Fyrrverandi leikmaður Arsenal genginn í úkraínska herinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2022 13:01 Oleg Luzhny fagnar tvennunni sem Arsenal vann vorið 2002. getty/Stuart MacFarlane Ekkert vantar upp á ættjarðarástina hjá úkraínsku íþróttafólki sem hefur gengið til liðs við herinn þar í landi til að reyna að halda aftur af Rússum sem réðust inn í Úkraínu fyrir tólf dögum. Meðal þeirra er Oleg Luzhny sem lék með Arsenal á árunum 1999-2003. Hann varð einu sinni Englandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með Skyttunum. Luzhny er nú kominn aftur til heimalandsins og genginn í úkraínska herinn. „Eins og allir tryggir Úkraínumenn er ég í Úkraínu með öllu fólkinu að verja heimalandið. Ég gekk í landvarnarliðið,“ sagði Luzhny við Mirror. „Staðan er mjög viðkvæm. Maður heyrir í sírenum þrisvar til fjórum sinnum á dag, einnig á nóttunni. Fólk flýr í örvæntingu niður í neðanjarðarbyrgi, konur með ung börn sem skilja ekki hvað er í gangi. Þau eru óttaslegin. Heilu borgirnar og þorpin eru eyðilögð. Fólk stendur eftir án rafmagns, hita, vatns og matar.“ Luzhny segir að úkraínska þjóðin sýni ótrúlega samstöðu í skelfilegum aðstæðum. „Þjóðin stendur sameinuð sem aldrei fyrr. Við gefumst ekki upp og allir reyna að aðstoða sem best þeir geta,“ sagði Luzhny sem hvetur rússneskt íþróttafólk til að láta í sér heyra. „Ég styð allar refsiaðgerðir. Íþróttafólk er hluti af þjóðinni. Þegar fólk kýs sér forseta ber það líka ábyrgð á gjörðum hans. Ef það stendur þögult hjá er það sama og samþykki fyrir því sem gerðist: innrás í friðsælt land. Rússneskt íþróttafólk ætti að tala við forsetann og biðja hann um að stöðva stríðið.“ Eftir innrásina hefur Luzhny verið í sambandi við fyrrverandi samherja sína hjá Arsenal, meðal annars Patrick Viera sem er knattspyrnustjóri Crystal Palace í dag. Luzhny lék 110 leiki fyrir Arsenal. Sá síðasti var úrslitaleikur bikarkeppninnar 2003 gegn Southampton. Skytturnar unnu leikinn, 1-0. Enski boltinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
Meðal þeirra er Oleg Luzhny sem lék með Arsenal á árunum 1999-2003. Hann varð einu sinni Englandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með Skyttunum. Luzhny er nú kominn aftur til heimalandsins og genginn í úkraínska herinn. „Eins og allir tryggir Úkraínumenn er ég í Úkraínu með öllu fólkinu að verja heimalandið. Ég gekk í landvarnarliðið,“ sagði Luzhny við Mirror. „Staðan er mjög viðkvæm. Maður heyrir í sírenum þrisvar til fjórum sinnum á dag, einnig á nóttunni. Fólk flýr í örvæntingu niður í neðanjarðarbyrgi, konur með ung börn sem skilja ekki hvað er í gangi. Þau eru óttaslegin. Heilu borgirnar og þorpin eru eyðilögð. Fólk stendur eftir án rafmagns, hita, vatns og matar.“ Luzhny segir að úkraínska þjóðin sýni ótrúlega samstöðu í skelfilegum aðstæðum. „Þjóðin stendur sameinuð sem aldrei fyrr. Við gefumst ekki upp og allir reyna að aðstoða sem best þeir geta,“ sagði Luzhny sem hvetur rússneskt íþróttafólk til að láta í sér heyra. „Ég styð allar refsiaðgerðir. Íþróttafólk er hluti af þjóðinni. Þegar fólk kýs sér forseta ber það líka ábyrgð á gjörðum hans. Ef það stendur þögult hjá er það sama og samþykki fyrir því sem gerðist: innrás í friðsælt land. Rússneskt íþróttafólk ætti að tala við forsetann og biðja hann um að stöðva stríðið.“ Eftir innrásina hefur Luzhny verið í sambandi við fyrrverandi samherja sína hjá Arsenal, meðal annars Patrick Viera sem er knattspyrnustjóri Crystal Palace í dag. Luzhny lék 110 leiki fyrir Arsenal. Sá síðasti var úrslitaleikur bikarkeppninnar 2003 gegn Southampton. Skytturnar unnu leikinn, 1-0.
Enski boltinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira