„Svartir sauðir“: Neytendasamtökin vara fólk við því að versla við sjö nafngreind fyrirtæki Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. mars 2022 10:34 Neytendasamtökin segja fyrirtækin í skammakróknum þar til þau fara að niðurstöðum kærunefndarinnar. Neytendasamtökin hafa nafngreint sjö fyrirtæki sem þau vara neytendur við að versla við en fyrirtækin eiga það öll sameiginlegt að hafa ekki farið að niðurstöðum kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Umrædd fyrirtæki eru Ferðaskrifstofa Íslands, Ormsson, CC Bílaleiga, Matfasteigna, Geri Allt, Camper Iceland og GC ehf. Í tilkynningu á vef Neytendasamtakanna, undir yfirskriftinni „Varist þessi fyrirtæki“ segir að kærunefnd vöru- og þjónustukaupa sé ein af þeim nefndum sem taki á kvörtunum neytenda en hún er skipuð fulltrúum neytenda, atvinnulífsins og stjórnvalda. „Neytendur geta lagt ágreiningsmál við seljendur fyrir nefndina og fengið skjóta úrlausn mála sinna utan dómstóla. Á undanförnum tveimur árum hefur nefndin úrskurðað í vel á annað hundrað málum, þar af neytendum í vil að hluta eða að fullu í 65 málum,“ segir í tilkynningunni. Sá hængur sé þó á störfum nefndarinnar að þrátt fyrir að flest fyrirtæki uni niðurstöðum hennar séu örfáir „svartir sauðir“ sem geri það ekki. Um sé að ræða ofangreind fyrirtæki en upphæðirnar séu svo lágar að það taki því ekki fyrir neytendur að fara með málin fyrir dómstóla, þrátt fyrir að þau myndu að öllum líkindum vinnast. Þetta veki upp spurningar um það hvort nauðsynlegt sé að koma á svokölluðum smákrafnarétti að erlendri fyrirmynd (e. Small Claims Court). Í tilkynningunni segir einnig að nöfn þeirra fyrirtækja sem ekki fara að niðurstöðu kærunefndar vöru- og þjónustukaupa verði birt í eitt ár en fari svo af listanum. Þau séu birt neytendum til varnaðar. „Samtökin hvetja forsvarsmenn fyrirtækjanna að fara tafarlaust að úrskurðum kærunefndarinnar. Þangað til verða þau í skammarkróknum.“ Neytendur Verslun Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Umrædd fyrirtæki eru Ferðaskrifstofa Íslands, Ormsson, CC Bílaleiga, Matfasteigna, Geri Allt, Camper Iceland og GC ehf. Í tilkynningu á vef Neytendasamtakanna, undir yfirskriftinni „Varist þessi fyrirtæki“ segir að kærunefnd vöru- og þjónustukaupa sé ein af þeim nefndum sem taki á kvörtunum neytenda en hún er skipuð fulltrúum neytenda, atvinnulífsins og stjórnvalda. „Neytendur geta lagt ágreiningsmál við seljendur fyrir nefndina og fengið skjóta úrlausn mála sinna utan dómstóla. Á undanförnum tveimur árum hefur nefndin úrskurðað í vel á annað hundrað málum, þar af neytendum í vil að hluta eða að fullu í 65 málum,“ segir í tilkynningunni. Sá hængur sé þó á störfum nefndarinnar að þrátt fyrir að flest fyrirtæki uni niðurstöðum hennar séu örfáir „svartir sauðir“ sem geri það ekki. Um sé að ræða ofangreind fyrirtæki en upphæðirnar séu svo lágar að það taki því ekki fyrir neytendur að fara með málin fyrir dómstóla, þrátt fyrir að þau myndu að öllum líkindum vinnast. Þetta veki upp spurningar um það hvort nauðsynlegt sé að koma á svokölluðum smákrafnarétti að erlendri fyrirmynd (e. Small Claims Court). Í tilkynningunni segir einnig að nöfn þeirra fyrirtækja sem ekki fara að niðurstöðu kærunefndar vöru- og þjónustukaupa verði birt í eitt ár en fari svo af listanum. Þau séu birt neytendum til varnaðar. „Samtökin hvetja forsvarsmenn fyrirtækjanna að fara tafarlaust að úrskurðum kærunefndarinnar. Þangað til verða þau í skammarkróknum.“
Neytendur Verslun Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent