Opið bréf til borgarstjóra Eyrún Helga Aradóttir skrifar 1. mars 2022 12:30 Stjórnir foreldrafélaga Langholtsskóla, Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla mælast sameiginlega til þess að borgaryfirvöld bregðist hratt við húsnæðisvanda skólanna með því að byggja við hvern þeirra fyrir sig og vernda þannig skólagerð þeirra, skólahverfin og hverfamenningu. Á síðustu árum hafa stjórnendur skólanna unnið í samstarfi við borgina við að móta framtíðarstefnu um húsnæðismál skólanna. Á þeim tíma hefur nemendum skólanna fjölgað hratt og yfirflæðið verið leyst með færanlegum kennslustofum, sem er skammtímalausn. Ljóst er af þéttingu byggðar að nemendum mun áfram fjölga í skólahverfunum. Húsnæðið ber ekki fjölda nemenda í dag, dugar ekki til að kennsla í list- og verkgreinum sé í samræmi við viðmiðunarstundaskrá og kemur niður á aðstöðu nemenda. Innviðir skólanna eru löngu sprungnir og lengi mætti telja hvernig aðstaða nemenda, kennara og annarra starfsmanna hefur verið útþynnt á undanförnum árum. Íþróttaaðstaða fyrir nemendur er ófullnægjandi, aðgangur að öðrum íþróttahúsum ótraustur og ferðatími barnanna kemur niður á námstíma þeirra. Frístund fyrir yngstu börnin er í lélegu húsnæði á erfiðum stað fyrir mörg börn. Borgarráð samþykkti fimmtudaginn 4. nóvember 2021 að vísa þremur sviðsmyndum um „framtíðarskipan skóla í Laugarnes- og Langholtshverfi“ til skóla- og frístundasviðs sem á aftur að leiða umsagnarferli í skólasamfélaginu. Ein sviðmyndanna verður að lokum gerð að tillögu til borgarstjóra og borgarráðs. Skólarnir haldi sér í núverandi mynd og byggt verði við þá alla. Færa 5-6.bekk úr Laugarnesskóla yfir í Laugalækjarskóla og því byggt við hann. Byggður verði nýr safn-unglingaskóli í Laugardal en þá yrðu núverandi skólarnir þrír fyrir nemendur í 1-7. bekk Við fögnum því að fá loksins að taka samtalið um uppbyggingu skólanna okkar og viljum í því samhengi koma eftirfarandi skoðun okkar á framfæri: Í skýrslunni vantar upplýsingar um kostnaðaráætlun sviðsmyndanna og tímaáætlun fyrir uppbyggingu skólanna. Við viljum vernda og viðhalda skólagerð skólanna okkar sem eiga sér langa og árangursríka sögu. Stofnun safnskóla á unglingastigi myndi leið til þess að skólagerð þriggja skóla yrði brotin upp og stofna þyrfti nýjan unglingaskóla frá grunni. Breytingin yrði einnig líkleg til að valda uppbroti á rótgrónum skólahverfum. Við greiningu á slíkri sviðsmynd þarf að taka sérstakt tillit til samsetningar byggðar í skólahverfunum. Staðsetning safnskólans í sviðsmynd 3 er ekki kynnt en í Laugardalnum eru fáir byggingareitir á lausu. Upplýsingar um þessa sviðsmynd eru talsvert frá því að teljast fullnægjandi. Við viljum sjá framtíðarlausnir sem allra fyrst fyrir skólana okkar sem byggðir eru á sambærilegum grunni og aðrir skólar í borginni byggja á. Uppskipting Laugarnesskóla og tilfærsla 5-6.bekkjar í Laugarlækjarskóla fellur ekki innan þess ramma og myndi færa þá enn fjær því skipulagi sem tíðkast í öðrum skólum borgarinnar. Þrátt fyrir að þessi uppskipting kunni að reynast hlutalausn fyrir hverfið til skamms tíma teljum við langtímaávinninginn afar óljósan og vörum við að ráðast í þá vegferð. Gæta þarf þess að skólarnir hafi allir nægt rými í sínu nærumhverfi til að geta tekist á við frekari fjölgun í skólahverfunum og mögulega breyttar þarfir um húsnæði til framtíðar. Við höfnum því að skólalóðum verði breytt með óafturkræfum hætti án þess að slíkt verði gert sem hluti af heildstæðri lausn hvers skóla og skólanna í heild. Við krefjumst þess að unnið verði hratt að þróun húsnæðismála skólanna okkar enda hefur aðstaða barnanna okkar til náms, frístundar og íþrótta verið þynnt út svo um munar á undanförnum árum og er orðin algjörlega óviðunandi. Við viljum sjá árangur af þessu samtali og við viljum langtímalausnir fyrir börnin í skólahverfunum. Höfundur er formaður foreldrafélags Laugarnesskóla. Bréfið er sent fyrir hönd stjórnar Foreldrafélags Langholtsskóla, stjórnar Foreldrafélags Laugalækjarskóla og stjórnar Foreldrafélags Laugarnesskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Grunnskólar Skóla- og