Farnir að beita sömu aðferðum og í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2022 11:35 Íbúðahúsnæði í Kharkív hefur meðal annars orðið fyrir gríðarlegum skemmdum í árásum Rússa. Getty/State Emergency Service of Ukraine Her Rússlands er sagður byrjaður að beita sömu aðferðum í Úkraínu og hermenn nýttu í Sýrlandi. Ganga þær út á að umkringja borgir og bæi og þvinga þá til uppgjafar. Hugveitan Institute for the Study of War birti í gærkvöldi skýrslu um átökin í Úkraínu. Þar kemur meðal annars fram að Rússar leggi mesta áherslu í sóknina að Kænugarði. Eftir um nokkurra daga pásu þar sem frekari birgðum var komið til hermanna hófst hún aftur í gær en gekk enn illa. Önnur sókn sem kemur úr austri gekk þó betur. Rússar hafa náð tökum á borginni Kherson en sitja um Mariupol og náðu að umkringja þá borg að fullu í gær. Ráðamenn í Mariupol og Kharkív hafa kvartað undan linnulausum loftárásum og skothríð úr fallbyssum en slíkar árásir virðast eiga sér stað víðs vegar um Úkraínu. Í Kharkív segja ráðamenn að minnst 34 almennir borgarar hafi fallið í árásum á undanförnum sólarhring. Sagðir vísvitandi gera árásir á innviði og íbúðahverfi Í skýrslu ISW segir að Rússar séu vísvitandi að gera árásir á innviði og íbúðahverfi í Mariupol og víðar. Markmiðið sé að gera íbúum lífið erfitt og þvinga borgirnar til uppgjafar. Þetta sé sambærilegt og Rússar gerðu ítrekaði í Sýrlandi á undanförnum árum. Umkringja borgir og þvinga þær til uppgjafar með ítrekuðum loftárásum gegn almennum borgurum. Sérfræðingar segja líklegast að Rússar muni ekki senda hermenn til Kænugarðs strax, heldur umkringja borgina eins og aðrar og koma í veg fyrir að vopn og birgðir geti borist þangað. Borgarstjóri Konotop tilkynnti íbúum sínum eftir fund með rússneskum hermönnum að Rússar hefðu sagt að bærinn væri umkringdur og ef borgarstjórinn gæfist ekki upp, yrði bænum rústað með stórskotaliðsárásum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði frá því í morgun að minnst ein milljón manna hefði flúið Úkraínu frá því innrásin hófst fyrir viku síðan. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu í vaktinni á Vísi. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sýrland Tengdar fréttir Versti dagur stríðsins hingað til Harðir bardagar hafa staðið yfir í allan dag í Kharkív, Mariupol og Kherson. Eldflaugum hefur rignt yfir borgirnar og stórskotalið herjað á þær. Rússar hafa bætt verulega í árásir á skotmörk í borgum sem ekki þjóna hernaðarlegum tilgangi. 2. mars 2022 16:31 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Hugveitan Institute for the Study of War birti í gærkvöldi skýrslu um átökin í Úkraínu. Þar kemur meðal annars fram að Rússar leggi mesta áherslu í sóknina að Kænugarði. Eftir um nokkurra daga pásu þar sem frekari birgðum var komið til hermanna hófst hún aftur í gær en gekk enn illa. Önnur sókn sem kemur úr austri gekk þó betur. Rússar hafa náð tökum á borginni Kherson en sitja um Mariupol og náðu að umkringja þá borg að fullu í gær. Ráðamenn í Mariupol og Kharkív hafa kvartað undan linnulausum loftárásum og skothríð úr fallbyssum en slíkar árásir virðast eiga sér stað víðs vegar um Úkraínu. Í Kharkív segja ráðamenn að minnst 34 almennir borgarar hafi fallið í árásum á undanförnum sólarhring. Sagðir vísvitandi gera árásir á innviði og íbúðahverfi Í skýrslu ISW segir að Rússar séu vísvitandi að gera árásir á innviði og íbúðahverfi í Mariupol og víðar. Markmiðið sé að gera íbúum lífið erfitt og þvinga borgirnar til uppgjafar. Þetta sé sambærilegt og Rússar gerðu ítrekaði í Sýrlandi á undanförnum árum. Umkringja borgir og þvinga þær til uppgjafar með ítrekuðum loftárásum gegn almennum borgurum. Sérfræðingar segja líklegast að Rússar muni ekki senda hermenn til Kænugarðs strax, heldur umkringja borgina eins og aðrar og koma í veg fyrir að vopn og birgðir geti borist þangað. Borgarstjóri Konotop tilkynnti íbúum sínum eftir fund með rússneskum hermönnum að Rússar hefðu sagt að bærinn væri umkringdur og ef borgarstjórinn gæfist ekki upp, yrði bænum rústað með stórskotaliðsárásum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði frá því í morgun að minnst ein milljón manna hefði flúið Úkraínu frá því innrásin hófst fyrir viku síðan. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu í vaktinni á Vísi.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sýrland Tengdar fréttir Versti dagur stríðsins hingað til Harðir bardagar hafa staðið yfir í allan dag í Kharkív, Mariupol og Kherson. Eldflaugum hefur rignt yfir borgirnar og stórskotalið herjað á þær. Rússar hafa bætt verulega í árásir á skotmörk í borgum sem ekki þjóna hernaðarlegum tilgangi. 2. mars 2022 16:31 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Versti dagur stríðsins hingað til Harðir bardagar hafa staðið yfir í allan dag í Kharkív, Mariupol og Kherson. Eldflaugum hefur rignt yfir borgirnar og stórskotalið herjað á þær. Rússar hafa bætt verulega í árásir á skotmörk í borgum sem ekki þjóna hernaðarlegum tilgangi. 2. mars 2022 16:31