Dagný Lísa: „Ég var ekki að fara að tapa þessum leik“ Atli Arason skrifar 2. mars 2022 23:30 Dagný Lísa Davíðsdóttir í baráttunni undir körfunni. Vísir/Hulda Margrét Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis, var afar sátt eftir 4 stiga sigur Fjölnis á Njarðvík í Dalhúsum í kvöld, 80-76. „Þetta var fjögurra stiga leikur og skemmtilegt líka að þetta er toppleikur en ekki einhvers staðar um miðja deild. Þetta gerir helling fyrir okkur,“ sagði Dagný Lísa í viðtali við Vísi. „Við komum inn í leikinn með aðeins öðruvísi leikplan en við höfum verið að gera. Það sem við erum búnar að vera að gera í síðustu leikjum gegn þeim hefur ekki verið að virka. Við spiluðum aðra vörn og vorum í svæði allan tíman og settum einbeitinguna á útlendingana þeirra sem hafa verið að skila mjög miklu fyrir þær í leikjum gegn okkur.“ „Leikurinn var allur í járnum. Við vorum einu stigi undir í hálfleik en þá voru þær búnar að taka sitt áhlaup. Þær fundu einhverjar lausnir á okkar varnarleik og voru að setja nokkra þrista í röð. Við vissum samt alveg að þær væru ekki að fara að skjóta 60% í þristum í heilan leik.“ „Ég myndi ekki segja að annaðhvort liðið hafi verið með yfirhöndina í leiknum en ég hafði trú á okkur allan leikinn fram í blálokin. Ég var ekki að fara að tapa þessum leik.“ Eftir sigurinn í kvöld er Fjölniskonur komnar í bílstjórasætið um deildarmeistaratitilinn sem er nú þeirra til að tapa þegar fimm umferðir eru eftir. Stefnan er skýr hjá Grafarvogsliðinu. „Við tví- eða þríeflumst við möguleika á titli og það er eitthvað sem við höfum verið að vinna að allt tímabilið. Við ætlum ekki að gera neitt annað en að klára dæmið. Það er enn þá alveg hægt að klúðra þessu. Við ætlum að gera allt sem við getum gert til þess að klára deildarmeistaratitilinn.“ Keflvíkingar töpuðu gegn Haukum í kvöld og með tapinu er það endanlega laust að Keflavík nær ekki sæti í úrslitakeppninni. Næsti leikur Fjölnis er gegn Keflavík en þrátt fyrir tap suðurnesjaliðsins þá býst Dagný ekki við neinn afslátt frá þeim í viðureign liðanna sem er miðvikudaginn næsta. „Keflavík hefur verið í úrslitakeppninni stanslaust frá einhverjum tíma áður en ég fæddist. Það er einhver menning þarna og það er hefð fyrir því að berjast og gefast ekki upp. Þetta er ekki leikur sem við ætlum að gera lítið úr og þetta er verkefni sem við ætlum að mæta brjálaðar í. Við ætlum að gera það sem við getum til að tryggja okkar sæti enn betur og sækja heimavallarétt fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis, að endingu. Subway-deild kvenna Fjölnir UMF Njarðvík Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
„Þetta var fjögurra stiga leikur og skemmtilegt líka að þetta er toppleikur en ekki einhvers staðar um miðja deild. Þetta gerir helling fyrir okkur,“ sagði Dagný Lísa í viðtali við Vísi. „Við komum inn í leikinn með aðeins öðruvísi leikplan en við höfum verið að gera. Það sem við erum búnar að vera að gera í síðustu leikjum gegn þeim hefur ekki verið að virka. Við spiluðum aðra vörn og vorum í svæði allan tíman og settum einbeitinguna á útlendingana þeirra sem hafa verið að skila mjög miklu fyrir þær í leikjum gegn okkur.“ „Leikurinn var allur í járnum. Við vorum einu stigi undir í hálfleik en þá voru þær búnar að taka sitt áhlaup. Þær fundu einhverjar lausnir á okkar varnarleik og voru að setja nokkra þrista í röð. Við vissum samt alveg að þær væru ekki að fara að skjóta 60% í þristum í heilan leik.“ „Ég myndi ekki segja að annaðhvort liðið hafi verið með yfirhöndina í leiknum en ég hafði trú á okkur allan leikinn fram í blálokin. Ég var ekki að fara að tapa þessum leik.“ Eftir sigurinn í kvöld er Fjölniskonur komnar í bílstjórasætið um deildarmeistaratitilinn sem er nú þeirra til að tapa þegar fimm umferðir eru eftir. Stefnan er skýr hjá Grafarvogsliðinu. „Við tví- eða þríeflumst við möguleika á titli og það er eitthvað sem við höfum verið að vinna að allt tímabilið. Við ætlum ekki að gera neitt annað en að klára dæmið. Það er enn þá alveg hægt að klúðra þessu. Við ætlum að gera allt sem við getum gert til þess að klára deildarmeistaratitilinn.“ Keflvíkingar töpuðu gegn Haukum í kvöld og með tapinu er það endanlega laust að Keflavík nær ekki sæti í úrslitakeppninni. Næsti leikur Fjölnis er gegn Keflavík en þrátt fyrir tap suðurnesjaliðsins þá býst Dagný ekki við neinn afslátt frá þeim í viðureign liðanna sem er miðvikudaginn næsta. „Keflavík hefur verið í úrslitakeppninni stanslaust frá einhverjum tíma áður en ég fæddist. Það er einhver menning þarna og það er hefð fyrir því að berjast og gefast ekki upp. Þetta er ekki leikur sem við ætlum að gera lítið úr og þetta er verkefni sem við ætlum að mæta brjálaðar í. Við ætlum að gera það sem við getum til að tryggja okkar sæti enn betur og sækja heimavallarétt fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis, að endingu.
Subway-deild kvenna Fjölnir UMF Njarðvík Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli