Fékk tólf tonna lyftara á fótinn á sér og sendur heim í teygjusokk Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 11. mars 2022 20:30 Nokkur ár eru liðin frá vinnuslysinu en Halldór er nú hættur störfum. Hann hefur síðustu ár sótt sér læknisþjónustu í Reykjavík. vísir/sigurjón Bæjarfulltrúi Reykjanesbæjar telur að einkarekin heilsugæsla gæti leyst ýmis vandamál svæðisins. Íbúar á Suðurnesjum hafa kvartað sáran undan þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sem virðist illa mönnuð og ná illa utan um álagið. Eins og fréttastofa hefur greint frá undanfarið eru margir íbúar á Suðurnesjum gríðarlega óánægðir með þjónustu HSS. Þar kvarta þeir helst undan því að rangar greiningar á heilsugæslunni séu allt of tíðar, oft á mjög alvarlegum kvillum. Halldór Ármannsson er einn þeirra sem lenti í slíku fyrir nokkrum árum eftir vinnuslys þegar lyftari keyrði á fótinn á honum. „Þegar dekkið spyrnir, þetta eru stór dekk sko, þá er ég fastur hér undir,“ segir Halldór og sýnir hvar lyftarinn fór á fótinn á sér í myndbandinu sem fylgir fréttinni. „En hann stoppar, sko. Ef hann hefði farið lengra þá hefði löppin bara farið.“ Hann var þá fluttur upp á HSS. „Það voru ekki teknar neinar myndir af þessu eða neitt heldur settur bara teygjusokkur utan um fótinn. Og ég sendur heim með verkjalyf,“ segir Halldór. Ekki eins og að verða fyrir reiðhjóli Þegar verkurinn ágerðist í fætinum ákvað hann að láta skoða hann betur í Reykjavík og reyndist þá þríbrotinn. „Það er dálítið kjánalegt að þeir hafi ekki einu sinni tekið mynd af þessu þegar þeir vissu að það fór 12 tonna lyftari á fótinn á mér. Það er ekki eins og þetta hafi verið reiðhjól,“ segir Halldór. Hann er einn þeirra fjölmörgu íbúa Suðurnesja sem fer í dag frekar til læknis í bænum. „Við hjónin lentum svo í fleiri vandræðum þarna og eftir það létum skrifa okkur inn á lækni í Reykjavík eða heilsugæslu,“ segir hann. Vill einkarekna heilbrigðisþjónustu á Suðurnes Jóhann Friðrik Friðriksson, bæjarfulltrúi Reykjanesbæjar og þingmaður kjördæmisins, kannast vel við vandamál HSS. „Í langan tíma er maður búinn að vera að berjast fyrir betri heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum og svæðið náttúrulega fer ört stækkandi og miðað við viðmiðið sem menn eru að gefa sér á höfuðborgarsvæðinu þá þyrftu að vera þrjár heilsugæslur á Suðurnesjunum,“ segir Jóhann. Jóhann Friðrik vill að einkageirinn létti undir með opinberri heilbrigðisþjónustu á svæðinu.vísir/einar Hún er aðeins ein heilsugæslan á svæðinu núna sem fellur undir rekstur HSS. Jóhann telur réttast að koma á fót einkarekinni heilsugæslu á svæðinu til að létta undir með HSS. „Þarna ætti bara að vera tækifæri fyrir einkaaðila að manna heilsugæslu og það hefur gengið ágætlega á undanförnum árum að byggja það kerfi upp á höfuðborgarsvæðinu. Og ég veit ekki betur en að það sé mannað þannig við þurfum auðvitað bara að gera betur,“ segir Jóhann. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Suðurnesjabær Reykjanesbær Grindavík Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Kurr í Suðurnesjamönnum vegna HSS Þingmaður Samfylkingarinnar segir vanda Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja skrifast á vanrækslu stjórnvalda gagnvart Suðurnesjum. Kurr og óánægja sé í íbúum sem eigi skilið almennilega heilbrigðisþjónustu eins og aðrir landsmenn. 8. mars 2022 15:42 Fáránlegt að HSS hafi nýtt sér læknaleigu sem yfirlæknirinn rak sjálfur Formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ segir galið fyrirkomulag að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafi nýtt sér læknaleigu sem yfirlæknir stofnunarinnar rak sjálfur. Hann vill heildarendurskoðun á stjórnun stofnunarinnar. 19. febrúar 2022 18:55 Ósáttir íbúar uppnefna HSS „Sláturhús Suðurnesja“ Íbúar Suðurnesja eru margir orðnir langþreyttir á þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og kalla hana öllum illum nöfnum. Þeir segja lækna gefa sér lítinn tíma til skoðunar og að rangar greiningar á alvarlegum kvillum séu allt of algengar. 17. febrúar 2022 19:50 Hætt að leita til HSS eftir það sem kom fyrir son hennar Móðir, sem segir son sinn hafa verið sendan heim frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með alvarlega blæðingu eftir hálskirtlatöku, er hætt að sækja heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Lífi drengsins var bjargað degi síðar með aðgerð eftir að hann fór að æla blóði. Við vörum við myndum sem fylgja fréttinni. 15. febrúar 2022 19:35 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Eins og fréttastofa hefur greint frá undanfarið eru margir íbúar á Suðurnesjum gríðarlega óánægðir með þjónustu HSS. Þar kvarta þeir helst undan því að rangar greiningar á heilsugæslunni séu allt of tíðar, oft á mjög alvarlegum kvillum. Halldór Ármannsson er einn þeirra sem lenti í slíku fyrir nokkrum árum eftir vinnuslys þegar lyftari keyrði á fótinn á honum. „Þegar dekkið spyrnir, þetta eru stór dekk sko, þá er ég fastur hér undir,“ segir Halldór og sýnir hvar lyftarinn fór á fótinn á sér í myndbandinu sem fylgir fréttinni. „En hann stoppar, sko. Ef hann hefði farið lengra þá hefði löppin bara farið.