Á sjötta hundrað mótmæla fyrir utan rússneska sendiráðið við Túngötu.Vísir/Elísabet
Fólk streymir að rússneska sendiráðinu í Túngötu þar sem fólk mótmælir nú rússneskum stjórnvöldum og innrás þeirra í Úkraínu. Á sjötta hundrað eru þegar við sendiráðið og lögreglufulltrúi á staðnum segir enn bætast í hópinn.
Mannfólkið er ekki eitt um að mótmæla innrás Rússa en fréttamaður okkar á staðnum hitti fyrir bæði ketti og hunda í hópnum. Fólk heldur úkraínska fánanum á lofti og skiltum sem á stendur; Stöðvum Pútín, Stöðvum Rússa, Burt með Pútín, Burt með sendiherrann frá Íslandi.
Lögreglan hefur strengt borða í kring um rússneska sendiráðið og er viðstödd mótmælunum. Minnst tíu lögreglumenn eru við mótmælin.