum.

Í tilkynningunni segir einnig frá lögregla hafi í tvígang þurft að hafa afskipti af ökumönnum, annars vegar í hverfi 105 og svo 113, sem grunaðir eru um ölvun við akstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×