Rússneski sendiherrann kallaður á teppið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. febrúar 2022 11:24 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur áhyggjur af stöðunni. Vísir/Egill Mikhaíl V. Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi var kallaður á teppið í utanríkisráðuneytingu, bæði í gær og í dag, þar sem íslensk stjórnvöld fordæmdu árásir Rússa í Úkraínu. Forsætisráðherra segir það sorglegt að stríðsátök hafi brotist út í Evrópu. Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. Þjóðaröryggisráð Íslands mun fara yfir stöðuna á fundi á eftir og segir Katrín Jakobsdóttir í samtali við fréttastofu að ljóst sé að Ísland muni taka þátt í þeim refsiaðgerðum sem vestræn ríki munu grípa til vegna aðgerða Rússa í Úkraínu. „Það liggur algjörlega fyrir að Ísland mun taka þátt í þeim efnahagslegu refsiaðgerðum sem eru fyrirhugaðar og þær auðvitað voru þegar hafnar af hálfu Evrópusambandsins og samstarfsríkja Evrópusambandsins sem eru meðal annars Ísland og Noregur. Þar munu koma til harðari þvingunaraðgerðir og eins liggur það fyrir að það verður aukinn viðbúnaður af hálfu Atlantshafsbandalagsins vegna þessarar stöðu,“ sagði Katrín. Reiknar með meiri umferð um varnarsvæðið Reiknar hún ekki með aukinni viðveru herliðs á vegum Atlantshafsbandalagsins hér á landi, en líklegt sé þó að umferð um varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli muni aukast á næstunni vegna átakanna í Úkraínu. Aukafréttatími vegna innrásarinnar verður í opinni dagskrá á Stöð 2, Vísi og Stöð 2 Vísi og Bylgjunni klukkan 12. Íslensk stjórnvöld hafa fordæmt innrásina í Úkraínu. Í yfirlýsingu íslenskra stjórnvalda vegna málsins er lýst yfir harmi yfir þeirri eyðileggingu og þjáningu sem slík innrás mun óhjákvæmilega veldur. Afstöðu íslenskra stjórnvalda hefur verið komið á framfæri við sendiherra Rússlands hér á landi. „Já, það hefur verið gert. Hann var kallaður hingað í gær og kallaður aftur hingað í dag,“ sagði Katrín. Hún segir að það sé sorglegt að stríðsátök séu hafin í Evrópu. „Íslensk stjórnvöld hafa fordæmt þessa innrás og að sjálfsögðu höfum við áhyggjur. Ekki síst af óbreyttum borgurum. Við höfum áhyggjur að þessi stríðsátök geti magnast upp og valdið ómældum hörmungum og það er auðvitað bara sorglegt að við séum að horfa upp á stríðsátök í Evrópu á þessum tímum.“ Rússland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Tengdar fréttir Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23 Úkraína óskar eftir neyðarfundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Úkraína hefur óskað eftir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman á neyðarfundi vegna ástandsins í landinu. Gervihnattamyndir sýna skýrt liðssöfnun Rússa við landamærin. 23. febrúar 2022 22:55 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira
Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. Þjóðaröryggisráð Íslands mun fara yfir stöðuna á fundi á eftir og segir Katrín Jakobsdóttir í samtali við fréttastofu að ljóst sé að Ísland muni taka þátt í þeim refsiaðgerðum sem vestræn ríki munu grípa til vegna aðgerða Rússa í Úkraínu. „Það liggur algjörlega fyrir að Ísland mun taka þátt í þeim efnahagslegu refsiaðgerðum sem eru fyrirhugaðar og þær auðvitað voru þegar hafnar af hálfu Evrópusambandsins og samstarfsríkja Evrópusambandsins sem eru meðal annars Ísland og Noregur. Þar munu koma til harðari þvingunaraðgerðir og eins liggur það fyrir að það verður aukinn viðbúnaður af hálfu Atlantshafsbandalagsins vegna þessarar stöðu,“ sagði Katrín. Reiknar með meiri umferð um varnarsvæðið Reiknar hún ekki með aukinni viðveru herliðs á vegum Atlantshafsbandalagsins hér á landi, en líklegt sé þó að umferð um varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli muni aukast á næstunni vegna átakanna í Úkraínu. Aukafréttatími vegna innrásarinnar verður í opinni dagskrá á Stöð 2, Vísi og Stöð 2 Vísi og Bylgjunni klukkan 12. Íslensk stjórnvöld hafa fordæmt innrásina í Úkraínu. Í yfirlýsingu íslenskra stjórnvalda vegna málsins er lýst yfir harmi yfir þeirri eyðileggingu og þjáningu sem slík innrás mun óhjákvæmilega veldur. Afstöðu íslenskra stjórnvalda hefur verið komið á framfæri við sendiherra Rússlands hér á landi. „Já, það hefur verið gert. Hann var kallaður hingað í gær og kallaður aftur hingað í dag,“ sagði Katrín. Hún segir að það sé sorglegt að stríðsátök séu hafin í Evrópu. „Íslensk stjórnvöld hafa fordæmt þessa innrás og að sjálfsögðu höfum við áhyggjur. Ekki síst af óbreyttum borgurum. Við höfum áhyggjur að þessi stríðsátök geti magnast upp og valdið ómældum hörmungum og það er auðvitað bara sorglegt að við séum að horfa upp á stríðsátök í Evrópu á þessum tímum.“
Rússland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Tengdar fréttir Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23 Úkraína óskar eftir neyðarfundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Úkraína hefur óskað eftir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman á neyðarfundi vegna ástandsins í landinu. Gervihnattamyndir sýna skýrt liðssöfnun Rússa við landamærin. 23. febrúar 2022 22:55 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira
Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23
Úkraína óskar eftir neyðarfundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Úkraína hefur óskað eftir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman á neyðarfundi vegna ástandsins í landinu. Gervihnattamyndir sýna skýrt liðssöfnun Rússa við landamærin. 23. febrúar 2022 22:55