Benedikt Guðmundsson: Ég er bara virkilega ánægður með að fara héðan með sigur Árni Jóhannsson skrifar 3. mars 2022 22:00 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var mjög ánægður með sigur sinna manna í kvöld Bára Dröfn Benedikt Guðmundsson vissi alveg að leikurinn við Breiðablik yrði ekki gefins og sú varð raunin þegar Njarðvíkingar náðu í sigur með erfiðasta móti 116-120. Njarðvíkingar virtust vera með góða stjórn á leiknum en Blikar eru óútreiknanlegt lið og ef þeir komast í gírinn sinn þá er erfitt að eiga við þá. Benedikt var því virkilega ánægður með sigurinn. „Ég bjóst við gríðarlega erfiðum leik. Ef þú skoðar tímabilið hjá Blikum þá eru þeir búnir að vinna sex leiki af átta á heimavelli og bara tapað fyrir Keflavík með einu og Þór Þorlákshöfn með tveimur. Þannig að þú kemur ekkert hingað inn og tekur öruggan sigur. Ég átti ekki von á því en ég held að þetta hafi verið áhorfendavænn leikur. Ég er hrifinn af Breiðablik þegar við erum ekki að spila við þá og mér finnst gaman að Leeds í fótboltanum. Þannig að fyrir þennan hlutlausa var þetta örugglega mjög gaman en ég hefði viljað að við hefðum ekki hleypt þeim inn í þetta aftur.“ Benedikt var þá spurður að því hvað hafi gerst í fjórða leikhluta en Njarðvíkingar voru með 14 stig forskot fyrir hann en enduðu á því að þurfa framlengingu. „Við bara misstum stjórnina á honum. Danero Thomas var frábær í kvöld. Hann setti níu þrista og þeir voru ekki opnir. Við vorum að passa upp á „poppið“ hjá honum og hann var alltaf með mann í sér en hann bara setti þetta í andlitið á okkur. Everage og Hilmar eru líka frábærir það er varla hægt að stoppa þá einn á einn. Það er bara gríðarlega erfitt að spila við Blikana þegar þeir eru í þessum ham. Flott lið og mér finnst þeir frábærir og það er gaman að hafa þá í deildinni.“ Benedikt var þá spurður hvort sigurinn væri ekki þeim mun ánægjulegri fyrir vikið og upp á þá vegferð sem liðið hans er á í deildinni sem og breidd hópsins hjá Njarðvíkingum. „Jú algjörlega. Ég er bara virkilega ánægður með að fara héðan með sigur þó að það hafi þurft framlengingu. Virkilega erfitt að ná í sigur hérna. Við vorum búnir að vinna fimm í röð án þess að vera í naglbít en nú vorum við undir þegar lítið var eftir og ég var ánægður með það hvernig menn brugðust við og komu sér til baka í framlengingu. Maciej Baginski var svo frábær hérna í lokin og setti stóru körfurnar.“ „Sóknarleikurinn okkar stífnaði aðeins í seinni hálfleik en svo settum við 20 stig í fimm mínútna framlengingu þannig að það losnaði örlítið um stífluna. Við hittum illa í seinni hálfleik og þeir sóttu á okkur inn í teig en sem betur fer fóru skotin að detta. Ég held að bekkurinn okkar hafi verið mjög góður. Við vorum 18-1 af bekknum í hálfleik þannig að ég var mjög ánægður með breiddina sem við sýndum.“ UMF Njarðvík Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Njarðvík 116-120 | Njarðvíkingar náðu í sigur í framlengdum háspennuleik Njarðvíkingar náðu í dýrmæt stig í toppbaráttunni þegar þeir unnu Breiðablik í Smáranum eftir framlengdan leik 116-120. Ég segi dýrmæt því þegar minna en mínúta var eftir af venjulegum leiktíma voru Njarðvíkingar undir en jöfnuðu og náðu í sigurinn. Blikar gáfu þeim mikla keppni eftir að hafa verið undir ca. 80% af leiknum. 3. mars 2022 21:39 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
„Ég bjóst við gríðarlega erfiðum leik. Ef þú skoðar tímabilið hjá Blikum þá eru þeir búnir að vinna sex leiki af átta á heimavelli og bara tapað fyrir Keflavík með einu og Þór Þorlákshöfn með tveimur. Þannig að þú kemur ekkert hingað inn og tekur öruggan sigur. Ég átti ekki von á því en ég held að þetta hafi verið áhorfendavænn leikur. Ég er hrifinn af Breiðablik þegar við erum ekki að spila við þá og mér finnst gaman að Leeds í fótboltanum. Þannig að fyrir þennan hlutlausa var þetta örugglega mjög gaman en ég hefði viljað að við hefðum ekki hleypt þeim inn í þetta aftur.“ Benedikt var þá spurður að því hvað hafi gerst í fjórða leikhluta en Njarðvíkingar voru með 14 stig forskot fyrir hann en enduðu á því að þurfa framlengingu. „Við bara misstum stjórnina á honum. Danero Thomas var frábær í kvöld. Hann setti níu þrista og þeir voru ekki opnir. Við vorum að passa upp á „poppið“ hjá honum og hann var alltaf með mann í sér en hann bara setti þetta í andlitið á okkur. Everage og Hilmar eru líka frábærir það er varla hægt að stoppa þá einn á einn. Það er bara gríðarlega erfitt að spila við Blikana þegar þeir eru í þessum ham. Flott lið og mér finnst þeir frábærir og það er gaman að hafa þá í deildinni.“ Benedikt var þá spurður hvort sigurinn væri ekki þeim mun ánægjulegri fyrir vikið og upp á þá vegferð sem liðið hans er á í deildinni sem og breidd hópsins hjá Njarðvíkingum. „Jú algjörlega. Ég er bara virkilega ánægður með að fara héðan með sigur þó að það hafi þurft framlengingu. Virkilega erfitt að ná í sigur hérna. Við vorum búnir að vinna fimm í röð án þess að vera í naglbít en nú vorum við undir þegar lítið var eftir og ég var ánægður með það hvernig menn brugðust við og komu sér til baka í framlengingu. Maciej Baginski var svo frábær hérna í lokin og setti stóru körfurnar.“ „Sóknarleikurinn okkar stífnaði aðeins í seinni hálfleik en svo settum við 20 stig í fimm mínútna framlengingu þannig að það losnaði örlítið um stífluna. Við hittum illa í seinni hálfleik og þeir sóttu á okkur inn í teig en sem betur fer fóru skotin að detta. Ég held að bekkurinn okkar hafi verið mjög góður. Við vorum 18-1 af bekknum í hálfleik þannig að ég var mjög ánægður með breiddina sem við sýndum.“
UMF Njarðvík Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Njarðvík 116-120 | Njarðvíkingar náðu í sigur í framlengdum háspennuleik Njarðvíkingar náðu í dýrmæt stig í toppbaráttunni þegar þeir unnu Breiðablik í Smáranum eftir framlengdan leik 116-120. Ég segi dýrmæt því þegar minna en mínúta var eftir af venjulegum leiktíma voru Njarðvíkingar undir en jöfnuðu og náðu í sigurinn. Blikar gáfu þeim mikla keppni eftir að hafa verið undir ca. 80% af leiknum. 3. mars 2022 21:39 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Njarðvík 116-120 | Njarðvíkingar náðu í sigur í framlengdum háspennuleik Njarðvíkingar náðu í dýrmæt stig í toppbaráttunni þegar þeir unnu Breiðablik í Smáranum eftir framlengdan leik 116-120. Ég segi dýrmæt því þegar minna en mínúta var eftir af venjulegum leiktíma voru Njarðvíkingar undir en jöfnuðu og náðu í sigurinn. Blikar gáfu þeim mikla keppni eftir að hafa verið undir ca. 80% af leiknum. 3. mars 2022 21:39