Er allt í góðu? Jón Gunnarsson skrifar 2. mars 2022 12:31 Kynferðisbrot eru ólíðandi glæpur og samfélagsmein sem berjast þarf gegn með öllum tiltækum ráðum. Frá því ég tók við sem dómsmálaráðherra hef ég lagt mikla áherslu á aðgerðir til að sporna við kynferðisofbeldi. Margt hefur gerst í þeim efnum undanfarna mánuði og óhætt að fullyrða að sjaldan eða aldrei hafi jafn mörg járn verið í eldinum. Þar ber hátt stórauknar fjárheimildir til að efla getu lögreglunnar til að takast á við þessi mál. En ég er einnig þeirrar skoðunar að við náum engum tökum á svona stóru samfélagsmeini án þess að virkja samfélagið sjálft. Eins gott og það er að brot séu upplýst, þá er enn betra að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir þau. Og þar þurfum við öll að vera vakandi gagnvart ofbeldi. Því við berum öll ábyrgð á því að uppræta þetta mein í íslensku samfélagi. Sögulega hefur meginþorri tilkynntra nauðgana til lögreglu átt sér stað um helgar, frá föstudegi til sunnudags og þá sér í lagi frá miðnætti til sex um morguninn. Árið 2020 voru samkomutakmarkanir í tengslum við Covid-19 í hámarki. Ef litið er til nauðgana sem áttu sér stað það ár og fjöldi þeirra borinn saman við fjölda mála þrjú ár á undan fækkaði nauðgunum úr að meðaltali 201 broti á árunum 2017 til 2019 í 114 brot, sem er um 43% fækkun. Brotum fjölgaði síðan aftur 2021 en reglur um samkomutakmarkanir gengu til baka a.m.k. hluta ársins. Þegar horft er til fjölda brota sem tilkynnt var um eftir ári atviks þá má sjá að tilkynnt var um 150 nauðganir árið 2021 samanborið við 114 tilvik árið áður eða 32% fjölgun nauðgana. Breytingar á djamminu höfðu því greinileg áhrif á tíðni nauðgana og ekkert segir að við þurfum að fara aftur í sama horf og fyrir Covid-19. Því hef ég ákveðið að hefja herferð vitundarvakningar í skemmtanalífinu þar sem almenningur er hvattur til þess að vera vakandi gegn ofbeldi. Þessi vitundarvakning er unnin í góðri samvinnu við Neyðarlínuna, ríkislögreglustjóra og fjölda annarra samstarfsaðila og kann ég öllum bestu þakkir fyrir. Í viðkvæmum málaflokki þarf að stíga varlega til jarðar og við höfum notið góðs af uppbyggilegum yfirlestri og ábendingum frá þeim sem þekkja vel til í þessum efnum. Þegar skemmtanalífið er að fara aftur í gang er gott að nota það sem tækifæri til að ná til almennings og vekja okkur öll til umhugsunar og ábyrgðar. Horfum í eigin barm sem samfélag og spyrjum okkur: Hvernig getum við gert djammið öruggara? Það gildir einu hvort þú ert að vinna á barnum, keyra leigubíl eða strætó, standandi vaktina í dyrunum eða bara í góðum gír á djamminu. Skemmtanalífið á að vera öruggt fyrir alla þá sem það stunda og það er á okkar allra ábyrgð að svo verði. Við berum ekki ábyrgð á hegðun annarra, en við berum þá ábyrgð að láta í okkur heyra þegar félagar okkar haga sér ekki eins og vera ber. Við ætlumst ekki til þess að almenningur fari í lögguleik eða setji sig í hættulegar aðstæður. Við erum ekki að biðja fólk um að vakta hvort annað. En það kostar okkur sem einstaklinga ekkert að vera vakandi á djamminu og spyrja óhikað af einlægni og góðum hug: Er allt í góðu? Reynist svarið eitthvað annað en skýrt og einfalt já, þá er einfaldast að hringja í 112. Þegar kemur að kynferðisbrotum þá þurfum við sem samfélag að halda áfram að spyrja þessarar spurningar; Er allt í góðu? Og svo lengi sem svarið er ekki klárt og skýrt já, munum við sem samfélag halda áfram baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Kynferðisofbeldi Næturlíf Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Sjá meira
Kynferðisbrot eru ólíðandi glæpur og samfélagsmein sem berjast þarf gegn með öllum tiltækum ráðum. Frá því ég tók við sem dómsmálaráðherra hef ég lagt mikla áherslu á aðgerðir til að sporna við kynferðisofbeldi. Margt hefur gerst í þeim efnum undanfarna mánuði og óhætt að fullyrða að sjaldan eða aldrei hafi jafn mörg járn verið í eldinum. Þar ber hátt stórauknar fjárheimildir til að efla getu lögreglunnar til að takast á við þessi mál. En ég er einnig þeirrar skoðunar að við náum engum tökum á svona stóru samfélagsmeini án þess að virkja samfélagið sjálft. Eins gott og það er að brot séu upplýst, þá er enn betra að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir þau. Og þar þurfum við öll að vera vakandi gagnvart ofbeldi. Því við berum öll ábyrgð á því að uppræta þetta mein í íslensku samfélagi. Sögulega hefur meginþorri tilkynntra nauðgana til lögreglu átt sér stað um helgar, frá föstudegi til sunnudags og þá sér í lagi frá miðnætti til sex um morguninn. Árið 2020 voru samkomutakmarkanir í tengslum við Covid-19 í hámarki. Ef litið er til nauðgana sem áttu sér stað það ár og fjöldi þeirra borinn saman við fjölda mála þrjú ár á undan fækkaði nauðgunum úr að meðaltali 201 broti á árunum 2017 til 2019 í 114 brot, sem er um 43% fækkun. Brotum fjölgaði síðan aftur 2021 en reglur um samkomutakmarkanir gengu til baka a.m.k. hluta ársins. Þegar horft er til fjölda brota sem tilkynnt var um eftir ári atviks þá má sjá að tilkynnt var um 150 nauðganir árið 2021 samanborið við 114 tilvik árið áður eða 32% fjölgun nauðgana. Breytingar á djamminu höfðu því greinileg áhrif á tíðni nauðgana og ekkert segir að við þurfum að fara aftur í sama horf og fyrir Covid-19. Því hef ég ákveðið að hefja herferð vitundarvakningar í skemmtanalífinu þar sem almenningur er hvattur til þess að vera vakandi gegn ofbeldi. Þessi vitundarvakning er unnin í góðri samvinnu við Neyðarlínuna, ríkislögreglustjóra og fjölda annarra samstarfsaðila og kann ég öllum bestu þakkir fyrir. Í viðkvæmum málaflokki þarf að stíga varlega til jarðar og við höfum notið góðs af uppbyggilegum yfirlestri og ábendingum frá þeim sem þekkja vel til í þessum efnum. Þegar skemmtanalífið er að fara aftur í gang er gott að nota það sem tækifæri til að ná til almennings og vekja okkur öll til umhugsunar og ábyrgðar. Horfum í eigin barm sem samfélag og spyrjum okkur: Hvernig getum við gert djammið öruggara? Það gildir einu hvort þú ert að vinna á barnum, keyra leigubíl eða strætó, standandi vaktina í dyrunum eða bara í góðum gír á djamminu. Skemmtanalífið á að vera öruggt fyrir alla þá sem það stunda og það er á okkar allra ábyrgð að svo verði. Við berum ekki ábyrgð á hegðun annarra, en við berum þá ábyrgð að láta í okkur heyra þegar félagar okkar haga sér ekki eins og vera ber. Við ætlumst ekki til þess að almenningur fari í lögguleik eða setji sig í hættulegar aðstæður. Við erum ekki að biðja fólk um að vakta hvort annað. En það kostar okkur sem einstaklinga ekkert að vera vakandi á djamminu og spyrja óhikað af einlægni og góðum hug: Er allt í góðu? Reynist svarið eitthvað annað en skýrt og einfalt já, þá er einfaldast að hringja í 112. Þegar kemur að kynferðisbrotum þá þurfum við sem samfélag að halda áfram að spyrja þessarar spurningar; Er allt í góðu? Og svo lengi sem svarið er ekki klárt og skýrt já, munum við sem samfélag halda áfram baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun