„Neyðarástand“ hjá Útlendingastofnun komi ekki í veg fyrir móttöku fólks frá Úkraínu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. febrúar 2022 18:57 Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir að meint „neyðarástand“ hjá Útlendingastofnun, sem dómsmálaráðherra sagði fyrir helgi að kynni að teppa aðstöðu fyrir flóttamenn sem hingað kunna að koma frá Úkraínu, muni ekki koma í veg fyrir móttöku flóttafólks. Þetta kom fram í máli Guðmundar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fyrir helgi var rætt við Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, sem sagði meðal annars að flóttafólk sem væri hér á landi nú teppti húsnæði og aðstöðu fyrir aðra flóttamenn. „Það er hreint neyðarástand hjá Útlendingastofnun að finna húsnæði fyrir fólkið sem er að koma núna,“ sagði Jón. Málin hreint ekki skyld Guðmundur sagði þetta meinta neyðarástand hins vegar ekki munu koma í veg fyrir móttöku fólks sem nú flýr heimili sín í Úkraínu vegna innrásar Rússa í landið. „Nei alls ekki. Almennt ber okkur nú bara skylda samkvæmt þeim alþjóðalögum og samningum sem við erum með, að taka á móti fólki sem hingað kemur í leit að vernd. Útvega því húsnæði og þjónustu. Hvað varðar móttöku flóttafólks frá Úkraínu, þá eru þessi tvö mál alls ekki skyld og mögulegur húsnæðiskortur hjá Útlendingastofnun mun ekki koma í veg fyrir að við öxlum okkar ábyrgð sem þjóð á meðal þjóða og tökum þátt í því að veita fólki [hjálp] sem er í mikilli neyð út af stríðinu í Úkraínu,“ sagði Guðmundur. Ummæli dómsmálaráðherra í síðustu viku hafa vakið hörð viðbrögð. Félagsmálaráðherra vildi þó ekki ganga svo langt að segja að hann væri ósáttur við ummælin. „Ég vil meina það að við séum að fara að taka hér á móti fólki. Það er það sem að ég er að einbeita mér að því að vinna að, og hef falið flóttamannanefnd að koma með tillögur þar að lútandi.“ Ef þessir flóttamenn verða eitthvað skemur hérna, getum við þá tekið við þeim mun fleiri? „Þetta er einmitt eitt af því sem þarf að skoða, því margt af þessu fólki og sennilega flest, vill auðvitað fara sem fyrst aftur heim til sín ef átökin dragast ekki of mikið á langinn. Það sem maður hefur auðvitað líka áhyggjur af er fatlað fólk og aðrir sem eiga erfitt með að flýja og það þarf að koma slíku fólki líka til hjálpar, í heimalandinu,“ sagði félagsmálaráðherra. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Húsnæðismál standi ekki í vegi fyrir móttöku flóttafólks Forsætisráðherra segir að húsnæðismál Útlendingastofnunar muni ekki standa í vegi fyrir móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Undirbúningur að því sé nú þegar hafinn. 28. febrúar 2022 16:26 Nágrannaþjóðir taka flóttamönnum frá Úkraínu opnum örmum Evrópusambandið hefur fryst eignir forseta og utanríkisráðherra Rússlands í ríkjum sambandsins. Nágrannaríki Úkraínu í vestri taka flóttafólki þaðan opnum örmum en mikill fjöldi fólks reynir nú að komast vestur yfir. Hundruð manna hafa fallið í átökum beggja landa í Úkraínu undanfarinn sólarhring. Forseti landsins hefur kallað eftir fundi með Rússlandsforseta. 25. febrúar 2022 19:21 Í biðröð til að komast til Póllands: „Það er eins og það sé heimsendir“ Úkraínsk kona, sem fréttastofa hefur verið í sambandi við, hefur verið föst í bílaröð við landamærin að Póllandi frá því á aðfaranótt föstudags. Enn er fjöldi fólks á undan henni í röðinni og hún ekki örugg. Rússneski herinn sprengdi upp húsnæði úkraínska hersins í nágrenninu í nótt. 27. febrúar 2022 12:16 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira
Þetta kom fram í máli Guðmundar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fyrir helgi var rætt við Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, sem sagði meðal annars að flóttafólk sem væri hér á landi nú teppti húsnæði og aðstöðu fyrir aðra flóttamenn. „Það er hreint neyðarástand hjá Útlendingastofnun að finna húsnæði fyrir fólkið sem er að koma núna,“ sagði Jón. Málin hreint ekki skyld Guðmundur sagði þetta meinta neyðarástand hins vegar ekki munu koma í veg fyrir móttöku fólks sem nú flýr heimili sín í Úkraínu vegna innrásar Rússa í landið. „Nei alls ekki. Almennt ber okkur nú bara skylda samkvæmt þeim alþjóðalögum og samningum sem við erum með, að taka á móti fólki sem hingað kemur í leit að vernd. Útvega því húsnæði og þjónustu. Hvað varðar móttöku flóttafólks frá Úkraínu, þá eru þessi tvö mál alls ekki skyld og mögulegur húsnæðiskortur hjá Útlendingastofnun mun ekki koma í veg fyrir að við öxlum okkar ábyrgð sem þjóð á meðal þjóða og tökum þátt í því að veita fólki [hjálp] sem er í mikilli neyð út af stríðinu í Úkraínu,“ sagði Guðmundur. Ummæli dómsmálaráðherra í síðustu viku hafa vakið hörð viðbrögð. Félagsmálaráðherra vildi þó ekki ganga svo langt að segja að hann væri ósáttur við ummælin. „Ég vil meina það að við séum að fara að taka hér á móti fólki. Það er það sem að ég er að einbeita mér að því að vinna að, og hef falið flóttamannanefnd að koma með tillögur þar að lútandi.“ Ef þessir flóttamenn verða eitthvað skemur hérna, getum við þá tekið við þeim mun fleiri? „Þetta er einmitt eitt af því sem þarf að skoða, því margt af þessu fólki og sennilega flest, vill auðvitað fara sem fyrst aftur heim til sín ef átökin dragast ekki of mikið á langinn. Það sem maður hefur auðvitað líka áhyggjur af er fatlað fólk og aðrir sem eiga erfitt með að flýja og það þarf að koma slíku fólki líka til hjálpar, í heimalandinu,“ sagði félagsmálaráðherra.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Húsnæðismál standi ekki í vegi fyrir móttöku flóttafólks Forsætisráðherra segir að húsnæðismál Útlendingastofnunar muni ekki standa í vegi fyrir móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Undirbúningur að því sé nú þegar hafinn. 28. febrúar 2022 16:26 Nágrannaþjóðir taka flóttamönnum frá Úkraínu opnum örmum Evrópusambandið hefur fryst eignir forseta og utanríkisráðherra Rússlands í ríkjum sambandsins. Nágrannaríki Úkraínu í vestri taka flóttafólki þaðan opnum örmum en mikill fjöldi fólks reynir nú að komast vestur yfir. Hundruð manna hafa fallið í átökum beggja landa í Úkraínu undanfarinn sólarhring. Forseti landsins hefur kallað eftir fundi með Rússlandsforseta. 25. febrúar 2022 19:21 Í biðröð til að komast til Póllands: „Það er eins og það sé heimsendir“ Úkraínsk kona, sem fréttastofa hefur verið í sambandi við, hefur verið föst í bílaröð við landamærin að Póllandi frá því á aðfaranótt föstudags. Enn er fjöldi fólks á undan henni í röðinni og hún ekki örugg. Rússneski herinn sprengdi upp húsnæði úkraínska hersins í nágrenninu í nótt. 27. febrúar 2022 12:16 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira
Húsnæðismál standi ekki í vegi fyrir móttöku flóttafólks Forsætisráðherra segir að húsnæðismál Útlendingastofnunar muni ekki standa í vegi fyrir móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Undirbúningur að því sé nú þegar hafinn. 28. febrúar 2022 16:26
Nágrannaþjóðir taka flóttamönnum frá Úkraínu opnum örmum Evrópusambandið hefur fryst eignir forseta og utanríkisráðherra Rússlands í ríkjum sambandsins. Nágrannaríki Úkraínu í vestri taka flóttafólki þaðan opnum örmum en mikill fjöldi fólks reynir nú að komast vestur yfir. Hundruð manna hafa fallið í átökum beggja landa í Úkraínu undanfarinn sólarhring. Forseti landsins hefur kallað eftir fundi með Rússlandsforseta. 25. febrúar 2022 19:21
Í biðröð til að komast til Póllands: „Það er eins og það sé heimsendir“ Úkraínsk kona, sem fréttastofa hefur verið í sambandi við, hefur verið föst í bílaröð við landamærin að Póllandi frá því á aðfaranótt föstudags. Enn er fjöldi fólks á undan henni í röðinni og hún ekki örugg. Rússneski herinn sprengdi upp húsnæði úkraínska hersins í nágrenninu í nótt. 27. febrúar 2022 12:16