„Þetta er uppáhaldsdagurinn minn“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 1. mars 2022 20:01 Valgerður María Gunnarsdóttir verslunarstjóri segir daginn þann skemmtilegasta ársins. Stöð 2 Öskudagurinn er á morgun og landsmenn, ungir sem aldnir, flykkjast í þartilgerðar búðir að kaupa búninga fyrir morgundaginn. Mikið var að gera í Partýbúðinni þegar fréttamaður leit við fyrr í kvöld en þar er opið til miðnættis. Verslunarstjóri segir fólk eins og beljur á vori. Valgerður María Gunnarsdóttir, verslunarstjóri Partýbúðarinnar og íklædd SWAT lögreglubúningi í tilefni öskudagsins, segir gríðarlega stemningu hafa verið í dag. Þetta sé einn stærsti dagur ársins. Búningar úr sjónvarpsþáttaröðinni Squid game hafa verið hvað vinsælastir í aðdraganda öskudags en þó sé af nægu að taka. „Squid game var rosalega vinsælt, við erum búin með búningana en eigum nóg af grímum. Svo er búið að vera eitthvert algjört Spiderman-æði. Og svo náttúrulega allt svona matarkyns: bananar, pylsur, tómatsósuflöskur, egg og beikon, samlokur, þetta er búið að vera mjög vinsælt,“ segir Valgerður María. Hún segir frábært að sjá gleðina í börnunum og tilhlökkunin sé eðli málsins samkvæmt mikil. „Ég held að við séum bara eins og beljur á vori. Þessar takmarkanir voru kannski að koma verst niður á þessum grunnskólakrökkum og núna fá þau loksins að gera eitthvað aftur, þetta er búið að vera mjög erfitt.“ Hvernig er að vera starfsmaður á þessum degi, er þetta ekki besti dagur í heimi? „Jú, þetta er uppáhaldsdagurinn minn. Ég er að norðan þannig að öskudagurinn er minn dagur.“ Aðspurð hvers vegna svona mikið sé að gera klukkan sjö að kvöldi er svarið einfalt: „Þetta er bara íslenska leiðin, það er bara þannig. Það er opið til miðnættis þannig að það verður nóg handa öllum.“ Öskudagur Sprengidagur Verslun Reykjavík Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Valgerður María Gunnarsdóttir, verslunarstjóri Partýbúðarinnar og íklædd SWAT lögreglubúningi í tilefni öskudagsins, segir gríðarlega stemningu hafa verið í dag. Þetta sé einn stærsti dagur ársins. Búningar úr sjónvarpsþáttaröðinni Squid game hafa verið hvað vinsælastir í aðdraganda öskudags en þó sé af nægu að taka. „Squid game var rosalega vinsælt, við erum búin með búningana en eigum nóg af grímum. Svo er búið að vera eitthvert algjört Spiderman-æði. Og svo náttúrulega allt svona matarkyns: bananar, pylsur, tómatsósuflöskur, egg og beikon, samlokur, þetta er búið að vera mjög vinsælt,“ segir Valgerður María. Hún segir frábært að sjá gleðina í börnunum og tilhlökkunin sé eðli málsins samkvæmt mikil. „Ég held að við séum bara eins og beljur á vori. Þessar takmarkanir voru kannski að koma verst niður á þessum grunnskólakrökkum og núna fá þau loksins að gera eitthvað aftur, þetta er búið að vera mjög erfitt.“ Hvernig er að vera starfsmaður á þessum degi, er þetta ekki besti dagur í heimi? „Jú, þetta er uppáhaldsdagurinn minn. Ég er að norðan þannig að öskudagurinn er minn dagur.“ Aðspurð hvers vegna svona mikið sé að gera klukkan sjö að kvöldi er svarið einfalt: „Þetta er bara íslenska leiðin, það er bara þannig. Það er opið til miðnættis þannig að það verður nóg handa öllum.“
Öskudagur Sprengidagur Verslun Reykjavík Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira