Engin ástæða til að hamstra joðtöflur vegna ástandsins í Úkraínu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. mars 2022 17:55 Geislavarnir ríkisins Vísir/Vilhelm Engin ástæða er til þess að hamstra joðtöflur hér á landi vegna stríðsástandins í Úkraínu, jafn vel þó að svo illa færi að kjarnavopni yrði beitt á svæðinu. Þetta segir Sigurður M. Magnússon forstjóri Geislavarna Ríkisins sem ræddi mögulega kjarnorkuvá vegna stríðsins í Úkraínu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Fregnir hafa borist af því að aukin geislavirkni hafi mælst í grennd við kjarnorkuverið í Tjernobyl vegna umferðar rússneskra hersveita á svæðinu sem lokað var eftir kjarnorkuslysið árið 1986. Sigurður segir þessi aukna geislun sé tímabundin og muni hverfa á skömmum tíma. „Svæðið er akkúrat þar sem er best fyrir skriðdreka sveitirnar að fara yfir og það er alveg rétt að þegar þær fóru yfir þetta svæði þá þyrlaðist upp heilmikið af geislavirkum efnum upp í loftið. Það hefur mælst aukin geislun í næsta nágrenni lokaða svæðisins. Þessi aukning á geislavirkni á lokaða svæðinu hún er bara tímabundin og mun hverfa á skömmum tíma. Það er þannig að við getum fylgst með geisluninni á þessum svæðum,“ sagði Sigurður en einnig var rætt við Víði Reynisson yfirlögregluþjón hjá almannavörnum um mögulegar viðbragðsáætlanir breiðist stríðsátökin enn frekar út. Fregnir hafa einnig borist af því að joðtöflur hafi rokið út úr apótekum hér á landi, ekki síst eftir að Vladímír Pútín Rússlandsforseti tilkynnti að hann hefði sett kjarnorkusveitir rússneska hersins í viðbragðsstöðu. Mikil fjarlægð þýðir mikil þynning Sigurður segir að það sé niðurstaða Geislavarna ríkisins og annarra samráðsaðila að engin þörf sé á því að fólk hér á landi taki inn joðtöflur. Joðtöflur verja skjaldkirtilinn fyrir geislun „Við eigum mjög erfitt með að sjá fyrir okkur að það gæti orðið nokkrar þær aðstæður á Íslandi þó svo að kjarnavopni yrði neitt í Úkraínu að það kallaði á þörf fyrir að fólk tæki inn joðtöflur,“ sagði Sigurður. „Ef að við hugsum þetta svona aðeins upphátt að ef að það springur kjarnavopn í Úkraínu þá er gríðarlega mikið af geislavirkum efnum sem fara út í umhverfið. Þau munu síðan berast með veðri og vindum til nálægra landa og við höfum reynsluna frá Tsjernobyl.“ Bílalest Rússa á Krímskaga.Vísir/AP Mikið púður er lagt í mælingu á geislun og sagði Sigurður að miðað við reynsluna frá Tsjernobyl mætti gera ráð fyrir að ef kjarnavopni yrði beitt myndi einhver geislun hér mælast fyrst að lá sgmarki fimm dögum síðar. „En við verðum að hafa í huga að fjarlægðin er gríðarlega mikil og þynningin er gríðarleg. Þannig að við sjáum ekki fyrir okkur að þótt kjarnavopni yrði beitt í Úkraínu myndi það kalla á sérstakar varúðarráðstafanir á Íslandi en við fylgjust mjög grannt með öllu sem er að gerast á svæðinu.“ Það er engin ástæða til þess að hamstra joðtöflur á Íslandi? „Við sjáum ekki ástæðu til þess miðað við þær aðstæður sem nú eru fyrir hendi.“ Kjarnorka Innrás Rússa í Úkraínu Almannavarnir Heilbrigðismál Tengdar fréttir Farnir að beita sömu aðferðum og í Sýrlandi Her Rússlands er sagður byrjaður að beita sömu aðferðum í Úkraínu og hermenn nýttu í Sýrlandi. Ganga þær út á að umkringja borgir og bæi og þvinga þá til uppgjafar. 3. mars 2022 11:35 Vaktin: Selenskí vill ræða beint við Pútín og fá herþotur frá NATO Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður. 3. mars 2022 05:49 Komi ekki til greina að Rússar hætti innrásinni í Úkraínu Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að ekki kæmi til greina að Rússar myndu hætta innrásinni í Úkraínu. Henni yrði haldið áfram þar til Rússar næðu markmiðum sínum. 3. mars 2022 11:46 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Þetta segir Sigurður M. Magnússon forstjóri Geislavarna Ríkisins sem ræddi mögulega kjarnorkuvá vegna stríðsins í Úkraínu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Fregnir hafa borist af því að aukin geislavirkni hafi mælst í grennd við kjarnorkuverið í Tjernobyl vegna umferðar rússneskra hersveita á svæðinu sem lokað var eftir kjarnorkuslysið árið 1986. Sigurður segir þessi aukna geislun sé tímabundin og muni hverfa á skömmum tíma. „Svæðið er akkúrat þar sem er best fyrir skriðdreka sveitirnar að fara yfir og það er alveg rétt að þegar þær fóru yfir þetta svæði þá þyrlaðist upp heilmikið af geislavirkum efnum upp í loftið. Það hefur mælst aukin geislun í næsta nágrenni lokaða svæðisins. Þessi aukning á geislavirkni á lokaða svæðinu hún er bara tímabundin og mun hverfa á skömmum tíma. Það er þannig að við getum fylgst með geisluninni á þessum svæðum,“ sagði Sigurður en einnig var rætt við Víði Reynisson yfirlögregluþjón hjá almannavörnum um mögulegar viðbragðsáætlanir breiðist stríðsátökin enn frekar út. Fregnir hafa einnig borist af því að joðtöflur hafi rokið út úr apótekum hér á landi, ekki síst eftir að Vladímír Pútín Rússlandsforseti tilkynnti að hann hefði sett kjarnorkusveitir rússneska hersins í viðbragðsstöðu. Mikil fjarlægð þýðir mikil þynning Sigurður segir að það sé niðurstaða Geislavarna ríkisins og annarra samráðsaðila að engin þörf sé á því að fólk hér á landi taki inn joðtöflur. Joðtöflur verja skjaldkirtilinn fyrir geislun „Við eigum mjög erfitt með að sjá fyrir okkur að það gæti orðið nokkrar þær aðstæður á Íslandi þó svo að kjarnavopni yrði neitt í Úkraínu að það kallaði á þörf fyrir að fólk tæki inn joðtöflur,“ sagði Sigurður. „Ef að við hugsum þetta svona aðeins upphátt að ef að það springur kjarnavopn í Úkraínu þá er gríðarlega mikið af geislavirkum efnum sem fara út í umhverfið. Þau munu síðan berast með veðri og vindum til nálægra landa og við höfum reynsluna frá Tsjernobyl.“ Bílalest Rússa á Krímskaga.Vísir/AP Mikið púður er lagt í mælingu á geislun og sagði Sigurður að miðað við reynsluna frá Tsjernobyl mætti gera ráð fyrir að ef kjarnavopni yrði beitt myndi einhver geislun hér mælast fyrst að lá sgmarki fimm dögum síðar. „En við verðum að hafa í huga að fjarlægðin er gríðarlega mikil og þynningin er gríðarleg. Þannig að við sjáum ekki fyrir okkur að þótt kjarnavopni yrði beitt í Úkraínu myndi það kalla á sérstakar varúðarráðstafanir á Íslandi en við fylgjust mjög grannt með öllu sem er að gerast á svæðinu.“ Það er engin ástæða til þess að hamstra joðtöflur á Íslandi? „Við sjáum ekki ástæðu til þess miðað við þær aðstæður sem nú eru fyrir hendi.“
Kjarnorka Innrás Rússa í Úkraínu Almannavarnir Heilbrigðismál Tengdar fréttir Farnir að beita sömu aðferðum og í Sýrlandi Her Rússlands er sagður byrjaður að beita sömu aðferðum í Úkraínu og hermenn nýttu í Sýrlandi. Ganga þær út á að umkringja borgir og bæi og þvinga þá til uppgjafar. 3. mars 2022 11:35 Vaktin: Selenskí vill ræða beint við Pútín og fá herþotur frá NATO Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður. 3. mars 2022 05:49 Komi ekki til greina að Rússar hætti innrásinni í Úkraínu Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að ekki kæmi til greina að Rússar myndu hætta innrásinni í Úkraínu. Henni yrði haldið áfram þar til Rússar næðu markmiðum sínum. 3. mars 2022 11:46 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Farnir að beita sömu aðferðum og í Sýrlandi Her Rússlands er sagður byrjaður að beita sömu aðferðum í Úkraínu og hermenn nýttu í Sýrlandi. Ganga þær út á að umkringja borgir og bæi og þvinga þá til uppgjafar. 3. mars 2022 11:35
Vaktin: Selenskí vill ræða beint við Pútín og fá herþotur frá NATO Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður. 3. mars 2022 05:49
Komi ekki til greina að Rússar hætti innrásinni í Úkraínu Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að ekki kæmi til greina að Rússar myndu hætta innrásinni í Úkraínu. Henni yrði haldið áfram þar til Rússar næðu markmiðum sínum. 3. mars 2022 11:46