Úrbætur á LSH fyrir krabbameinssjúka og tilboð Krabbameinsfélagsins Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 7. mars 2022 17:00 Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins í maí 2021 var samþykkt að veita 450 milljón króna fjárstuðning til Landspítalans með því skilyrði að sú upphæð færi til byggingar nýrrar dagdeildar fyrir blóð- og krabbameinslækningar í svokallaðri K-byggingu spítalans við Hringbraut. Í nýju tölublaði Læknablaðsins lýsir Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins vonbrigðum sínum með viðbrögð stjórnvalda við tilboðinu. Krabbameinsfélagið hefur átt í viðræðum við LSH um úrbætur á þjónustu við krabbameinssjúka og mun Landspítalinn hafa þróað hugmyndina um að nýta K-bygginguna sem hefur staðið ókláruð í þrjá áratugi. Með breytingum á fyrirliggjandi húsnæði væri hægt að koma dagdeild, þar sem lyfjameðferð fer fram, á einni hæð og göngudeild, þar sem viðtöl fara fram, á annarri hæð. Yfirlæknar blóðlækninga og lyflækninga krabbameina á LSH taka undir með framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins og segja aðstöðuna algerlega óviðundandi fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. Meðal þess vanda sem aðstöðuleysið skapar er að nota þarf dýrari lyf og ekki sé rými til að ráða fleira starfsfólk. Upphæðin sem Krabbameinsfélagið er reiðubúið að leggja fram er um þriðjungur þeirrar upphæðar sem áætlað er að nauðsynlegar breytingar á K-byggingunni kosti. Ég tók málið upp í fyrirspurn til heilbrigðisráðherra, Willums Þórs Þórssonar, á Alþingi í dag og spurði hvers vegna ekki hefði borist skýrt svar við tilboði Krabbameinsfélagsins. Ráðherra viðurkenndi að vandinn væri brýnn og sagði að fundað hafi verið um málið. Á honum mátti einnig skilja að þunglamalegt stjórnkerfi réði ekki við að taka skjóta ákvörðun um málið. Fyrir liggur að krabbameinstilfellum mun fjölga um 30% á næstu 15 árum og ekki síður að núverandi aðstaða á dagdeildinni þar sem lyfjagjöfin fer fram er algerlega óviðunandi. Hugmyndin um að klára K-bygginguna nýtur víðtæks stuðnings enda löngu kominn tími á framtíðaraðstöðu fyrir dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga við LSH. Hvar er fyrirstaðan? Þeirri spurningu þarf að svara. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins í maí 2021 var samþykkt að veita 450 milljón króna fjárstuðning til Landspítalans með því skilyrði að sú upphæð færi til byggingar nýrrar dagdeildar fyrir blóð- og krabbameinslækningar í svokallaðri K-byggingu spítalans við Hringbraut. Í nýju tölublaði Læknablaðsins lýsir Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins vonbrigðum sínum með viðbrögð stjórnvalda við tilboðinu. Krabbameinsfélagið hefur átt í viðræðum við LSH um úrbætur á þjónustu við krabbameinssjúka og mun Landspítalinn hafa þróað hugmyndina um að nýta K-bygginguna sem hefur staðið ókláruð í þrjá áratugi. Með breytingum á fyrirliggjandi húsnæði væri hægt að koma dagdeild, þar sem lyfjameðferð fer fram, á einni hæð og göngudeild, þar sem viðtöl fara fram, á annarri hæð. Yfirlæknar blóðlækninga og lyflækninga krabbameina á LSH taka undir með framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins og segja aðstöðuna algerlega óviðundandi fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. Meðal þess vanda sem aðstöðuleysið skapar er að nota þarf dýrari lyf og ekki sé rými til að ráða fleira starfsfólk. Upphæðin sem Krabbameinsfélagið er reiðubúið að leggja fram er um þriðjungur þeirrar upphæðar sem áætlað er að nauðsynlegar breytingar á K-byggingunni kosti. Ég tók málið upp í fyrirspurn til heilbrigðisráðherra, Willums Þórs Þórssonar, á Alþingi í dag og spurði hvers vegna ekki hefði borist skýrt svar við tilboði Krabbameinsfélagsins. Ráðherra viðurkenndi að vandinn væri brýnn og sagði að fundað hafi verið um málið. Á honum mátti einnig skilja að þunglamalegt stjórnkerfi réði ekki við að taka skjóta ákvörðun um málið. Fyrir liggur að krabbameinstilfellum mun fjölga um 30% á næstu 15 árum og ekki síður að núverandi aðstaða á dagdeildinni þar sem lyfjagjöfin fer fram er algerlega óviðunandi. Hugmyndin um að klára K-bygginguna nýtur víðtæks stuðnings enda löngu kominn tími á framtíðaraðstöðu fyrir dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga við LSH. Hvar er fyrirstaðan? Þeirri spurningu þarf að svara. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun