Í dagbók lögreglu kemur fram að átta bílar hafi verið stöðvaðir víðs vegar um Reykjavík þar sem ökumaður hafi verið grunaður um ölvun við akstur eða að hann hafi ekið undir áhrifum fíkniefna.
Ennfremur segir frá því að á tíunda tímanum í gærkvöldi hafi lögreglu verið tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 108. Þar hafi maður verið stöðvaður þegar hann var að yfirgefa verslunina með vörur sem hann hafði ekki greitt fyrir.
Sömuleiðis segir að maðurinn sé einnig kærður fyrir brot á vopnalögum. Var málið afgreitt með vettvangsformi.