menntamál Skoðun: Kosningar 2022 Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Stjórnir foreldrafélaga Langholtsskóla, Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla mælast sameiginlega til þess að borgaryfirvöld bregðist hratt við húsnæðisvanda skólanna með því að byggja við hvern þeirra fyrir sig og vernda þannig skólagerð þeirra, skólahverfin og hverfamenningu. Á síðustu árum hafa stjórnendur skólanna unnið í samstarfi við borgina við að móta framtíðarstefnu um húsnæðismál skólanna. Á þeim tíma hefur nemendum skólanna fjölgað hratt og yfirflæðið verið leyst með færanlegum kennslustofum, sem er skammtímalausn. Ljóst er af þéttingu byggðar að nemendum mun áfram fjölga í skólahverfunum. Húsnæðið ber ekki fjölda nemenda í dag, dugar ekki til að kennsla í list- og verkgreinum sé í samræmi við viðmiðunarstundaskrá og kemur niður á aðstöðu nemenda. Innviðir skólanna eru löngu sprungnir og lengi mætti telja hvernig aðstaða nemenda, kennara og annarra starfsmanna hefur verið útþynnt á undanförnum árum. Íþróttaaðstaða fyrir nemendur er ófullnægjandi, aðgangur að öðrum íþróttahúsum ótraustur og ferðatími barnanna kemur niður á námstíma þeirra. Frístund fyrir yngstu börnin er í lélegu húsnæði á erfiðum stað fyrir mörg börn. Borgarráð samþykkti fimmtudaginn 4. nóvember 2021 að vísa þremur sviðsmyndum um „framtíðarskipan skóla í Laugarnes- og Langholtshverfi“ til skóla- og frístundasviðs sem á aftur að leiða umsagnarferli í skólasamfélaginu. Ein sviðmyndanna verður að lokum gerð að tillögu til borgarstjóra og borgarráðs. Skólarnir haldi sér í núverandi mynd og byggt verði við þá alla. Færa 5-6.bekk úr Laugarnesskóla yfir í Laugalækjarskóla og því byggt við hann. Byggður verði nýr safn-unglingaskóli í Laugardal en þá yrðu núverandi skólarnir þrír fyrir nemendur í 1-7. bekk Við fögnum því að fá loksins að taka samtalið um uppbyggingu skólanna okkar og viljum í því samhengi koma eftirfarandi skoðun okkar á framfæri: Í skýrslunni vantar upplýsingar um kostnaðaráætlun sviðsmyndanna og tímaáætlun fyrir uppbyggingu skólanna. Við viljum vernda og viðhalda skólagerð skólanna okkar sem eiga sér langa og árangursríka sögu. Stofnun safnskóla á unglingastigi myndi leið til þess að skólagerð þriggja skóla yrði brotin upp og stofna þyrfti nýjan unglingaskóla frá grunni. Breytingin yrði einnig líkleg til að valda uppbroti á rótgrónum skólahverfum. Við greiningu á slíkri sviðsmynd þarf að taka sérstakt tillit til samsetningar byggðar í skólahverfunum. Staðsetning safnskólans í sviðsmynd 3 er ekki kynnt en í Laugardalnum eru fáir byggingareitir á lausu. Upplýsingar um þessa sviðsmynd eru talsvert frá því að teljast fullnægjandi. Við viljum sjá framtíðarlausnir sem allra fyrst fyrir skólana okkar sem byggðir eru á sambærilegum grunni og aðrir skólar í borginni byggja á. Uppskipting Laugarnesskóla og tilfærsla 5-6.bekkjar í Laugarlækjarskóla fellur ekki innan þess ramma og myndi færa þá enn fjær því skipulagi sem tíðkast í öðrum skólum borgarinnar. Þrátt fyrir að þessi uppskipting kunni að reynast hlutalausn fyrir hverfið til skamms tíma teljum við langtímaávinninginn afar óljósan og vörum við að ráðast í þá vegferð. Gæta þarf þess að skólarnir hafi allir nægt rými í sínu nærumhverfi til að geta tekist á við frekari fjölgun í skólahverfunum og mögulega breyttar þarfir um húsnæði til framtíðar. Við höfnum því að skólalóðum verði breytt með óafturkræfum hætti án þess að slíkt verði gert sem hluti af heildstæðri lausn hvers skóla og skólanna í heild. Við krefjumst þess að unnið verði hratt að þróun húsnæðismála skólanna okkar enda hefur aðstaða barnanna okkar til náms, frístundar og íþrótta verið þynnt út svo um munar á undanförnum árum og er orðin algjörlega óviðunandi. Við viljum sjá árangur af þessu samtali og við viljum langtímalausnir fyrir börnin í skólahverfunum. Höfundur er formaður foreldrafélags Laugarnesskóla. Bréfið er sent fyrir hönd stjórnar Foreldrafélags Langholtsskóla, stjórnar Foreldrafélags Laugalækjarskóla og stjórnar Foreldrafélags Laugarnesskóla.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun