Shaq gaf ellefu manna fjölskyldu tvo bíla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2022 13:30 Shaquille O'Neal er vinsæll ekki bara af því að hann var frábær leikmaður og er mjög skemmtilegur maður. Hann er líka með hjartað á réttum stað. AP/Mark Von Holden Bandaríska körfuboltagoðsögnin Shaquille O'Neal er þekktur fyrir manngæsku sína og rausnarskap og enn eitt dæmi um það er nú komið fram í dagsljósið. Shaq er ekki aðeins risastór heldur er hann einnig með risastórt hjarta. Hann aflaði mikilla tekna á körfuboltaferlinum og hefur tekist að ávaxta þá vel eftir að ferlinum lauk þar sem honum gengið vel í fjárfestingum sínum. Shaq hefur því vissulega efni á því að gefa frá sér en það er annað að gera það. Ellefu manna fjölskylda komst að hjartahlýju kappans á dögunum og móðir níu barna átti varla orð til að lýsa því sem O'Neal gerði fyrir þau. O'Neal er einn af 75 bestu leikmönnum NBA deildarinnar frá upphafi og var verðlaunaður þess vegna á Stjörnuleikshelginni á dögunum. Hann átti nítján ára feril í NBA-deildinni, varð fjórum sinnum meistari og einu sinni valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) „Ég á eiginlega engin orð til. Í dag blessaði Shaq okkur eins og enginn annar hefur gert áður,“ skrifaði Karissa Collings. Hún á níu börn frá eins árs til tólf ára eða þau Anissu, Andrae, Annistan, Anjalie, Andersyn, Aynjel, Ansyr, Ancho og Anthym. „Í gær fengum við óvænta heimsókn frá Shaq. Hann fór með okkur út að borða eins og ein stór fjölskylda. Það var svo gaman að fá að eyða tíma með honum og borða saman. Í dag byrjaði hann síðan á því að fara með okkur á Mercedes bílasölu og gaf okkur fimmtán farþega fjölskyldubíl,“ skrifaði Karissa. „Það var ekki lengur almennilegt pláss fyrir okkur í gamla bílnum og loftræstingin var heldur ekki alltaf að standa sig. Þetta er svo stórkostleg blessun. Þeir áttu ekki slíkan bíl þannig að við fengum að panta bíl eftir okkar óskum og hann kemur væntanlega í júlí,“ skrifaði Karissa. „Hann fór síðan aftur með okkur út að borða og gaf síðan þjónustustúlkunni þúsund dollara þjórfé eftir að hann frétti af því að bíllinn hefði bilað fyrr um daginn. Svo sá hann bíl eiginmannsins sem hafði verið með bilaða loftræstingu og bilað hitakerfi í nokkurn tíma og fór þá með okkur á Ford bílasölu og gaf okkur annan bíl,“ skrifaði Karissa. „Hann var líka svo duglegur að hvetja okkur áfram og sýndi börnunum okkur svo mikla ástúð og athygli. Einhver verður að vekja mig því ég trúi ekki öðru en að ég sé að dreyma þetta,“ skrifaði Karissa. View this post on Instagram A post shared by The Collins Kids (@thecollinskids) NBA Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Bann bitvargsins stytt Sport Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira
Shaq er ekki aðeins risastór heldur er hann einnig með risastórt hjarta. Hann aflaði mikilla tekna á körfuboltaferlinum og hefur tekist að ávaxta þá vel eftir að ferlinum lauk þar sem honum gengið vel í fjárfestingum sínum. Shaq hefur því vissulega efni á því að gefa frá sér en það er annað að gera það. Ellefu manna fjölskylda komst að hjartahlýju kappans á dögunum og móðir níu barna átti varla orð til að lýsa því sem O'Neal gerði fyrir þau. O'Neal er einn af 75 bestu leikmönnum NBA deildarinnar frá upphafi og var verðlaunaður þess vegna á Stjörnuleikshelginni á dögunum. Hann átti nítján ára feril í NBA-deildinni, varð fjórum sinnum meistari og einu sinni valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) „Ég á eiginlega engin orð til. Í dag blessaði Shaq okkur eins og enginn annar hefur gert áður,“ skrifaði Karissa Collings. Hún á níu börn frá eins árs til tólf ára eða þau Anissu, Andrae, Annistan, Anjalie, Andersyn, Aynjel, Ansyr, Ancho og Anthym. „Í gær fengum við óvænta heimsókn frá Shaq. Hann fór með okkur út að borða eins og ein stór fjölskylda. Það var svo gaman að fá að eyða tíma með honum og borða saman. Í dag byrjaði hann síðan á því að fara með okkur á Mercedes bílasölu og gaf okkur fimmtán farþega fjölskyldubíl,“ skrifaði Karissa. „Það var ekki lengur almennilegt pláss fyrir okkur í gamla bílnum og loftræstingin var heldur ekki alltaf að standa sig. Þetta er svo stórkostleg blessun. Þeir áttu ekki slíkan bíl þannig að við fengum að panta bíl eftir okkar óskum og hann kemur væntanlega í júlí,“ skrifaði Karissa. „Hann fór síðan aftur með okkur út að borða og gaf síðan þjónustustúlkunni þúsund dollara þjórfé eftir að hann frétti af því að bíllinn hefði bilað fyrr um daginn. Svo sá hann bíl eiginmannsins sem hafði verið með bilaða loftræstingu og bilað hitakerfi í nokkurn tíma og fór þá með okkur á Ford bílasölu og gaf okkur annan bíl,“ skrifaði Karissa. „Hann var líka svo duglegur að hvetja okkur áfram og sýndi börnunum okkur svo mikla ástúð og athygli. Einhver verður að vekja mig því ég trúi ekki öðru en að ég sé að dreyma þetta,“ skrifaði Karissa. View this post on Instagram A post shared by The Collins Kids (@thecollinskids)
NBA Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Bann bitvargsins stytt Sport Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira