Rússneskum almenningi blöskri það sem hann sjái Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. febrúar 2022 17:24 Jón Ólafsson, prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands fylgist vel með framvindu mála í Úkraínu. Hann vekur athygli á að afstaða rússnesks almennings til hernaðaraðgerðanna liggi hreint ekki fyrir á þessari stundu. Fjölmargir efist um að hagsmunir Rússlands séu virkilega fólgnir í að yfirtaka Úkraínu með valdi. Jón Ólafsson, prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands, telur að markmið Rússlands næstu daga sé að þrengja verulega að stórborgunum og þéttbýlissvæðum í Úkraínu og ná slíkum tökum á landinu að Úkraínumenn neyðist til að gefast upp. Brátt komi að örlagastund í Úkraínu. „Það er líklegt að á einhverjum tímapunkti – þegar herinn er búinn að stilla sér þannig upp að hann telji sig geta sett úrslitakosti – þá verði látið líta svo út að það séu Úkraínumenn sem séu að ganga of langt með því að neita að gefast upp og að þá verði Rússar tilbúnir í einhvers konar viðræður eða láta líta út fyrir það.“ Jón telur að Rússar vilji ná sínum markmiðum með sem minnstu mannfalli og á sama tíma halda á lofti þeim áróðri að innrásin sé mikil friðarför. Orðræða rússneskra stjórnvalda sé á þessa leið. Síðustu daga hefur heimsbyggðin fylgst með rússneska hernum ná markmiðum sínum, einu af öðru og er nema von að fólk velti fyrir sér í hvað stefni. Gætum við verið að fylgjast með upphafinu að endalokum Úkraínu sem frjálsu og fullvalda ríki sem ráði sinni utanríkisstefnu? „Ég held að það sé alveg möguleg atburðarás að Rússar taki hreinlega yfir allt landið. Það er ekkert ólíklegt að þeir verði tilbúnir að „semja“ um að vesturhluti landsins verði látinn í friði og að landinu verði einhvern veginn skipt upp þannig að einhver lítill partur haldist sem Úkraína,“ segir Jón sem bætir við að þetta sé eitthvað sem Úkraína gæti aldrei samþykkt. Frá Úkraínu hefur borist hávært ákall á undanförnum dögum um þýðingamiklar refsiaðgerðir sem skipti máli. Úkraínskur almenningur á samfélagsmiðlum og í fréttaviðtölum sem og stjórnvöld hafa beðið Vesturlönd um að yfirgefa sig ekki á ögurstundu. Í tilfinningaþrunginni ræðu bað forseti Úkraínu Vesturlönd um bíða ekki með aðgerðir þar til eiginleg innrás hæfist. Aðspurður hvort Vesturlönd hafi sofið á verðinum svarar Jón því til að það sé margt sem bendi til þess að Vesturlönd hafi hreinlega ekki trúað því að Rússar myndu láta til skarar skríða. „Vesturlönd hafa náttúrulega ekki verið tilbúin til að ganga nógu langt. Bandaríkjamenn létu vita með mjög skýrum hætti hvað þeir teldu að væri í uppsiglingu. Það er eins og það hafi verið einhver vantrú um að Rússar myndu ganga svona langt og menn nýttu sér ekki hótanir um aðgerðir í fælingarskyni þannig að þetta er orðið of seint. Málið er gengið lengra.“ Jón bætir í senn við að viðskiptaþvinganir séu þess eðlis að þær hafi jafnan ekki áhrif strax. Það taki tíma fyrir þær til að bíta og hafa áhrif. „En það hafa auðvitað allir tekið eftir því að viðbrögðin eru geysilega sterk á meðal almennings á Vesturlöndum og tilfinningaþrungin. Það er líka rétt að horfa til Rússlands í því sambandi því þó svo að á yfirborðinu virðist býsna mikill stuðningur við Úkraínupólitík stjórnvalda þá blöskrar rússneskum almenningi það sem hann sér.“ Það sé langur vegur frá að viðhorf almennings í Rússlandi til innrásarinnar séu komin á hreint og vert sé að fylgjast vel með því. „Fólk er þegar farið að horfa á þetta í stóra samhenginu og það spyr hvort hagsmunir Rússlands séu virkilega fólgnir í því að yfirtaka Úkraínu með valdi.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Undirbúa sig fyrir umfangsmikla árás á Kænugarð Loftárásir Rússa hófust aftur klukkan fjögur í nótt að staðartíma í Úkraínu. Nú er sólarhringur liðinn síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu og talið er að tæplega 140 Úkraínumenn hafi fallið í átökunum. 25. febrúar 2022 06:54 Selenskíj telur markmið Pútíns að bola sér frá völdum Volódímír Selenskíj, forseti Úkraínu, hefur heitið því að halda kyrru fyrir í Kænugarði á meðan úkraínski herinn verst árásum Rússa, sem nálgast höfuðborgina óðfluga. 25. febrúar 2022 06:49 Umheimurinn bregst harkalega við innrás Rússa Leiðtogar ríkja um allan heim hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og boða hertar refsiaðgerðir gegn þeim. Pútin Rússlandsforseti hótar öllum þeim sem reyni að stöðva innrásina afleiðingum sem aldrei hafi sést áður í veraldarsögunni. 24. febrúar 2022 12:45 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
„Það er líklegt að á einhverjum tímapunkti – þegar herinn er búinn að stilla sér þannig upp að hann telji sig geta sett úrslitakosti – þá verði látið líta svo út að það séu Úkraínumenn sem séu að ganga of langt með því að neita að gefast upp og að þá verði Rússar tilbúnir í einhvers konar viðræður eða láta líta út fyrir það.“ Jón telur að Rússar vilji ná sínum markmiðum með sem minnstu mannfalli og á sama tíma halda á lofti þeim áróðri að innrásin sé mikil friðarför. Orðræða rússneskra stjórnvalda sé á þessa leið. Síðustu daga hefur heimsbyggðin fylgst með rússneska hernum ná markmiðum sínum, einu af öðru og er nema von að fólk velti fyrir sér í hvað stefni. Gætum við verið að fylgjast með upphafinu að endalokum Úkraínu sem frjálsu og fullvalda ríki sem ráði sinni utanríkisstefnu? „Ég held að það sé alveg möguleg atburðarás að Rússar taki hreinlega yfir allt landið. Það er ekkert ólíklegt að þeir verði tilbúnir að „semja“ um að vesturhluti landsins verði látinn í friði og að landinu verði einhvern veginn skipt upp þannig að einhver lítill partur haldist sem Úkraína,“ segir Jón sem bætir við að þetta sé eitthvað sem Úkraína gæti aldrei samþykkt. Frá Úkraínu hefur borist hávært ákall á undanförnum dögum um þýðingamiklar refsiaðgerðir sem skipti máli. Úkraínskur almenningur á samfélagsmiðlum og í fréttaviðtölum sem og stjórnvöld hafa beðið Vesturlönd um að yfirgefa sig ekki á ögurstundu. Í tilfinningaþrunginni ræðu bað forseti Úkraínu Vesturlönd um bíða ekki með aðgerðir þar til eiginleg innrás hæfist. Aðspurður hvort Vesturlönd hafi sofið á verðinum svarar Jón því til að það sé margt sem bendi til þess að Vesturlönd hafi hreinlega ekki trúað því að Rússar myndu láta til skarar skríða. „Vesturlönd hafa náttúrulega ekki verið tilbúin til að ganga nógu langt. Bandaríkjamenn létu vita með mjög skýrum hætti hvað þeir teldu að væri í uppsiglingu. Það er eins og það hafi verið einhver vantrú um að Rússar myndu ganga svona langt og menn nýttu sér ekki hótanir um aðgerðir í fælingarskyni þannig að þetta er orðið of seint. Málið er gengið lengra.“ Jón bætir í senn við að viðskiptaþvinganir séu þess eðlis að þær hafi jafnan ekki áhrif strax. Það taki tíma fyrir þær til að bíta og hafa áhrif. „En það hafa auðvitað allir tekið eftir því að viðbrögðin eru geysilega sterk á meðal almennings á Vesturlöndum og tilfinningaþrungin. Það er líka rétt að horfa til Rússlands í því sambandi því þó svo að á yfirborðinu virðist býsna mikill stuðningur við Úkraínupólitík stjórnvalda þá blöskrar rússneskum almenningi það sem hann sér.“ Það sé langur vegur frá að viðhorf almennings í Rússlandi til innrásarinnar séu komin á hreint og vert sé að fylgjast vel með því. „Fólk er þegar farið að horfa á þetta í stóra samhenginu og það spyr hvort hagsmunir Rússlands séu virkilega fólgnir í því að yfirtaka Úkraínu með valdi.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Undirbúa sig fyrir umfangsmikla árás á Kænugarð Loftárásir Rússa hófust aftur klukkan fjögur í nótt að staðartíma í Úkraínu. Nú er sólarhringur liðinn síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu og talið er að tæplega 140 Úkraínumenn hafi fallið í átökunum. 25. febrúar 2022 06:54 Selenskíj telur markmið Pútíns að bola sér frá völdum Volódímír Selenskíj, forseti Úkraínu, hefur heitið því að halda kyrru fyrir í Kænugarði á meðan úkraínski herinn verst árásum Rússa, sem nálgast höfuðborgina óðfluga. 25. febrúar 2022 06:49 Umheimurinn bregst harkalega við innrás Rússa Leiðtogar ríkja um allan heim hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og boða hertar refsiaðgerðir gegn þeim. Pútin Rússlandsforseti hótar öllum þeim sem reyni að stöðva innrásina afleiðingum sem aldrei hafi sést áður í veraldarsögunni. 24. febrúar 2022 12:45 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Vaktin: Undirbúa sig fyrir umfangsmikla árás á Kænugarð Loftárásir Rússa hófust aftur klukkan fjögur í nótt að staðartíma í Úkraínu. Nú er sólarhringur liðinn síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu og talið er að tæplega 140 Úkraínumenn hafi fallið í átökunum. 25. febrúar 2022 06:54
Selenskíj telur markmið Pútíns að bola sér frá völdum Volódímír Selenskíj, forseti Úkraínu, hefur heitið því að halda kyrru fyrir í Kænugarði á meðan úkraínski herinn verst árásum Rússa, sem nálgast höfuðborgina óðfluga. 25. febrúar 2022 06:49
Umheimurinn bregst harkalega við innrás Rússa Leiðtogar ríkja um allan heim hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og boða hertar refsiaðgerðir gegn þeim. Pútin Rússlandsforseti hótar öllum þeim sem reyni að stöðva innrásina afleiðingum sem aldrei hafi sést áður í veraldarsögunni. 24. febrúar 2022 12:45