“ Hann var þá fluttur upp á HSS. „Það voru ekki teknar neinar myndir af þessu eða neitt heldur settur bara teygjusokkur utan um fótinn. Og ég sendur heim með verkjalyf,“ segir Halldór. Ekki eins og að verða fyrir reiðhjóli Þegar verkurinn ágerðist í fætinum ákvað hann að láta skoða hann betur í Reykjavík og reyndist þá þríbrotinn. „Það er dálítið kjánalegt að þeir hafi ekki einu sinni tekið mynd af þessu þegar þeir vissu að það fór 12 tonna lyftari á fótinn á mér. Það er ekki eins og þetta hafi verið reiðhjól,“ segir Halldór. Hann er einn þeirra fjölmörgu íbúa Suðurnesja sem fer í dag frekar til læknis í bænum. „Við hjónin lentum svo í fleiri vandræðum þarna og eftir það létum skrifa okkur inn á lækni í Reykjavík eða heilsugæslu,“ segir hann. Vill einkarekna heilbrigðisþjónustu á Suðurnes Jóhann Friðrik Friðriksson, bæjarfulltrúi Reykjanesbæjar og þingmaður kjördæmisins, kannast vel við vandamál HSS. „Í langan tíma er maður búinn að vera að berjast fyrir betri heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum og svæðið náttúrulega fer ört stækkandi og miðað við viðmiðið sem menn eru að gefa sér á höfuðborgarsvæðinu þá þyrftu að vera þrjár heilsugæslur á Suðurnesjunum,“ segir Jóhann. Jóhann Friðrik vill að einkageirinn létti undir með opinberri heilbrigðisþjónustu á svæðinu.vísir/einar Hún er aðeins ein heilsugæslan á svæðinu núna sem fellur undir rekstur HSS. Jóhann telur réttast að koma á fót einkarekinni heilsugæslu á svæðinu til að létta undir með HSS. „Þarna ætti bara að vera tækifæri fyrir einkaaðila að manna heilsugæslu og það hefur gengið ágætlega á undanförnum árum að byggja það kerfi upp á höfuðborgarsvæðinu. Og ég veit ekki betur en að það sé mannað þannig við þurfum auðvitað bara að gera betur,“ segir Jóhann.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Suðurnesjabær Reykjanesbær Grindavík Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Kurr í Suðurnesjamönnum vegna HSS Þingmaður Samfylkingarinnar segir vanda Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja skrifast á vanrækslu stjórnvalda gagnvart Suðurnesjum. Kurr og óánægja sé í íbúum sem eigi skilið almennilega heilbrigðisþjónustu eins og aðrir landsmenn. 8. mars 2022 15:42 Fáránlegt að HSS hafi nýtt sér læknaleigu sem yfirlæknirinn rak sjálfur Formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ segir galið fyrirkomulag að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafi nýtt sér læknaleigu sem yfirlæknir stofnunarinnar rak sjálfur. Hann vill heildarendurskoðun á stjórnun stofnunarinnar. 19. febrúar 2022 18:55 Ósáttir íbúar uppnefna HSS „Sláturhús Suðurnesja“ Íbúar Suðurnesja eru margir orðnir langþreyttir á þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og kalla hana öllum illum nöfnum. Þeir segja lækna gefa sér lítinn tíma til skoðunar og að rangar greiningar á alvarlegum kvillum séu allt of algengar. 17. febrúar 2022 19:50 Hætt að leita til HSS eftir það sem kom fyrir son hennar Móðir, sem segir son sinn hafa verið sendan heim frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með alvarlega blæðingu eftir hálskirtlatöku, er hætt að sækja heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Lífi drengsins var bjargað degi síðar með aðgerð eftir að hann fór að æla blóði. Við vörum við myndum sem fylgja fréttinni. 15. febrúar 2022 19:35 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Kurr í Suðurnesjamönnum vegna HSS Þingmaður Samfylkingarinnar segir vanda Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja skrifast á vanrækslu stjórnvalda gagnvart Suðurnesjum. Kurr og óánægja sé í íbúum sem eigi skilið almennilega heilbrigðisþjónustu eins og aðrir landsmenn. 8. mars 2022 15:42
Fáránlegt að HSS hafi nýtt sér læknaleigu sem yfirlæknirinn rak sjálfur Formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ segir galið fyrirkomulag að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafi nýtt sér læknaleigu sem yfirlæknir stofnunarinnar rak sjálfur. Hann vill heildarendurskoðun á stjórnun stofnunarinnar. 19. febrúar 2022 18:55
Ósáttir íbúar uppnefna HSS „Sláturhús Suðurnesja“ Íbúar Suðurnesja eru margir orðnir langþreyttir á þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og kalla hana öllum illum nöfnum. Þeir segja lækna gefa sér lítinn tíma til skoðunar og að rangar greiningar á alvarlegum kvillum séu allt of algengar. 17. febrúar 2022 19:50
Hætt að leita til HSS eftir það sem kom fyrir son hennar Móðir, sem segir son sinn hafa verið sendan heim frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með alvarlega blæðingu eftir hálskirtlatöku, er hætt að sækja heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Lífi drengsins var bjargað degi síðar með aðgerð eftir að hann fór að æla blóði. Við vörum við myndum sem fylgja fréttinni. 15. febrúar 2022 19:35