Fjármálaafglöp í glerhúsi Valgerður Sigurðardóttir skrifar 25. febrúar 2022 07:01 Borgarstjóri fór mikinn í fjölmiðlum á miðvikudag þar sem hann sagði söluna á eignarhlutum Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun til ríkisins árið 2006 vera mestu fjármálaafglöp sögunnar á sveitarstjórnarstigi. Þetta er stór fullyrðing og merkilegt að henni sé kastað fram á þessum tímapunkti þegar stutt er í kosningar. Fátt annað hefur verið í umræðunni á þessu kjörtímabili en fjármálaafglöp þess meirihluta er borgarstjóri fer fyrir. Þar sem hvert málið hefur rekið annað, sem hafa kostað okkur skattgreiðendur Reykjavíkurborgar háar fjárhæðir. Mál sem við í Sjálfstæðisflokknum höfum verið dugleg að gagnrýna, enda fjármál Reykjavíkurborgar í ólestri. Þrátt fyrir tekjuaukningu ár eftir ár á kjörtímabilinu hafa útgjöld verið langt umfram innkomu og því hafa skuldir hlaðist upp. Í upphafi kjörtímabilsins voru skuldir Reykjavíkur 299 milljarðar en eru nú 400 milljarðar. Kjörtímabilið hófst með braggamálinu og síðan hefur hver málið rekið annað. Engin svör hafa fengist um hver kostnaður vegna Fossvogsskóla er orðinn á kjörtímabilinu. Þeim erindum hefur einfaldlega ekki verið svarað og því hef ég orðið að leita til innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar og óska eftir því að hann skoði mál Fossvogsskóla. Eitt er víst að sá kostnaður hleypur á háum upphæðum og vonandi skýrist það fljótlega hver heildarkostnaður er orðinn. Þessi tímasetning Hvers vegna er borgarstjóri að henda þessu máli núna inn í umræðuna. Er það vegna þess að 16 árum síðar sé þetta það sem brennur helst á honum eða getur það verið til þess að breiða yfir eitthvað annað? Gæti það verið vegna fréttar Viðskiptablaðsins um að „ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur í tvígang sent innviðaráðuneytinu bréf þar sem óskað er eftir rökstuðningi á reikningsskilum Reykjavíkurborgar sem kunna að vera í trássi við alþjóðlega reikningsskilastaðla. Hingað til hafa Félagsbústaðir, dótturfélag borgarinnar, metið fasteignir sínar á gangvirði fremur en kostnaðarverði. Neyðist félagið til að breyta um matsaðferð gæti það leitt til hátt í 70 milljarða króna niðurfærslu á virði fasteignasafnsins.“ Getur mögulega verið að með því að kasta fram máli frá árinu 2006 sé borgarstjóri einfaldlega að kasta ryki í augu borgarbúa? Á kjörtímabilinu höfum við Sjálfstæðismenn verið dugleg að benda á þá staðreynd að sú reikniskilaaðferð sem nýtt hefur verið vegna Félagsbústaða sé ekki rétt, enda hefur þessi aðferð gert að verkum að eignir sem ekki á að selja hafa skekkt ársreikninga Reykjavíkurborgar um 70 milljarða ef rétt reynist. Niðurfærsla Reykjavíkurborgar á um 70 milljörðum vegna húsnæðis félagsbústaða væri mikið fjárhagslegt högg fyrir Reykjavíkurborg. Er það möguleiki að þegar saga þessa kjörtímabils verði skrifuð sé það saga mestu fjármálaafglapa Reykjavíkurborgar? Að minnsta kosti er borgarstjóri í grjótkasti úr glerhúsi þegar hann gagnrýnir fjármálastjórn forvera sinna. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks Valgerður Sigurðardóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Borgarstjóri fór mikinn í fjölmiðlum á miðvikudag þar sem hann sagði söluna á eignarhlutum Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun til ríkisins árið 2006 vera mestu fjármálaafglöp sögunnar á sveitarstjórnarstigi. Þetta er stór fullyrðing og merkilegt að henni sé kastað fram á þessum tímapunkti þegar stutt er í kosningar. Fátt annað hefur verið í umræðunni á þessu kjörtímabili en fjármálaafglöp þess meirihluta er borgarstjóri fer fyrir. Þar sem hvert málið hefur rekið annað, sem hafa kostað okkur skattgreiðendur Reykjavíkurborgar háar fjárhæðir. Mál sem við í Sjálfstæðisflokknum höfum verið dugleg að gagnrýna, enda fjármál Reykjavíkurborgar í ólestri. Þrátt fyrir tekjuaukningu ár eftir ár á kjörtímabilinu hafa útgjöld verið langt umfram innkomu og því hafa skuldir hlaðist upp. Í upphafi kjörtímabilsins voru skuldir Reykjavíkur 299 milljarðar en eru nú 400 milljarðar. Kjörtímabilið hófst með braggamálinu og síðan hefur hver málið rekið annað. Engin svör hafa fengist um hver kostnaður vegna Fossvogsskóla er orðinn á kjörtímabilinu. Þeim erindum hefur einfaldlega ekki verið svarað og því hef ég orðið að leita til innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar og óska eftir því að hann skoði mál Fossvogsskóla. Eitt er víst að sá kostnaður hleypur á háum upphæðum og vonandi skýrist það fljótlega hver heildarkostnaður er orðinn. Þessi tímasetning Hvers vegna er borgarstjóri að henda þessu máli núna inn í umræðuna. Er það vegna þess að 16 árum síðar sé þetta það sem brennur helst á honum eða getur það verið til þess að breiða yfir eitthvað annað? Gæti það verið vegna fréttar Viðskiptablaðsins um að „ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur í tvígang sent innviðaráðuneytinu bréf þar sem óskað er eftir rökstuðningi á reikningsskilum Reykjavíkurborgar sem kunna að vera í trássi við alþjóðlega reikningsskilastaðla. Hingað til hafa Félagsbústaðir, dótturfélag borgarinnar, metið fasteignir sínar á gangvirði fremur en kostnaðarverði. Neyðist félagið til að breyta um matsaðferð gæti það leitt til hátt í 70 milljarða króna niðurfærslu á virði fasteignasafnsins.“ Getur mögulega verið að með því að kasta fram máli frá árinu 2006 sé borgarstjóri einfaldlega að kasta ryki í augu borgarbúa? Á kjörtímabilinu höfum við Sjálfstæðismenn verið dugleg að benda á þá staðreynd að sú reikniskilaaðferð sem nýtt hefur verið vegna Félagsbústaða sé ekki rétt, enda hefur þessi aðferð gert að verkum að eignir sem ekki á að selja hafa skekkt ársreikninga Reykjavíkurborgar um 70 milljarða ef rétt reynist. Niðurfærsla Reykjavíkurborgar á um 70 milljörðum vegna húsnæðis félagsbústaða væri mikið fjárhagslegt högg fyrir Reykjavíkurborg. Er það möguleiki að þegar saga þessa kjörtímabils verði skrifuð sé það saga mestu fjármálaafglapa Reykjavíkurborgar? Að minnsta kosti er borgarstjóri í grjótkasti úr glerhúsi þegar hann gagnrýnir fjármálastjórn forvera sinna. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks Valgerður Sigurðardóttir
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun