Útilokar ekki að slíta stjórnmálasambandi við Rússa Snorri Másson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 26. febrúar 2022 09:19 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir mögulegt að stjórnmálasamstarfi við Rússa verði slitið. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir ekki útilokað að íslensk stjórnvöld muni slíta stjórnmálasamstarfi við Rússa. Minni þolinmæði sé fyrir rússneskum kafbátum og herþotum sem reglulega rjúfi lofthelgi Íslands en algjört slit stjórnmálasambands yrði þó líklega síðasta úrræði sem stjórnvöld gripu til. „Gríðarlega alvarleg innrás, sorgleg sviðsmynd sem er að teiknast upp, sú versta sem maður gat ímyndað sér; dauðsföll, hörmungar, fólk á flótta, logandi fjölbýlishús, sprengibrot að rigna yfir íbúabyggðir. Þetta er bara hroðaleg staða,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við fréttastofu í gær. Hann segir þó að ekki hafi verið rætt af „neinni alvöru“ að slíta stjórnmálasambandi við Rússa eða vísa sendiheirra þeirra hér á landi aftur heim. „Svona almennt séð myndi ég kannski segja að það væri kannski eitt af því síðasta sem menn myndu vilja gera, vegna þess að við höfum verið talsmenn þess að „tal-sambandið“ skipti á endanum öllu máli, sama hversu slæm staðan sé. En mér finnst alls ekki hægt að útiloka að staðan þróist á svo vondan veg að menn grípi til einhverra slíkra úrræða til þess að koma með skýrum hætti skilaboðunum á framfæri. En við höfum ekki tekið neina slíka ákvörðun enn þá.“ Fjármálaráðherra segir þó alveg ljóst að innrásin muni koma til með að hafa áhrif á stjórnmálasamband Íslendinga og Rússa. „Ég held að við hljótum að horfa á samskipti við Rússland í nýju ljósi vegna þessara atburða. Og við þurfum að velta því til dæmis fyrir okkur hvort að við getum verið jafnafslöppuð eins og menn hafa lengi verið yfir því að hér séu rússneskir kafbátar að sveima í kringum landið, eða rússneskar herþotur að rjúfa lofthelgina án leyfis - eins og ítrekað gerist. Núna sjáum við í andlit sem við kannski áttum ekki alveg von á og bárum með okkur von í brjósti um að menn myndu ekki sýna þessa árásargirnd. En hún hefur núna birst okkur og þá held ég að við verðum að velta því fyrir okkur hvaða þýðingu það hefur, að þessi umsvif séu allt árið um kring, alveg í okkar næsta nágrenni,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Vaktin: Undirbúa sig fyrir umfangsmikla árás á Kænugarð Loftárásir Rússa hófust aftur klukkan fjögur í nótt að staðartíma í Úkraínu. Nú er sólarhringur liðinn síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu og talið er að tæplega 140 Úkraínumenn hafi fallið í átökunum. 25. febrúar 2022 06:54 Rússneskum almenningi blöskri það sem hann sjái Jón Ólafsson, prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands, telur að markmið Rússlands næstu daga sé að þrengja verulega að stórborgunum og þéttbýlissvæðum í Úkraínu og ná slíkum tökum á landinu að Úkraínumenn neyðist til að gefast upp. Brátt komi að örlagastund í Úkraínu. 25. febrúar 2022 17:24 Innrásin í Úkraínu gæti skaðað framtíðarhagsmuni Rússlands í Evrópu Innrás Rússa í Úkraínu gætu flýtt orkuskiptum í Þýskalandi og Evrópu að mati efnahags- og loftlagsráðherra Þýskalands og þannig gert álfuna minna háða orkugjöfum frá Rússlandi. Forseti Úkraínu segir rússneskar hersveitir ekki gera nokkurn greinarmun á hernaðarlegum og borgaralegum skotmörkum. 25. febrúar 2022 13:07 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Gríðarlega alvarleg innrás, sorgleg sviðsmynd sem er að teiknast upp, sú versta sem maður gat ímyndað sér; dauðsföll, hörmungar, fólk á flótta, logandi fjölbýlishús, sprengibrot að rigna yfir íbúabyggðir. Þetta er bara hroðaleg staða,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við fréttastofu í gær. Hann segir þó að ekki hafi verið rætt af „neinni alvöru“ að slíta stjórnmálasambandi við Rússa eða vísa sendiheirra þeirra hér á landi aftur heim. „Svona almennt séð myndi ég kannski segja að það væri kannski eitt af því síðasta sem menn myndu vilja gera, vegna þess að við höfum verið talsmenn þess að „tal-sambandið“ skipti á endanum öllu máli, sama hversu slæm staðan sé. En mér finnst alls ekki hægt að útiloka að staðan þróist á svo vondan veg að menn grípi til einhverra slíkra úrræða til þess að koma með skýrum hætti skilaboðunum á framfæri. En við höfum ekki tekið neina slíka ákvörðun enn þá.“ Fjármálaráðherra segir þó alveg ljóst að innrásin muni koma til með að hafa áhrif á stjórnmálasamband Íslendinga og Rússa. „Ég held að við hljótum að horfa á samskipti við Rússland í nýju ljósi vegna þessara atburða. Og við þurfum að velta því til dæmis fyrir okkur hvort að við getum verið jafnafslöppuð eins og menn hafa lengi verið yfir því að hér séu rússneskir kafbátar að sveima í kringum landið, eða rússneskar herþotur að rjúfa lofthelgina án leyfis - eins og ítrekað gerist. Núna sjáum við í andlit sem við kannski áttum ekki alveg von á og bárum með okkur von í brjósti um að menn myndu ekki sýna þessa árásargirnd. En hún hefur núna birst okkur og þá held ég að við verðum að velta því fyrir okkur hvaða þýðingu það hefur, að þessi umsvif séu allt árið um kring, alveg í okkar næsta nágrenni,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Vaktin: Undirbúa sig fyrir umfangsmikla árás á Kænugarð Loftárásir Rússa hófust aftur klukkan fjögur í nótt að staðartíma í Úkraínu. Nú er sólarhringur liðinn síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu og talið er að tæplega 140 Úkraínumenn hafi fallið í átökunum. 25. febrúar 2022 06:54 Rússneskum almenningi blöskri það sem hann sjái Jón Ólafsson, prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands, telur að markmið Rússlands næstu daga sé að þrengja verulega að stórborgunum og þéttbýlissvæðum í Úkraínu og ná slíkum tökum á landinu að Úkraínumenn neyðist til að gefast upp. Brátt komi að örlagastund í Úkraínu. 25. febrúar 2022 17:24 Innrásin í Úkraínu gæti skaðað framtíðarhagsmuni Rússlands í Evrópu Innrás Rússa í Úkraínu gætu flýtt orkuskiptum í Þýskalandi og Evrópu að mati efnahags- og loftlagsráðherra Þýskalands og þannig gert álfuna minna háða orkugjöfum frá Rússlandi. Forseti Úkraínu segir rússneskar hersveitir ekki gera nokkurn greinarmun á hernaðarlegum og borgaralegum skotmörkum. 25. febrúar 2022 13:07 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Vaktin: Undirbúa sig fyrir umfangsmikla árás á Kænugarð Loftárásir Rússa hófust aftur klukkan fjögur í nótt að staðartíma í Úkraínu. Nú er sólarhringur liðinn síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu og talið er að tæplega 140 Úkraínumenn hafi fallið í átökunum. 25. febrúar 2022 06:54
Rússneskum almenningi blöskri það sem hann sjái Jón Ólafsson, prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands, telur að markmið Rússlands næstu daga sé að þrengja verulega að stórborgunum og þéttbýlissvæðum í Úkraínu og ná slíkum tökum á landinu að Úkraínumenn neyðist til að gefast upp. Brátt komi að örlagastund í Úkraínu. 25. febrúar 2022 17:24
Innrásin í Úkraínu gæti skaðað framtíðarhagsmuni Rússlands í Evrópu Innrás Rússa í Úkraínu gætu flýtt orkuskiptum í Þýskalandi og Evrópu að mati efnahags- og loftlagsráðherra Þýskalands og þannig gert álfuna minna háða orkugjöfum frá Rússlandi. Forseti Úkraínu segir rússneskar hersveitir ekki gera nokkurn greinarmun á hernaðarlegum og borgaralegum skotmörkum. 25. febrúar 2022 13:07