„Svartir sauðir“: Neytendasamtökin vara fólk við því að versla við sjö nafngreind fyrirtæki Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. mars 2022 10:34 Neytendasamtökin segja fyrirtækin í skammakróknum þar til þau fara að niðurstöðum kærunefndarinnar. Neytendasamtökin hafa nafngreint sjö fyrirtæki sem þau vara neytendur við að versla við en fyrirtækin eiga það öll sameiginlegt að hafa ekki farið að niðurstöðum kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Umrædd fyrirtæki eru Ferðaskrifstofa Íslands, Ormsson, CC Bílaleiga, Matfasteigna, Geri Allt, Camper Iceland og GC ehf. Í tilkynningu á vef Neytendasamtakanna, undir yfirskriftinni „Varist þessi fyrirtæki“ segir að kærunefnd vöru- og þjónustukaupa sé ein af þeim nefndum sem taki á kvörtunum neytenda en hún er skipuð fulltrúum neytenda, atvinnulífsins og stjórnvalda. „Neytendur geta lagt ágreiningsmál við seljendur fyrir nefndina og fengið skjóta úrlausn mála sinna utan dómstóla. Á undanförnum tveimur árum hefur nefndin úrskurðað í vel á annað hundrað málum, þar af neytendum í vil að hluta eða að fullu í 65 málum,“ segir í tilkynningunni. Sá hængur sé þó á störfum nefndarinnar að þrátt fyrir að flest fyrirtæki uni niðurstöðum hennar séu örfáir „svartir sauðir“ sem geri það ekki. Um sé að ræða ofangreind fyrirtæki en upphæðirnar séu svo lágar að það taki því ekki fyrir neytendur að fara með málin fyrir dómstóla, þrátt fyrir að þau myndu að öllum líkindum vinnast. Þetta veki upp spurningar um það hvort nauðsynlegt sé að koma á svokölluðum smákrafnarétti að erlendri fyrirmynd (e. Small Claims Court). Í tilkynningunni segir einnig að nöfn þeirra fyrirtækja sem ekki fara að niðurstöðu kærunefndar vöru- og þjónustukaupa verði birt í eitt ár en fari svo af listanum. Þau séu birt neytendum til varnaðar. „Samtökin hvetja forsvarsmenn fyrirtækjanna að fara tafarlaust að úrskurðum kærunefndarinnar. Þangað til verða þau í skammarkróknum.“ Neytendur Verslun Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Sjá meira
Umrædd fyrirtæki eru Ferðaskrifstofa Íslands, Ormsson, CC Bílaleiga, Matfasteigna, Geri Allt, Camper Iceland og GC ehf. Í tilkynningu á vef Neytendasamtakanna, undir yfirskriftinni „Varist þessi fyrirtæki“ segir að kærunefnd vöru- og þjónustukaupa sé ein af þeim nefndum sem taki á kvörtunum neytenda en hún er skipuð fulltrúum neytenda, atvinnulífsins og stjórnvalda. „Neytendur geta lagt ágreiningsmál við seljendur fyrir nefndina og fengið skjóta úrlausn mála sinna utan dómstóla. Á undanförnum tveimur árum hefur nefndin úrskurðað í vel á annað hundrað málum, þar af neytendum í vil að hluta eða að fullu í 65 málum,“ segir í tilkynningunni. Sá hængur sé þó á störfum nefndarinnar að þrátt fyrir að flest fyrirtæki uni niðurstöðum hennar séu örfáir „svartir sauðir“ sem geri það ekki. Um sé að ræða ofangreind fyrirtæki en upphæðirnar séu svo lágar að það taki því ekki fyrir neytendur að fara með málin fyrir dómstóla, þrátt fyrir að þau myndu að öllum líkindum vinnast. Þetta veki upp spurningar um það hvort nauðsynlegt sé að koma á svokölluðum smákrafnarétti að erlendri fyrirmynd (e. Small Claims Court). Í tilkynningunni segir einnig að nöfn þeirra fyrirtækja sem ekki fara að niðurstöðu kærunefndar vöru- og þjónustukaupa verði birt í eitt ár en fari svo af listanum. Þau séu birt neytendum til varnaðar. „Samtökin hvetja forsvarsmenn fyrirtækjanna að fara tafarlaust að úrskurðum kærunefndarinnar. Þangað til verða þau í skammarkróknum.“
Neytendur Verslun Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“