Síðastur til að ná þessu í Bulls-búningi var Jordan fyrir þremur áratugum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2022 07:30 DeMar DeRozan hefur verið magnaður með Chicago Bulls liðinu á þessu tímabili. AP/Charles Rex Arbogast Phoenix Suns og Chicago Bulls héldu áfram sigurgöngu sinni þegar NBA-deildin í körfubolta fór aftur af stað eftir hlé vegna Stjörnuleiksins. Phoenix hefur nú unnið nítján sigra í síðustu tuttugu leikjum. Það er ný súperstjarna í Chicago og hann er farinn að gera hluti sem hafa ekki sést hjá félaginu síðan að besti leikmaður allra tíma var í Bulls-búningnum. DeMar DeRozan is a BUCKET The @chicagobulls win their 6th straight game powered by DeMar DeRozan's 9th straight 30+ point performance! #BullsNation@DeMar_DeRozan: 37 PTS (15-21 FGM), 6 REB pic.twitter.com/chobqCIe2D— NBA (@NBA) February 25, 2022 DeMar DeRozan hélt áfram að bæta metið sitt í leikjum í röð með 35 stig og fimmtíu prósent skotnýtingu. DeRozan var með 37 stig og hitti úr 15 af 21 skoti sínu þegar Chicago Bulls vann 112-108 sigur á Atlanta Hawks. Þetta var áttundi leikur DeRozan með slíkar tölur og Bulls-liðið var þarna að vinna sinn sjötta leik í röð. Þetta er níundu þrjátíu stiga leikur DeRozan í röð sem er það lengsta hjá leikmanni félagsins síðan Jordan náði því í tíu leikjum í röð frá 25. desember 1990 til 14. janúar 1991. Devin Booker drives and throws it down with 2 handsThe @Suns are Live on NBA League Pass: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/7nJN02Qauq— NBA (@NBA) February 25, 2022 Devin Booker tók upp hanskann fyrir Chris Paul þegar Phoenix Suns hélt áfram sigurgöngu sinni án leiðtoga síns og aðalleikstjórnanda. Booker var með 25 stig, 12 stoðsendingar og 6 stolna bolta þegar Phoenix Suns vann 124-104 útisigur á Oklahoma City Thunder. Chris Paul er þumalputtabrotinn og verður frá keppni næstu vikurnar. Suns vann þarna áttunda sigur sinn í röð og er með langbesta árangurinn í deildinni. Cameron Johnson og Mikal Bridges skoruðu báðir 21 stig í þessum nítjánda sigri Suns liðsins í síðustu tuttugu leikjum. Shai Gilgeous-Alexander var með 32 stig fyrir Thunder í sínum fyrsta leik eftir tíu leikja fjarveru vegna ökklameiðsla. Josh Giddey var með 15 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar. Jayson Tatum knocks down the three for the @celtics!He's up to 30 PTS on TNT pic.twitter.com/7X9Lxnxyry— NBA (@NBA) February 25, 2022 Jayson Tatum skoraði 30 stig þegar Boston Celtics vann 129-106 sigur á Brooklyn á útivelli. Boston vann níu af síðustu tíu leikjum sínum fyrir Stjörnuleikinn og tók upp þráðinn á ný. Jaylen Brown var með 18 stig og Marcus Smart skoraði 15 stig. Kevin Durant, Ben Simmons and Goran Dragic hjá Nets horfðu allir á leikinn og Kyrie Irving mátti ekki vera með af því að þetta var heimaleikur. Seth Curry var stigahæstur með 22 stig en þetta bar þrettánda tap Nets-liðsins í síðustu fimmtán leikjum. Steph drains the three off the pass from Klay Steph has 18 PTS & 10 AST in just the first half on TNT pic.twitter.com/kNL4cYdBu5— NBA (@NBA) February 25, 2022 Steph Curry var með 18 stig og 14 stoðsendingar á 27 mínútum þegar Golden State Warriors vann 132-95 útisigur á Portland Trail Blazers. Golden State tapaði fjórum af síðustu fimm leikjum fyrir Stjörnuleikshelgina en vann sannfærandi sigur í nótt. Klay Thompson var með 18 stig og hitti úr 4 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Sjö leikmenn liðsins skoruðu tíu stig eða meira en Jonathan Kuminga kom með xx stig inn af bekknum. LOADING...D'Angelo Russell lifted the @Timberwolves to the comeback victory dropping 23 points in just the fourth-quarter! #RaisedByWolves@Dloading: 37 PTS, 9 AST pic.twitter.com/BKFBYLafUm— NBA (@NBA) February 25, 2022 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Golden State Warriors 95-132 Oklahoma City Thunder - Phoenix Suns 104-124 Minnesota Timberwolves - Memphis Grizzlies 119-114 Chicago Bulls - Atlanta Hawks 112-108 Brooklyn Nets - Boston Celtics 106-129 Detroit Pistons - Cleveland Cavaliers 106-103 Sacramento Kings - Denver Nuggets 110-128 NBA Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira
Það er ný súperstjarna í Chicago og hann er farinn að gera hluti sem hafa ekki sést hjá félaginu síðan að besti leikmaður allra tíma var í Bulls-búningnum. DeMar DeRozan is a BUCKET The @chicagobulls win their 6th straight game powered by DeMar DeRozan's 9th straight 30+ point performance! #BullsNation@DeMar_DeRozan: 37 PTS (15-21 FGM), 6 REB pic.twitter.com/chobqCIe2D— NBA (@NBA) February 25, 2022 DeMar DeRozan hélt áfram að bæta metið sitt í leikjum í röð með 35 stig og fimmtíu prósent skotnýtingu. DeRozan var með 37 stig og hitti úr 15 af 21 skoti sínu þegar Chicago Bulls vann 112-108 sigur á Atlanta Hawks. Þetta var áttundi leikur DeRozan með slíkar tölur og Bulls-liðið var þarna að vinna sinn sjötta leik í röð. Þetta er níundu þrjátíu stiga leikur DeRozan í röð sem er það lengsta hjá leikmanni félagsins síðan Jordan náði því í tíu leikjum í röð frá 25. desember 1990 til 14. janúar 1991. Devin Booker drives and throws it down with 2 handsThe @Suns are Live on NBA League Pass: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/7nJN02Qauq— NBA (@NBA) February 25, 2022 Devin Booker tók upp hanskann fyrir Chris Paul þegar Phoenix Suns hélt áfram sigurgöngu sinni án leiðtoga síns og aðalleikstjórnanda. Booker var með 25 stig, 12 stoðsendingar og 6 stolna bolta þegar Phoenix Suns vann 124-104 útisigur á Oklahoma City Thunder. Chris Paul er þumalputtabrotinn og verður frá keppni næstu vikurnar. Suns vann þarna áttunda sigur sinn í röð og er með langbesta árangurinn í deildinni. Cameron Johnson og Mikal Bridges skoruðu báðir 21 stig í þessum nítjánda sigri Suns liðsins í síðustu tuttugu leikjum. Shai Gilgeous-Alexander var með 32 stig fyrir Thunder í sínum fyrsta leik eftir tíu leikja fjarveru vegna ökklameiðsla. Josh Giddey var með 15 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar. Jayson Tatum knocks down the three for the @celtics!He's up to 30 PTS on TNT pic.twitter.com/7X9Lxnxyry— NBA (@NBA) February 25, 2022 Jayson Tatum skoraði 30 stig þegar Boston Celtics vann 129-106 sigur á Brooklyn á útivelli. Boston vann níu af síðustu tíu leikjum sínum fyrir Stjörnuleikinn og tók upp þráðinn á ný. Jaylen Brown var með 18 stig og Marcus Smart skoraði 15 stig. Kevin Durant, Ben Simmons and Goran Dragic hjá Nets horfðu allir á leikinn og Kyrie Irving mátti ekki vera með af því að þetta var heimaleikur. Seth Curry var stigahæstur með 22 stig en þetta bar þrettánda tap Nets-liðsins í síðustu fimmtán leikjum. Steph drains the three off the pass from Klay Steph has 18 PTS & 10 AST in just the first half on TNT pic.twitter.com/kNL4cYdBu5— NBA (@NBA) February 25, 2022 Steph Curry var með 18 stig og 14 stoðsendingar á 27 mínútum þegar Golden State Warriors vann 132-95 útisigur á Portland Trail Blazers. Golden State tapaði fjórum af síðustu fimm leikjum fyrir Stjörnuleikshelgina en vann sannfærandi sigur í nótt. Klay Thompson var með 18 stig og hitti úr 4 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Sjö leikmenn liðsins skoruðu tíu stig eða meira en Jonathan Kuminga kom með xx stig inn af bekknum. LOADING...D'Angelo Russell lifted the @Timberwolves to the comeback victory dropping 23 points in just the fourth-quarter! #RaisedByWolves@Dloading: 37 PTS, 9 AST pic.twitter.com/BKFBYLafUm— NBA (@NBA) February 25, 2022 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Golden State Warriors 95-132 Oklahoma City Thunder - Phoenix Suns 104-124 Minnesota Timberwolves - Memphis Grizzlies 119-114 Chicago Bulls - Atlanta Hawks 112-108 Brooklyn Nets - Boston Celtics 106-129 Detroit Pistons - Cleveland Cavaliers 106-103 Sacramento Kings - Denver Nuggets 110-128
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Golden State Warriors 95-132 Oklahoma City Thunder - Phoenix Suns 104-124 Minnesota Timberwolves - Memphis Grizzlies 119-114 Chicago Bulls - Atlanta Hawks 112-108 Brooklyn Nets - Boston Celtics 106-129 Detroit Pistons - Cleveland Cavaliers 106-103 Sacramento Kings - Denver Nuggets 110-128
NBA Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira