Ný kærasta Kanye West sögð skuggalega lík Kim Kardashian Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 8. mars 2022 16:30 Chaney Jones, konan sem tónlistarmaðurinn Kanye West er orðaður við þessa dagana, er sögð skuggalega lík fyrrverandi eiginkonu West, Kim Kardashian. getty/MEGA Tónlistarmaðurinn Kanye West er nú orðaður við hina tuttugu og fjögurra ára gömlu Chaney Jones. Það sem hefur þó helst vakið athygli er að Jones er talin vera skuggalega lík Kim Kardashian, fyrrverandi eiginkonu West. West og Jones hafa sést nokkrum sinnum saman opinberlega á síðustu vikum en alvara færðist í leikinn þegar Jones setti inn mynd af þeim saman á Instagram. Jones sem er tuttugu og fjögurra ára gömul fyrirsæta hefur verið kölluð tvífari Kim Kardashian. Ekki nóg með það að vera báðar dökkhærðar, brúneygðar og dökkar yfirlitum, þá virðast þær einnig vera með afar svipaðan fatasmekk. „Hún vill að fólk hætti að líkja sér við Kim. En ég verð bara að segja sorry Chaney en það er ekki hægt. Þú ert líkari henni heldur en Khloé systir hennar,“ segir Birta Líf Ólafsdóttir sem fór yfir allt það helsta úr heimi fræga fólksins í Brennslutei vikunnar. View this post on Instagram A post shared by Chaney Jones (@chaneyjonesssss) Aldrei farið í fegrunaraðgerð á andliti en fór í stækkun á rassi Jones birti nýlega nokkrar staðreyndir um sjálfa sig á Instagram. Hún er talin hafa gert það til þess að sýna fram á það að hún er sín eigin persóna, en ekki bara eftirlíking af Kardashian. Þar sagði hún frá því að hún væri ættuð frá Frakklandi, Þýskalandi og Afríku. Hún væri framkvæmdastjóri fyrirtækisins First State Behavioral Health, samhliða því að vera í meistaranámi. Þá tekur hún fram að hún hafi aldrei farið í neina fegrunaraðgerð á andliti sínu. Hún hafi hins vegar farið í svokallað Brazilian Butt Lift sem er aðgerð til þess að stækka og lyfta rassinum. „Hún eyddi þessu síðan út, örugglega bara út af öllum viðbrögðum og fjölmiðlaathyglinni sem hún fékk út frá þessu,“ segir Birta Líf. Óvinir Kardashian fjölskyldunnar snæddu kvöldverð saman Jones er þó ekki sú eina sem West hefur snætt kvöldverð með undanfarið, því í síðustu viku sást hann borða með körfuboltamanninum Tristan Thompson í Miami. „Þegar við héldum að þetta gæti ekki orðið verra þá gerist þetta. Þarna eru bara óvinirnir komnir saman,“ en Thompson er barnsfaðir Khloé Kardashian og hélt framhjá henni oftar en einu sinni. Þarna voru því saman komnir þeir menn sem hljóta að vera hvað óvinsælastir meðal Kardashian fjölskyldunnar. Hér að neðan má hlusta á Brennslute vikunnar í heild sinni. Klippa: Brennslute vikunnar: Kanye West kominn með nýja kærustu Brennslan FM957 Hollywood Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Sjá meira
West og Jones hafa sést nokkrum sinnum saman opinberlega á síðustu vikum en alvara færðist í leikinn þegar Jones setti inn mynd af þeim saman á Instagram. Jones sem er tuttugu og fjögurra ára gömul fyrirsæta hefur verið kölluð tvífari Kim Kardashian. Ekki nóg með það að vera báðar dökkhærðar, brúneygðar og dökkar yfirlitum, þá virðast þær einnig vera með afar svipaðan fatasmekk. „Hún vill að fólk hætti að líkja sér við Kim. En ég verð bara að segja sorry Chaney en það er ekki hægt. Þú ert líkari henni heldur en Khloé systir hennar,“ segir Birta Líf Ólafsdóttir sem fór yfir allt það helsta úr heimi fræga fólksins í Brennslutei vikunnar. View this post on Instagram A post shared by Chaney Jones (@chaneyjonesssss) Aldrei farið í fegrunaraðgerð á andliti en fór í stækkun á rassi Jones birti nýlega nokkrar staðreyndir um sjálfa sig á Instagram. Hún er talin hafa gert það til þess að sýna fram á það að hún er sín eigin persóna, en ekki bara eftirlíking af Kardashian. Þar sagði hún frá því að hún væri ættuð frá Frakklandi, Þýskalandi og Afríku. Hún væri framkvæmdastjóri fyrirtækisins First State Behavioral Health, samhliða því að vera í meistaranámi. Þá tekur hún fram að hún hafi aldrei farið í neina fegrunaraðgerð á andliti sínu. Hún hafi hins vegar farið í svokallað Brazilian Butt Lift sem er aðgerð til þess að stækka og lyfta rassinum. „Hún eyddi þessu síðan út, örugglega bara út af öllum viðbrögðum og fjölmiðlaathyglinni sem hún fékk út frá þessu,“ segir Birta Líf. Óvinir Kardashian fjölskyldunnar snæddu kvöldverð saman Jones er þó ekki sú eina sem West hefur snætt kvöldverð með undanfarið, því í síðustu viku sást hann borða með körfuboltamanninum Tristan Thompson í Miami. „Þegar við héldum að þetta gæti ekki orðið verra þá gerist þetta. Þarna eru bara óvinirnir komnir saman,“ en Thompson er barnsfaðir Khloé Kardashian og hélt framhjá henni oftar en einu sinni. Þarna voru því saman komnir þeir menn sem hljóta að vera hvað óvinsælastir meðal Kardashian fjölskyldunnar. Hér að neðan má hlusta á Brennslute vikunnar í heild sinni. Klippa: Brennslute vikunnar: Kanye West kominn með nýja kærustu
Brennslan FM957 Hollywood Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Sjá meira