Þorkell dregur framboðið til baka í kjölfar „rætinnar gagnrýni“ Atli Ísleifsson skrifar 8. mars 2022 08:00 Þorkell Sigurlaugsson sækist nú einnig eftir sæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Þorkell Sigurlaugsson hefur ákveðið að draga framboð sitt til formanns Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrennis (FEB) til baka. Hann segir að eftir umhugsun og samtöl við stuðningsfólk hafi honum ekki þótt við hæfi að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni og þá hafi hann ekki viljað trufla framboð sitt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar þar sem hann sækist eftir 2. sæti. Þorkell greinir frá ákvörðun sinni í færslu á Facebook-síðu sinni, en aðalfundur FEB verður haldinn í Gullhömrum í dag. Þorkell segist í gær hafa átt gott samtal við Ingibjörgu Sverrisdóttur, núverandi formann FEB, í gær þar sem hún hafi tekið undir flest af því sem hann hafi lagt áherslu á varðandi mögulegar breytingar og nýjungar í starfi félagsins. Þá segir hann að þau muni eftir atvikum vinna saman að einhverjum verkefnum þar að lútandi. Rætin gagnrýni Þorkell segir að það hafi haft áhrif á ákvörðun sína að fram hafi komið afar rætin gagnrýni á sig og fullyrðingar um að hann væri leppur ákveðinna einstaklinga sem hafi ætlað að notafæra sér félagið og ná yfirtöku á félaginu og nýta til eigin ávinnings. Hann segir að framboð sitt til formanns FEB, á sama tíma og hann sækist eftir sæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík, augljóslega hafa haft áhrif á viðhorf sumra til sín. Bæði hann og Ingibjörg séu starfandi í Sjálfstæðisflokknum. „Það hafði greinilega áhrif að fram kom ýmis afar rætin gagnrýni á mig og fullyrðingar um að ég væri leppur sumra sem ætluðu að notafæra sér félagið og ná þannig með mér yfirtöku á félaginu og nýta svo félagið til eigin ávinnings. Þetta truflaði augljóslega sumt stuðningsfólk mitt, en ég gat ekki hugsað mér að fara niður á þetta plan og taka þátt í starfsemi félagsins með þvílík ósannindi og áróður gegn mér m.a. af tveimur sitjandi stjórnarmönnum félagsins sem var misboðið að ég skyldi bjóða mig fram gegn sitjandi formanni,“ segir Þorkell. Ekki persónuleg gagnrýni Hann segir að framboð sitt til formanns FEB hafi aldrei verið sett fram með einhverri persónulegri gagnrýni á formann félagsins heldur fyrst og fremst til að vinna að ákveðnum breytingum og nýjum áherslum í starfsemi félagsins. „Við Ingibjörg ræddum málin eins og áður sagði og engir eftirmálar eru hvað þetta varðar af okkar hálfu. Ég vil þakka þeim sem studdu þetta framboð mitt og vona að þeir sýni ákvörðun minni skilning að draga framboð mitt til baka við þessar aðstæður,“ segir Þorkell að lokum. Félagasamtök Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Eldri borgarar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þorkell greinir frá ákvörðun sinni í færslu á Facebook-síðu sinni, en aðalfundur FEB verður haldinn í Gullhömrum í dag. Þorkell segist í gær hafa átt gott samtal við Ingibjörgu Sverrisdóttur, núverandi formann FEB, í gær þar sem hún hafi tekið undir flest af því sem hann hafi lagt áherslu á varðandi mögulegar breytingar og nýjungar í starfi félagsins. Þá segir hann að þau muni eftir atvikum vinna saman að einhverjum verkefnum þar að lútandi. Rætin gagnrýni Þorkell segir að það hafi haft áhrif á ákvörðun sína að fram hafi komið afar rætin gagnrýni á sig og fullyrðingar um að hann væri leppur ákveðinna einstaklinga sem hafi ætlað að notafæra sér félagið og ná yfirtöku á félaginu og nýta til eigin ávinnings. Hann segir að framboð sitt til formanns FEB, á sama tíma og hann sækist eftir sæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík, augljóslega hafa haft áhrif á viðhorf sumra til sín. Bæði hann og Ingibjörg séu starfandi í Sjálfstæðisflokknum. „Það hafði greinilega áhrif að fram kom ýmis afar rætin gagnrýni á mig og fullyrðingar um að ég væri leppur sumra sem ætluðu að notafæra sér félagið og ná þannig með mér yfirtöku á félaginu og nýta svo félagið til eigin ávinnings. Þetta truflaði augljóslega sumt stuðningsfólk mitt, en ég gat ekki hugsað mér að fara niður á þetta plan og taka þátt í starfsemi félagsins með þvílík ósannindi og áróður gegn mér m.a. af tveimur sitjandi stjórnarmönnum félagsins sem var misboðið að ég skyldi bjóða mig fram gegn sitjandi formanni,“ segir Þorkell. Ekki persónuleg gagnrýni Hann segir að framboð sitt til formanns FEB hafi aldrei verið sett fram með einhverri persónulegri gagnrýni á formann félagsins heldur fyrst og fremst til að vinna að ákveðnum breytingum og nýjum áherslum í starfsemi félagsins. „Við Ingibjörg ræddum málin eins og áður sagði og engir eftirmálar eru hvað þetta varðar af okkar hálfu. Ég vil þakka þeim sem studdu þetta framboð mitt og vona að þeir sýni ákvörðun minni skilning að draga framboð mitt til baka við þessar aðstæður,“ segir Þorkell að lokum.
Félagasamtök Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Eldri borgarar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira