Biðja Abramovich um hjálp í friðarviðræðum við Pútín Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2022 14:00 Abramovich bak við rússneskan fána á fundi með fleiri rússneskum viðskiptajöfrum með Vlaidmir Putin árið 2016. Getty Images/Mikhail Svetlov Úkraínsk yfirvöld hafa leitað til rússneska milljarðarmæringsins Roman Abramovich, sem er eigandi fótboltaliðsins Chelsea, og óskað eftir aðstoð hans í yfirstandandi friðarviðræðum Úkraínumanna við Rússa, að sögn talsmanns Abramovich. Að því er kemur fram í frétt BBC um málið er Avramovich einn ríkasti maður Rússlands og er talið að hann eigi í nánum tengslum við Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Viðræður milli sendinefnda Rússlands og Úkraínu á landamærum Hvíta-Rússlands hófust í morgun. Úkraína hefur kallað eftir vopnahlé á meðan viðræðum stendur. Heilbrigðisráðuneyti Úkraínu segir 352 almenna borgara, þar af 14 börn, hafa fallið eftir að innrás Rússa hófst í síðustu viku. Abramovich tilkynnti á laugardag að hann ætlaði að stíga til hliðar í daglegum rekstri Chelsea. Í sameiginlegri yfirlýsingu hans og Chelsea var ekkert minnst á ástæður þess að hann stigi til hliðar, þ.e. ekkert var minnst á innrás Rússlands í Úkraínu. Alexander Rodnyansky, leikstjóri og talsmaður Abramovich, staðfesti að sá síðarnefndi tæki þátt í viðræðum fyrir friði. Hann væri þó óviss um áhrif þess á viðræðurnar. „Ég get staðfest að Úkrínumenn hafa verið að leita að einhverjum í Rússlandi sem er tilbúinn að hjálpa til við að finna friðsamlega lausn,“ sagði Rodnyansky. „Þeir komust í samband við Abramovich í gegnum samfélag gyðinga og báðu um hjálp. Abramovich hefur síðan þá reynt að þrýsta á friðsamlega lausn. Þótt áhrif Abramovich séu takmörkuð þá er hann sá eini sem hefur svarað kallinu og látið reyna á áhrif sín.“ Íþróttasamfélagið bregst við innrásinni Alþjóðaknattspyrnusambandið segir að Rússar verði að spila keppnisleiki sína á hlutlausum velli, án fána og þjóðsöngs. Skotland, Írland, England, Wales, Pólland, Tékkland og Svíþjóð hafa hafnað að spila leiki við Rússland. Alþjóðaólympíunefnd fatlaðra fundar á miðvikudaginn til að ræða stöðu keppenda Rússlands aðeins tveimur dögum áður en Vetrarólympíumót fatlaðra hefst í Peking. Kallað hefur verið eftir því að keppendum frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi verði meinuð þátttaka. Fjölmörg fleiri viðbrögð mætti nefna í íþróttaheiminum. Schalke hefur rift samningi sínum við rússneska olíufyrirtækið Gazprom, einn aðalstyrktaraðila Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Var merki fyrirtækisins fjarlægt af keppnistreyjum liðsins. Alþjóðabadmintonsambandið hefur fellt niður mót í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi og meina keppendum frá löndunum að bera fána landanna eða spila þjóðsöngva. Rússneski tenniskappinn Daniil Medvedev, efstur á heimslista karla í tennis, hefur kallað eftir friði. Skylmingalandslið Úkraínu hafnaði að skylmast við Rússa á heimsmeistaramótinu í skylmingum í Egyptalandi á sunnudag. Þá hefur úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu, sem fara átti fram í St. Pétursborg, verið færður til Frakklands. Öll nýjustu tíðindi af stöðunni í Úkraínu má finna í vaktinni. Enski boltinn Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Tugir borgara sagðir hafa fallið í klasasprengjuárás Sókn rússnesks herliðs að úkraínsku höfuðborginni Kænugarði hélt áfram í nótt og í morgun, þó hún hafi verið umfangsminni en áður. Borgin virðist þó umkringd af rússneskum hermönnum en Rússar hafa sagt að almennir borgarar megi flýja og verði óáreittir. 28. febrúar 2022 06:13 „Rússland verður nú alþjóðlegt úrhrak í áratugi“ „Stalínismi dó ekki fyrr en hann gerði það. Það sama á við um Maóisma. Á það líka við um Pútinisma?“ 28. febrúar 2022 12:48 Rúmlega hálf milljón Úkraínumanna á flótta Sameinuðu þjóðirnar áætla nú að rúmlega hálf milljón manna hafi flúið heimili sín vegna stríðsátakanna í Úkraínu eftir innrás Rússa. Hörð átök eru enn víða í landinu, en Rússar hafa meðal annars ráðist á stórborgir á borð við Kænugarð. Kharkív og Tsjernihív. 28. febrúar 2022 13:00 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Að því er kemur fram í frétt BBC um málið er Avramovich einn ríkasti maður Rússlands og er talið að hann eigi í nánum tengslum við Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Viðræður milli sendinefnda Rússlands og Úkraínu á landamærum Hvíta-Rússlands hófust í morgun. Úkraína hefur kallað eftir vopnahlé á meðan viðræðum stendur. Heilbrigðisráðuneyti Úkraínu segir 352 almenna borgara, þar af 14 börn, hafa fallið eftir að innrás Rússa hófst í síðustu viku. Abramovich tilkynnti á laugardag að hann ætlaði að stíga til hliðar í daglegum rekstri Chelsea. Í sameiginlegri yfirlýsingu hans og Chelsea var ekkert minnst á ástæður þess að hann stigi til hliðar, þ.e. ekkert var minnst á innrás Rússlands í Úkraínu. Alexander Rodnyansky, leikstjóri og talsmaður Abramovich, staðfesti að sá síðarnefndi tæki þátt í viðræðum fyrir friði. Hann væri þó óviss um áhrif þess á viðræðurnar. „Ég get staðfest að Úkrínumenn hafa verið að leita að einhverjum í Rússlandi sem er tilbúinn að hjálpa til við að finna friðsamlega lausn,“ sagði Rodnyansky. „Þeir komust í samband við Abramovich í gegnum samfélag gyðinga og báðu um hjálp. Abramovich hefur síðan þá reynt að þrýsta á friðsamlega lausn. Þótt áhrif Abramovich séu takmörkuð þá er hann sá eini sem hefur svarað kallinu og látið reyna á áhrif sín.“ Íþróttasamfélagið bregst við innrásinni Alþjóðaknattspyrnusambandið segir að Rússar verði að spila keppnisleiki sína á hlutlausum velli, án fána og þjóðsöngs. Skotland, Írland, England, Wales, Pólland, Tékkland og Svíþjóð hafa hafnað að spila leiki við Rússland. Alþjóðaólympíunefnd fatlaðra fundar á miðvikudaginn til að ræða stöðu keppenda Rússlands aðeins tveimur dögum áður en Vetrarólympíumót fatlaðra hefst í Peking. Kallað hefur verið eftir því að keppendum frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi verði meinuð þátttaka. Fjölmörg fleiri viðbrögð mætti nefna í íþróttaheiminum. Schalke hefur rift samningi sínum við rússneska olíufyrirtækið Gazprom, einn aðalstyrktaraðila Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Var merki fyrirtækisins fjarlægt af keppnistreyjum liðsins. Alþjóðabadmintonsambandið hefur fellt niður mót í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi og meina keppendum frá löndunum að bera fána landanna eða spila þjóðsöngva. Rússneski tenniskappinn Daniil Medvedev, efstur á heimslista karla í tennis, hefur kallað eftir friði. Skylmingalandslið Úkraínu hafnaði að skylmast við Rússa á heimsmeistaramótinu í skylmingum í Egyptalandi á sunnudag. Þá hefur úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu, sem fara átti fram í St. Pétursborg, verið færður til Frakklands. Öll nýjustu tíðindi af stöðunni í Úkraínu má finna í vaktinni.
Enski boltinn Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Tugir borgara sagðir hafa fallið í klasasprengjuárás Sókn rússnesks herliðs að úkraínsku höfuðborginni Kænugarði hélt áfram í nótt og í morgun, þó hún hafi verið umfangsminni en áður. Borgin virðist þó umkringd af rússneskum hermönnum en Rússar hafa sagt að almennir borgarar megi flýja og verði óáreittir. 28. febrúar 2022 06:13 „Rússland verður nú alþjóðlegt úrhrak í áratugi“ „Stalínismi dó ekki fyrr en hann gerði það. Það sama á við um Maóisma. Á það líka við um Pútinisma?“ 28. febrúar 2022 12:48 Rúmlega hálf milljón Úkraínumanna á flótta Sameinuðu þjóðirnar áætla nú að rúmlega hálf milljón manna hafi flúið heimili sín vegna stríðsátakanna í Úkraínu eftir innrás Rússa. Hörð átök eru enn víða í landinu, en Rússar hafa meðal annars ráðist á stórborgir á borð við Kænugarð. Kharkív og Tsjernihív. 28. febrúar 2022 13:00 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Vaktin: Tugir borgara sagðir hafa fallið í klasasprengjuárás Sókn rússnesks herliðs að úkraínsku höfuðborginni Kænugarði hélt áfram í nótt og í morgun, þó hún hafi verið umfangsminni en áður. Borgin virðist þó umkringd af rússneskum hermönnum en Rússar hafa sagt að almennir borgarar megi flýja og verði óáreittir. 28. febrúar 2022 06:13
„Rússland verður nú alþjóðlegt úrhrak í áratugi“ „Stalínismi dó ekki fyrr en hann gerði það. Það sama á við um Maóisma. Á það líka við um Pútinisma?“ 28. febrúar 2022 12:48
Rúmlega hálf milljón Úkraínumanna á flótta Sameinuðu þjóðirnar áætla nú að rúmlega hálf milljón manna hafi flúið heimili sín vegna stríðsátakanna í Úkraínu eftir innrás Rússa. Hörð átök eru enn víða í landinu, en Rússar hafa meðal annars ráðist á stórborgir á borð við Kænugarð. Kharkív og Tsjernihív. 28. febrúar 2022 13:00