„Ég vissi allan tímann að við ættum séns“ Siggeir Ævarsson skrifar 9. mars 2022 21:00 Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur Hulda Margrét Þorleifur Ólafsson, Lalli, þjálfari Grindavíkur var kampakátur í leikslok í Ljónagryfjunni í kvöld þar sem hans konur lönduðu miklum baráttusigri gegn Njarðvík. Í viðtali fyrir leik var hann spurður hvort liðið ætti einhvern séns í þetta Njarðvíkurlið, og því ekki hægt að spyrja að öðru eftir leik en hvort hann hefði farið með þessa fullyrðingu inn í klefa til að kynda aðeins í sínum leikmönnum. „Alls ekki. Ég vissi allan tímann að við ættum séns. Við sýndum það bara og sönnuðum með virkilega góðum leik og náðum að vinna þær.“ Lalla hefur verið tíðrætt um það í viðtölum í vetur að liðið hans mæti með góða baráttu í upphafi leikja sem fjari svo gjarnan undan. Því var ekki fyrir að fara í kvöld þar sem Grindavík sýndi í raun ótrúlega baráttu og sigurvilja í 40 mínútur. „Mínar konur sýndu virkilega mikinn karakter í kvöld og héldu alltaf áfram. Við vorum t.d. í byrjun seinni hálfleiks að búa til mikið af opnum skotum sem við vorum ekki að hitta úr, meðan Njarðvík eru að setja skot undir lok skotklukkunnar og allt meira og minna ofan í. Við lendum 10 stigum undir en héldum áfram og komum til baka og ég er bara virkilega ánægður með þetta. Sérstaklega með íslensku stelpurnar, þær voru frábærar í kvöld.“ Stigin voru að dreifast vel hjá Grindavík í kvöld og vakti það athygli í blaðamannastúkunni undir lok leiks að Grindvíkingar fóru að spila töluvert af Robbi Ryan, sem skapaði ákveðin glundroða í vörn Njarðvíkur sem höfðu lagt mikið kapp á að stoppa hana. Lalli sagði það meðvitaða ákvörðun hjá þjálfarateyminu að færa Ryan meira frá boltanum eftir því sem leið á leikinn. „Já, það var pínu meðvitað. Ég bað Heklu um að taka boltann upp og setja upp kerfi í kringum Theu þannig að Robbi var „off ball“, þá verður erfiðara fyrir þær að vera að hjálpa af „drævunum“ og það verður auðveldara að klára sniðskotin undir körfunni.“ Staða Grindavíkur í deildinni er í raun ráðin á þessum tímapunkti þó það séu nokkrir leikir eftir, það er þó jákvætt fyrir sjálfstraustið að ná í sigur á erfiðum útivelli í Njarðvík „Já klárlega. Planið var að festa okkur í sessi í deildinni og við erum klárlega löngu búin að ná því. Við erum að spila betur og viljum gera betur, verða betri og byggja á því fyrir næsta tímabil,“ sagði Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira
Í viðtali fyrir leik var hann spurður hvort liðið ætti einhvern séns í þetta Njarðvíkurlið, og því ekki hægt að spyrja að öðru eftir leik en hvort hann hefði farið með þessa fullyrðingu inn í klefa til að kynda aðeins í sínum leikmönnum. „Alls ekki. Ég vissi allan tímann að við ættum séns. Við sýndum það bara og sönnuðum með virkilega góðum leik og náðum að vinna þær.“ Lalla hefur verið tíðrætt um það í viðtölum í vetur að liðið hans mæti með góða baráttu í upphafi leikja sem fjari svo gjarnan undan. Því var ekki fyrir að fara í kvöld þar sem Grindavík sýndi í raun ótrúlega baráttu og sigurvilja í 40 mínútur. „Mínar konur sýndu virkilega mikinn karakter í kvöld og héldu alltaf áfram. Við vorum t.d. í byrjun seinni hálfleiks að búa til mikið af opnum skotum sem við vorum ekki að hitta úr, meðan Njarðvík eru að setja skot undir lok skotklukkunnar og allt meira og minna ofan í. Við lendum 10 stigum undir en héldum áfram og komum til baka og ég er bara virkilega ánægður með þetta. Sérstaklega með íslensku stelpurnar, þær voru frábærar í kvöld.“ Stigin voru að dreifast vel hjá Grindavík í kvöld og vakti það athygli í blaðamannastúkunni undir lok leiks að Grindvíkingar fóru að spila töluvert af Robbi Ryan, sem skapaði ákveðin glundroða í vörn Njarðvíkur sem höfðu lagt mikið kapp á að stoppa hana. Lalli sagði það meðvitaða ákvörðun hjá þjálfarateyminu að færa Ryan meira frá boltanum eftir því sem leið á leikinn. „Já, það var pínu meðvitað. Ég bað Heklu um að taka boltann upp og setja upp kerfi í kringum Theu þannig að Robbi var „off ball“, þá verður erfiðara fyrir þær að vera að hjálpa af „drævunum“ og það verður auðveldara að klára sniðskotin undir körfunni.“ Staða Grindavíkur í deildinni er í raun ráðin á þessum tímapunkti þó það séu nokkrir leikir eftir, það er þó jákvætt fyrir sjálfstraustið að ná í sigur á erfiðum útivelli í Njarðvík „Já klárlega. Planið var að festa okkur í sessi í deildinni og við erum klárlega löngu búin að ná því. Við erum að spila betur og viljum gera betur, verða betri og byggja á því fyrir næsta tímabil,“ sagði Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.
Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira