Pútín á þannig að hafa sent fjögur hundruð sérþjálfaða málaliða til Úkraínu til að leita upp ákveðna aðila og taka þá að lífi.
400 highly-trained Russian mercenaries have been sent to Kyiv with the demand to assassinate targets.
— SPORTbible (@sportbible) March 1, 2022
The Klitschko brothers are on the list of Putin's targets. pic.twitter.com/GOdbUyIUs6
The Times segir frá þessu og þar kemur fram að Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, sé á þessum lista sem og öll ríkisstjórn hans.
Á umræddum 23 manna lista eru einnig sagðir vera boxbræðurnir Wladimir og Vitali Klitschko. Þessir fyrrum heimsmeistarar í þungavigt hafa báðir biðlað til heimsins að stöðva innrás Rússa og hafa auk þess báðir gengið til liðs við úkraínska herinn.
Sá eldri, Vitali Klitschko, er borgarstjóri í Kiev. Hetjuleg framganga þeirra og heimsfrægð hefur vakið mikla athygli á stöðu Úkraínu sem Pútín er augljóslega allt annað en hrifinn af.
Thank you to all our European friends who support Ukraine and Ukrainians with all their hearts and want to help us! Accounts have been opened in national banks of several countries for #donations to help Ukrainians. Thank you! pic.twitter.com/t5FnFezD5l
— Klitschko (@Klitschko) February 28, 2022
Margir fyrrnefndra málaliða eru sagðir tilheyra Wagner Group samtökunum sem er einkahersveit með sterk tengsl við Pútín.
Sveitin kom til Rússlands frá Afríku fyrir um mánuði síðan.