Sonur Öldu stunginn sex sinnum í bakið: „Þakklát að hann sé á lífi“ Snorri Másson skrifar 6. mars 2022 11:56 Alda Lárusdóttir fékk þær fréttir á laugardagsmorgun að sonur hennar hefði verið stunginn ítrekað í miðbæ Reykjavíkur um nóttina. Aðsend mynd Íslenskur karlmaður liggur á sjúkrahúsi eftir að hann lenti í alvarlegri stunguárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Móðir hans, Alda Lárusdóttir, segir mildi að ekki hafi farið verr. Mikill erill hefur verið í miðbænum frá því að sóttvarnatakmörkunum var aflétt. Föstudagskvöld var engin undantekning - en það kvöld snerist þó að lokum upp í martröð fyrir son Öldu Lárusdóttur. Hann hafði lent í smávægilegum útistöðum við hóp manna fyrr um kvöldið, sem svo virtist lokið, en þeir sneru svo aftur skömmu síðar. „Þeir koma svo að honum og segja já þetta var hann. Og byrja svo að króa hann af og láta höggin dynja á honum. Hann átti sér ekki von, einn fór fyrir framan hann og einn fyrir aftan hann. Hann heldur að það sé bara verið að berja hann svona fast í bakið. Nei, þá var bara búið að stinga hann sex sinnum. Hann rambar af stað og var ekki alveg að átta sig á þessu, finnur að það er eitthvað rosalega mikið í gangi. Hann rambar bara á sjúkrabíl niður í bæ: Bara þið verðið að hleypa mér inn,“ segir Alda í samtali við fréttastofu. Líðan mannsins er nú stöðug, en hann er aðeins tvítugur að aldri. Enginn vandræðaunglingur, segir Alda - og þeim mun meira áfall að fá þessar fréttir. „Ég heyrði þetta náttúrulega bara um morguninn. Ég var að keyra, stoppa bílinn, er með móður minni, og svo bara sátum við þarna grenjandi í bílnum í tuttugu mínútur að reyna að melta þetta. Sjokkið var alveg svakalegt,“ segir Alda. „Það er bara gott að hann er lifandi. Maður er náttúrulega þakklátur fyrir það." Málið er til rannsóknar hjá lögreglu, sem hefur þó enn ekki haft hendur í hári árásarmannanna. Atvikið átti sér stað nærri Ingólfstorgi. Nokkuð hefur verið fjallað um það að undanförnu, að fólk beitir vopnum í auknum mæli í Reykjavík. „Þetta er bara raunveruleikinn í dag greinilega, maður er alltaf að heyra af einhverjum svona hrylling niðri í bæ,“ segir Alda. Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Líkamsárás við 203 Club Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að ofbeldisbrot gegn eldri borgurum séu yfir þúsund á ári Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Sjá meira
Mikill erill hefur verið í miðbænum frá því að sóttvarnatakmörkunum var aflétt. Föstudagskvöld var engin undantekning - en það kvöld snerist þó að lokum upp í martröð fyrir son Öldu Lárusdóttur. Hann hafði lent í smávægilegum útistöðum við hóp manna fyrr um kvöldið, sem svo virtist lokið, en þeir sneru svo aftur skömmu síðar. „Þeir koma svo að honum og segja já þetta var hann. Og byrja svo að króa hann af og láta höggin dynja á honum. Hann átti sér ekki von, einn fór fyrir framan hann og einn fyrir aftan hann. Hann heldur að það sé bara verið að berja hann svona fast í bakið. Nei, þá var bara búið að stinga hann sex sinnum. Hann rambar af stað og var ekki alveg að átta sig á þessu, finnur að það er eitthvað rosalega mikið í gangi. Hann rambar bara á sjúkrabíl niður í bæ: Bara þið verðið að hleypa mér inn,“ segir Alda í samtali við fréttastofu. Líðan mannsins er nú stöðug, en hann er aðeins tvítugur að aldri. Enginn vandræðaunglingur, segir Alda - og þeim mun meira áfall að fá þessar fréttir. „Ég heyrði þetta náttúrulega bara um morguninn. Ég var að keyra, stoppa bílinn, er með móður minni, og svo bara sátum við þarna grenjandi í bílnum í tuttugu mínútur að reyna að melta þetta. Sjokkið var alveg svakalegt,“ segir Alda. „Það er bara gott að hann er lifandi. Maður er náttúrulega þakklátur fyrir það." Málið er til rannsóknar hjá lögreglu, sem hefur þó enn ekki haft hendur í hári árásarmannanna. Atvikið átti sér stað nærri Ingólfstorgi. Nokkuð hefur verið fjallað um það að undanförnu, að fólk beitir vopnum í auknum mæli í Reykjavík. „Þetta er bara raunveruleikinn í dag greinilega, maður er alltaf að heyra af einhverjum svona hrylling niðri í bæ,“ segir Alda.
Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Líkamsárás við 203 Club Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að ofbeldisbrot gegn eldri borgurum séu yfir þúsund á ári Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Sjá meira