Sergej Bubka: Úkraína mun vinna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2022 09:30 Sergej Bubka er í mörgum ábyrgðarstöðum í dag, bæði hjá Úkraínu sem og á alþjóðlegum vettvangi. Getty/Ian Gavan Fyrrum heimsmeistari og heimsmethafi í stangarstökki styður þjóð sína á samfélagsmiðlum og er sannfærður um að Úkraína standi uppi sem sigurvegari en verði ekki „þurrkuð“ út af Rússum. Sergej Bubka er í hópi bestu frjálsíþróttamanna sögunnar en hann setti á sínum tíma 35 heimsmet. Former Olympic pole vault champion and world record holder Sergey Bubka insisted Friday Ukraine will win the war against the Russian invaders. https://t.co/yVtmYPKjY8— INQUIRER Sports (@INQUIRERSports) March 5, 2022 Bubka fæddist í Luhansk en keppti fyrst fyrir Sovétríkin en svo áfram fyrir Úkraínu eftir að Sovétríkin liðuðust í sundur. „Ég elska Úkraínu með öllu mínu hjarta. Við munum vinna,“ skrifaði Sergej Bubka á Twitter-síðu sína. Bubka var sá fyrsti í heiminum til að stökkva yfir sex metra í stangarstökki. Hann vann eitt Ólympíugull og sex heimsmeistaratitla á ferli sínum. Hann setti líka 35 heimsmet og var þekktur fyrir að hækka aðeins um einn sentímetra þegar hann gat náð sér í vegleg verðlaun fyrir að setja heimsmet. Margir eru þessa sannfærðir ef að Bubka hefði farið eins hátt og hann gat þegar hann var bestur þá hefði heimsmet hans endað mun hærra. Bubka fór hæst yfir 6,14 metra en síðan hafa þeir Renaud Lavillenie frá Frakklandi (6,16) og Armand Duplantis frá Svíþjóð (6,17 og 6,18 metrar). Lavillenie tók metið af Bubka árið 2014 en Úkraínumaðurinn hafði þá átt það samfellt frá árinu 1984 eða í þrjá áratugi. UKR IOC member Bubka insists "Ukraine will win [ ] Many thanks to all those who selflessly and confidently defend our country from the aggressor". Aggressor. This word should come from IOC president. But Bach keeps always back door open for own interests. https://t.co/jYlwGi6Lj5— Hajo Seppelt (@hajoseppelt) March 5, 2022 Bubka er í dag forseti Ólympíusambands Úkraínu, varaforseti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins og hefur verið lengi meðlimur í Alþjóðaólympíunefndinni. „Mínu kæru Úkraínubúar. Sársauki ykkar fer ekki fram hjá Ólympíufjölskyldunni. Eins og allir Úkraínumenn þá get ég ekki sofið. Ég mun leita allra ráða til að vernda landið okkar, nota öll mín alþjóðlegu tengsl. Stríðið verður að enda, friður og manngæskan verður að vinna,“ skrifaði Sergej Bubka. Frjálsar íþróttir Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Sergej Bubka er í hópi bestu frjálsíþróttamanna sögunnar en hann setti á sínum tíma 35 heimsmet. Former Olympic pole vault champion and world record holder Sergey Bubka insisted Friday Ukraine will win the war against the Russian invaders. https://t.co/yVtmYPKjY8— INQUIRER Sports (@INQUIRERSports) March 5, 2022 Bubka fæddist í Luhansk en keppti fyrst fyrir Sovétríkin en svo áfram fyrir Úkraínu eftir að Sovétríkin liðuðust í sundur. „Ég elska Úkraínu með öllu mínu hjarta. Við munum vinna,“ skrifaði Sergej Bubka á Twitter-síðu sína. Bubka var sá fyrsti í heiminum til að stökkva yfir sex metra í stangarstökki. Hann vann eitt Ólympíugull og sex heimsmeistaratitla á ferli sínum. Hann setti líka 35 heimsmet og var þekktur fyrir að hækka aðeins um einn sentímetra þegar hann gat náð sér í vegleg verðlaun fyrir að setja heimsmet. Margir eru þessa sannfærðir ef að Bubka hefði farið eins hátt og hann gat þegar hann var bestur þá hefði heimsmet hans endað mun hærra. Bubka fór hæst yfir 6,14 metra en síðan hafa þeir Renaud Lavillenie frá Frakklandi (6,16) og Armand Duplantis frá Svíþjóð (6,17 og 6,18 metrar). Lavillenie tók metið af Bubka árið 2014 en Úkraínumaðurinn hafði þá átt það samfellt frá árinu 1984 eða í þrjá áratugi. UKR IOC member Bubka insists "Ukraine will win [ ] Many thanks to all those who selflessly and confidently defend our country from the aggressor". Aggressor. This word should come from IOC president. But Bach keeps always back door open for own interests. https://t.co/jYlwGi6Lj5— Hajo Seppelt (@hajoseppelt) March 5, 2022 Bubka er í dag forseti Ólympíusambands Úkraínu, varaforseti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins og hefur verið lengi meðlimur í Alþjóðaólympíunefndinni. „Mínu kæru Úkraínubúar. Sársauki ykkar fer ekki fram hjá Ólympíufjölskyldunni. Eins og allir Úkraínumenn þá get ég ekki sofið. Ég mun leita allra ráða til að vernda landið okkar, nota öll mín alþjóðlegu tengsl. Stríðið verður að enda, friður og manngæskan verður að vinna,“ skrifaði Sergej Bubka.
Frjálsar íþróttir Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira