Ég las það í Samúel Álfur Birkir Bjarnason skrifar 1. mars 2022 11:30 Þegar ég var að alast upp voru Samtökin ’78 staðreynd. Fyrir mér var ekkert eðlilegra en að á Íslandi væri starfrækt félag sem talaði fyrir mannréttindum homma og lesbía og síðar sífellt fleiri hópa hinsegin fólks. En þótt ég hafi framan af tekið Samtökunum ’78 sem sjálfsögðum er það í raun fjarstæða. Samtökin og árangur þeirra eru sprottin upp úr framtakssemi og þrautseigju félagsfólks og framfarirnar sem ég hef séð í málefnum hinsegin fólks á minni ævi hefðu fæstar orðið nema fyrir tilstilli fólks innan Samtakanna ’78. Staðfest samvist fólks af sama kyni (1996), ein hjúskaparlög (2010) og lög um kynrænt sjálfræði (2019) eru dæmi um þýðingarmiklar réttarbætur sem við höfum náð í gegn. Við megum þó aldrei taka áunnum réttindum okkar sem gefnum eða óhagganlegum eins og sést til dæmis í opinberum „LGBT-lausum svæðum” í Póllandi (2020) sem fara stækkandi og „Don’t say gay“ frumvarpinu í Flórída (2022) sem tekur allan hinseginleika af dagskrá skóla og takmarkar tjáningarfrelsi hinsegin nemenda. Hvort tveggja strokar út réttindi, sögu og öryggi hinsegin fólks. Sagan sýnir okkur að þegar sýnileiki okkar er farinn að þrýsta á ramma hins heterónormatíva getur mótlætið aukist og það fellur í skaut okkar sem á eftir komum að standa vörð um afrakstur brautryðjenda fyrri kynslóða. Og þótt Samtökin ’78 séu löngu orðin staðreynd eru verkefnin enn fjölmörg. Hver er staða hinsegin fólks á vinnumarkaði? Rannsókn BHM og Samtakanna ’78 kortleggur mögulegan launamun og nýtist við að skipuleggja mótvægisaðgerðir. Hvernig grípum við unglinga sem eru að feta sig í hinseginleikanum? Félagsmiðstöð Samtakanna ’78 fyrir hinsegin ungmenni hefur gert þeim auðveldara að vera þau sjálf fyrr í lífinu og finna styrk í félagsskap annarra ungmenna. Hvað verður um hinsegin fólk þegar það eldist? Það hættir ekki að vera hommar, lesbíur, tvíkynhneigt, trans, intersex eða annars konar hinsegin en hættan er sú að það fari í felur þegar hinsegin samferðafólkinu fækkar og aðstæður breytast. Ekkert okkar á að þurfa fara aftur inn í skápinn og fela sig. Hvorki vegna afturhalds stjórnvalda eins og sést í Póllandi, Bandaríkjunum og víðar, né vegna mögulegs mótlætis samfélagsins og allra síst á hjúkrunarheimili við Hringbraut. Það er þess vegna sem ég býð fram krafta mína. Til að varðveita allt sem áunnist hefur og nýta hvert tækifæri til að gera samfélagið að betri stað fyrir okkur líkt og fyrirrennarar mínir hafa gert síðan þau lásu það í Samúel. Höfundur er í framboði til formanns Samtakanna ’78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég var að alast upp voru Samtökin ’78 staðreynd. Fyrir mér var ekkert eðlilegra en að á Íslandi væri starfrækt félag sem talaði fyrir mannréttindum homma og lesbía og síðar sífellt fleiri hópa hinsegin fólks. En þótt ég hafi framan af tekið Samtökunum ’78 sem sjálfsögðum er það í raun fjarstæða. Samtökin og árangur þeirra eru sprottin upp úr framtakssemi og þrautseigju félagsfólks og framfarirnar sem ég hef séð í málefnum hinsegin fólks á minni ævi hefðu fæstar orðið nema fyrir tilstilli fólks innan Samtakanna ’78. Staðfest samvist fólks af sama kyni (1996), ein hjúskaparlög (2010) og lög um kynrænt sjálfræði (2019) eru dæmi um þýðingarmiklar réttarbætur sem við höfum náð í gegn. Við megum þó aldrei taka áunnum réttindum okkar sem gefnum eða óhagganlegum eins og sést til dæmis í opinberum „LGBT-lausum svæðum” í Póllandi (2020) sem fara stækkandi og „Don’t say gay“ frumvarpinu í Flórída (2022) sem tekur allan hinseginleika af dagskrá skóla og takmarkar tjáningarfrelsi hinsegin nemenda. Hvort tveggja strokar út réttindi, sögu og öryggi hinsegin fólks. Sagan sýnir okkur að þegar sýnileiki okkar er farinn að þrýsta á ramma hins heterónormatíva getur mótlætið aukist og það fellur í skaut okkar sem á eftir komum að standa vörð um afrakstur brautryðjenda fyrri kynslóða. Og þótt Samtökin ’78 séu löngu orðin staðreynd eru verkefnin enn fjölmörg. Hver er staða hinsegin fólks á vinnumarkaði? Rannsókn BHM og Samtakanna ’78 kortleggur mögulegan launamun og nýtist við að skipuleggja mótvægisaðgerðir. Hvernig grípum við unglinga sem eru að feta sig í hinseginleikanum? Félagsmiðstöð Samtakanna ’78 fyrir hinsegin ungmenni hefur gert þeim auðveldara að vera þau sjálf fyrr í lífinu og finna styrk í félagsskap annarra ungmenna. Hvað verður um hinsegin fólk þegar það eldist? Það hættir ekki að vera hommar, lesbíur, tvíkynhneigt, trans, intersex eða annars konar hinsegin en hættan er sú að það fari í felur þegar hinsegin samferðafólkinu fækkar og aðstæður breytast. Ekkert okkar á að þurfa fara aftur inn í skápinn og fela sig. Hvorki vegna afturhalds stjórnvalda eins og sést í Póllandi, Bandaríkjunum og víðar, né vegna mögulegs mótlætis samfélagsins og allra síst á hjúkrunarheimili við Hringbraut. Það er þess vegna sem ég býð fram krafta mína. Til að varðveita allt sem áunnist hefur og nýta hvert tækifæri til að gera samfélagið að betri stað fyrir okkur líkt og fyrirrennarar mínir hafa gert síðan þau lásu það í Samúel. Höfundur er í framboði til formanns Samtakanna ’78.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar