Opið bréf til borgarstjóra Eyrún Helga Aradóttir skrifar 1. mars 2022 12:30 Stjórnir foreldrafélaga Langholtsskóla, Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla mælast sameiginlega til þess að borgaryfirvöld bregðist hratt við húsnæðisvanda skólanna með því að byggja við hvern þeirra fyrir sig og vernda þannig skólagerð þeirra, skólahverfin og hverfamenningu. Á síðustu árum hafa stjórnendur skólanna unnið í samstarfi við borgina við að móta framtíðarstefnu um húsnæðismál skólanna. Á þeim tíma hefur nemendum skólanna fjölgað hratt og yfirflæðið verið leyst með færanlegum kennslustofum, sem er skammtímalausn. Ljóst er af þéttingu byggðar að nemendum mun áfram fjölga í skólahverfunum. Húsnæðið ber ekki fjölda nemenda í dag, dugar ekki til að kennsla í list- og verkgreinum sé í samræmi við viðmiðunarstundaskrá og kemur niður á aðstöðu nemenda. Innviðir skólanna eru löngu sprungnir og lengi mætti telja hvernig aðstaða nemenda, kennara og annarra starfsmanna hefur verið útþynnt á undanförnum árum. Íþróttaaðstaða fyrir nemendur er ófullnægjandi, aðgangur að öðrum íþróttahúsum ótraustur og ferðatími barnanna kemur niður á námstíma þeirra. Frístund fyrir yngstu börnin er í lélegu húsnæði á erfiðum stað fyrir mörg börn. Borgarráð samþykkti fimmtudaginn 4. nóvember 2021 að vísa þremur sviðsmyndum um „framtíðarskipan skóla í Laugarnes- og Langholtshverfi“ til skóla- og frístundasviðs sem á aftur að leiða umsagnarferli í skólasamfélaginu. Ein sviðmyndanna verður að lokum gerð að tillögu til borgarstjóra og borgarráðs. Skólarnir haldi sér í núverandi mynd og byggt verði við þá alla. Færa 5-6.bekk úr Laugarnesskóla yfir í Laugalækjarskóla og því byggt við hann. Byggður verði nýr safn-unglingaskóli í Laugardal en þá yrðu núverandi skólarnir þrír fyrir nemendur í 1-7. bekk Við fögnum því að fá loksins að taka samtalið um uppbyggingu skólanna okkar og viljum í því samhengi koma eftirfarandi skoðun okkar á framfæri: Í skýrslunni vantar upplýsingar um kostnaðaráætlun sviðsmyndanna og tímaáætlun fyrir uppbyggingu skólanna. Við viljum vernda og viðhalda skólagerð skólanna okkar sem eiga sér langa og árangursríka sögu. Stofnun safnskóla á unglingastigi myndi leið til þess að skólagerð þriggja skóla yrði brotin upp og stofna þyrfti nýjan unglingaskóla frá grunni. Breytingin yrði einnig líkleg til að valda uppbroti á rótgrónum skólahverfum. Við greiningu á slíkri sviðsmynd þarf að taka sérstakt tillit til samsetningar byggðar í skólahverfunum. Staðsetning safnskólans í sviðsmynd 3 er ekki kynnt en í Laugardalnum eru fáir byggingareitir á lausu. Upplýsingar um þessa sviðsmynd eru talsvert frá því að teljast fullnægjandi. Við viljum sjá framtíðarlausnir sem allra fyrst fyrir skólana okkar sem byggðir eru á sambærilegum grunni og aðrir skólar í borginni byggja á. Uppskipting Laugarnesskóla og tilfærsla 5-6.bekkjar í Laugarlækjarskóla fellur ekki innan þess ramma og myndi færa þá enn fjær því skipulagi sem tíðkast í öðrum skólum borgarinnar. Þrátt fyrir að þessi uppskipting kunni að reynast hlutalausn fyrir hverfið til skamms tíma teljum við langtímaávinninginn afar óljósan og vörum við að ráðast í þá vegferð. Gæta þarf þess að skólarnir hafi allir nægt rými í sínu nærumhverfi til að geta tekist á við frekari fjölgun í skólahverfunum og mögulega breyttar þarfir um húsnæði til framtíðar. Við höfnum því að skólalóðum verði breytt með óafturkræfum hætti án þess að slíkt verði gert sem hluti af heildstæðri lausn hvers skóla og skólanna í heild. Við krefjumst þess að unnið verði hratt að þróun húsnæðismála skólanna okkar enda hefur aðstaða barnanna okkar til náms, frístundar og íþrótta verið þynnt út svo um munar á undanförnum árum og er orðin algjörlega óviðunandi. Við viljum sjá árangur af þessu samtali og við viljum langtímalausnir fyrir börnin í skólahverfunum. Höfundur er formaður foreldrafélags Laugarnesskóla. Bréfið er sent fyrir hönd stjórnar Foreldrafélags Langholtsskóla, stjórnar Foreldrafélags Laugalækjarskóla og stjórnar Foreldrafélags Laugarnesskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Grunnskólar Skóla- og menntamál Skoðun: Kosningar 2022 Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Stjórnir foreldrafélaga Langholtsskóla, Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla mælast sameiginlega til þess að borgaryfirvöld bregðist hratt við húsnæðisvanda skólanna með því að byggja við hvern þeirra fyrir sig og vernda þannig skólagerð þeirra, skólahverfin og hverfamenningu. Á síðustu árum hafa stjórnendur skólanna unnið í samstarfi við borgina við að móta framtíðarstefnu um húsnæðismál skólanna. Á þeim tíma hefur nemendum skólanna fjölgað hratt og yfirflæðið verið leyst með færanlegum kennslustofum, sem er skammtímalausn. Ljóst er af þéttingu byggðar að nemendum mun áfram fjölga í skólahverfunum. Húsnæðið ber ekki fjölda nemenda í dag, dugar ekki til að kennsla í list- og verkgreinum sé í samræmi við viðmiðunarstundaskrá og kemur niður á aðstöðu nemenda. Innviðir skólanna eru löngu sprungnir og lengi mætti telja hvernig aðstaða nemenda, kennara og annarra starfsmanna hefur verið útþynnt á undanförnum árum. Íþróttaaðstaða fyrir nemendur er ófullnægjandi, aðgangur að öðrum íþróttahúsum ótraustur og ferðatími barnanna kemur niður á námstíma þeirra. Frístund fyrir yngstu börnin er í lélegu húsnæði á erfiðum stað fyrir mörg börn. Borgarráð samþykkti fimmtudaginn 4. nóvember 2021 að vísa þremur sviðsmyndum um „framtíðarskipan skóla í Laugarnes- og Langholtshverfi“ til skóla- og frístundasviðs sem á aftur að leiða umsagnarferli í skólasamfélaginu. Ein sviðmyndanna verður að lokum gerð að tillögu til borgarstjóra og borgarráðs. Skólarnir haldi sér í núverandi mynd og byggt verði við þá alla. Færa 5-6.bekk úr Laugarnesskóla yfir í Laugalækjarskóla og því byggt við hann. Byggður verði nýr safn-unglingaskóli í Laugardal en þá yrðu núverandi skólarnir þrír fyrir nemendur í 1-7. bekk Við fögnum því að fá loksins að taka samtalið um uppbyggingu skólanna okkar og viljum í því samhengi koma eftirfarandi skoðun okkar á framfæri: Í skýrslunni vantar upplýsingar um kostnaðaráætlun sviðsmyndanna og tímaáætlun fyrir uppbyggingu skólanna. Við viljum vernda og viðhalda skólagerð skólanna okkar sem eiga sér langa og árangursríka sögu. Stofnun safnskóla á unglingastigi myndi leið til þess að skólagerð þriggja skóla yrði brotin upp og stofna þyrfti nýjan unglingaskóla frá grunni. Breytingin yrði einnig líkleg til að valda uppbroti á rótgrónum skólahverfum. Við greiningu á slíkri sviðsmynd þarf að taka sérstakt tillit til samsetningar byggðar í skólahverfunum. Staðsetning safnskólans í sviðsmynd 3 er ekki kynnt en í Laugardalnum eru fáir byggingareitir á lausu. Upplýsingar um þessa sviðsmynd eru talsvert frá því að teljast fullnægjandi. Við viljum sjá framtíðarlausnir sem allra fyrst fyrir skólana okkar sem byggðir eru á sambærilegum grunni og aðrir skólar í borginni byggja á. Uppskipting Laugarnesskóla og tilfærsla 5-6.bekkjar í Laugarlækjarskóla fellur ekki innan þess ramma og myndi færa þá enn fjær því skipulagi sem tíðkast í öðrum skólum borgarinnar. Þrátt fyrir að þessi uppskipting kunni að reynast hlutalausn fyrir hverfið til skamms tíma teljum við langtímaávinninginn afar óljósan og vörum við að ráðast í þá vegferð. Gæta þarf þess að skólarnir hafi allir nægt rými í sínu nærumhverfi til að geta tekist á við frekari fjölgun í skólahverfunum og mögulega breyttar þarfir um húsnæði til framtíðar. Við höfnum því að skólalóðum verði breytt með óafturkræfum hætti án þess að slíkt verði gert sem hluti af heildstæðri lausn hvers skóla og skólanna í heild. Við krefjumst þess að unnið verði hratt að þróun húsnæðismála skólanna okkar enda hefur aðstaða barnanna okkar til náms, frístundar og íþrótta verið þynnt út svo um munar á undanförnum árum og er orðin algjörlega óviðunandi. Við viljum sjá árangur af þessu samtali og við viljum langtímalausnir fyrir börnin í skólahverfunum. Höfundur er formaður foreldrafélags Laugarnesskóla. Bréfið er sent fyrir hönd stjórnar Foreldrafélags Langholtsskóla, stjórnar Foreldrafélags Laugalækjarskóla og stjórnar Foreldrafélags Laugarnesskóla.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun